Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 16
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Alma Anna Þórarinsson síðast til heimilis að Laugarásvegi 36, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 9. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Þórarinn Hjaltason Halla Halldórsdóttir Oddur Hjaltason Ingibjörg Jakobsdóttir Sigríður Hjaltadóttir Þórir Ragnarsson Hrólfur Hjaltason Gunnlaug Hjaltadóttir ömmubörn og langömmubörn. Elsku hjartans dóttir mín, systir okkar og barnabarn, Bergþóra Bachmann sem lést af slysförum í Basel 1. júlí sl., verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Eyrún Þóra Baldursdóttir Bachmann Ingi Steinn Bachmann Guðríður Jónsdóttir Bachmann Ástrós Jónsdóttir Bachmann Sóley Rut Jónsdóttir Bachmann Bergþóra Bachmann Baldur M. Stefánsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Aðalheiður Lárusdóttir frá Sjávarborg, Neskaupstað, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 26. júní, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 14. júlí kl. 13.00. Sigurður Ottósson Alda K. Helgadóttir Hermann Ottósson Jóhanna G. Þormar Dagbjört Lára Ottósdóttir Ingólfur Arnarson Friðrik Jón Ottósson Helen Ólafsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og bræður. Okkar ástkæra og yndislega eiginkona, móðir, tengdadóttir, tengdamóðir, systir og frænka, Camilla Ása Eyvindsdóttir Bakkastöðum 81, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut í faðmi fjölskyldu sinnar föstudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 11.00. Pétur Óli Pétursson Ólafur Ingi Heiðarsson Halla Jónsdóttir Ásta Camilla Harðardóttir Kristinn Snær Steingrímsson Svanhildur Sigríður Mar Pétursdóttir Pétur Kr. Pétursson Sigríður Ólafsdóttir Brynjólfur Eyvindsson Bjarni Eyvindsson Bergljót Ingvarsdóttir Karl Viðar Pétursson Þórunn Ýr Elíasdóttir Guðni Már Egilsson frændsystkin og börn Okkar ástkæri sonur, unnusti og bróðir, Sigþór Bessi Bjarnason Næfurási 3, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 6. júlí, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.00. Guðrún E. Baldvinsdóttir Bjarni Bessason Erna Jóna Guðmundsdóttir Magnús Snorri Bjarnason Sólveig Bjarnadóttir Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Kolbrún Eggertsdóttir frá Siglufirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili dóttur sinnar að morgni 10. júlí. Jóna Th. Viðarsdóttir Guðný Ó. Viðarsdóttir Gísli V. Þórisson Vilborg Rut Viðarsdóttir Aðalsteinn Arnarsson Þóra Viðarsdóttir Michael Lund barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Eiginmaður minn, Jónas S. Thorsteinsson skipstjóri, lést á heimili sínu í Pensacola, Florida, miðvikudaginn 6. júlí s.l. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Hoffritz Thorsteinsson. Vörusýningin Icelandic Fit- ness and Health Expo 2011 verður haldin í Hörpu dag- ana 4.-6. nóvember en samn- ingur þess efnis var undir- ritaður á föstudag. Þetta er fyrsta alþjóðlega vörusýn- ingin sem haldin er í Hörpu. Á sama tíma mun Evrópu- meistaramót leikmanna í World Bodybuilding & Fit- ness Federation fara fram. „Við héldum mótið í fyrsta skipti í fyrra og mættu um sex þúsund manns. Í ár verður keppt í vaxtarrækt, fitness, krossfitt, aflraunum, bras- ilísku jiu jitsu og ýmsu öðru,“ s e g i r Hja l t i Úrsus, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar. „Mótið fer fram í Silfurbergi en auk þess munum við leggja anddyri tónlistar- og rástefnuhússins undir vörusýningar ýmissa aðila sem tengjast þessum greinum. Má þar nefna sölu- aðila ýmissa lyftingatækja og fæðubóta- efna.“ Pumpað í Hörpu FITNESS Í HÖRPU Hjalti Úrsus stendur að baki sýningunni. JÚLÍUS SESAR (12./13. júlí 100 f.Kr.[1] – 15. mars 44 f.Kr.) herforingi og einvaldur í Róm fæddist þennan dag. „Ég kom, sá og sigraði.“ Alla miðvikudaga síðastliðin 20 ár, hvort sem er í stormi og hríð eða sólskini og blíðu, hafa liðsmenn Hafnar- gönguhópsins hist við norð- vesturhorn Hafnarhúss- ins í Reykjavík og haldið þaðan upp í ýmsa skemmti- lega göngutúra. Núverandi formaður gönguhópsins er Guðlaugur Leósson sem hefur verið forystusauð- ur síðan stofnandi hópsins, Einar Egilsson, féll frá. „Hafnargönguhópurinn varð til í kringum afmæli Reykjavíkurhafnar fyrir 20 árum,“ segir Gestur Gunn- arsson einn þeirra léttfeta sem hafa verið með frá upp- hafi. „Höfnin er tekin í notk- un 1917 með hafnargörð- unum og á 75 ára afmæli hafnarinnar voru skipulagð- ar kynningarferðir um hafn- arsvæðið. Sá sem stjórnaði því var Einar Egilsson sem var mjög duglegur maður og mikið í útivist,“ segir Gest- ur. Þessar gönguferðir þóttu svo skemmtilegar að ákveð- ið var að halda þeim áfram en ganga ekki aðeins um hafnarsvæðið heldur vítt og breitt um Reykjavík í viku hverri. Að sögn formannsins Guð- laugs er markmið göngu- hópsins að koma fólki út að ganga, hreyfa sig, skoða náttúruna og veita öðrum félagsskap. Gestur tekur undir þau orð og segir hálf hlæjandi: „Já, já! Hver sem er getur mætt klukk- an átta og þá er hinn sami boðinn velkominn. Það er ótakmarkaður aðgangur og engin skilyrði. Þarna eru menn sem vita svo mikið um umhverfið og borgina og allt mögulegt. Einar var mjög góður í því sko,“ segir hann og kveðst hafa orðið margs vísari í þessum göngum. „Einar gjörþekkti til dæmis allar gömlu leið- irnar til Reykjavíkur. Þær voru ekkert einfaldar því það þurfti alltaf að ganga á þurru landi, þar sem vont var að fara yfir mýri. Þess vegna var gengið eftir Bústaðahálsinum og út í Öskjuhlíð, yfir flugvallar- svæðið og út á Seltjarnar- nes. Það var ein leiðin til Reykjavíkur, en þá voru menn að fara í ver úti á Sel- tjarnarnesi,“ segir Gestur og bendir á að höfuðborg- in og nágrenni hafi breyst mikið síðan menn komu þangað gangandi og ríðandi. Gestur minnist þess að mest hafi hátt í tvö hundruð manns tekið þátt í göngu en í þeirri verst sóttu hafi ekki nema þrír látið sjá sig. Að meðaltali koma hins vegar á bilinu tíu til tuttugu manns. Útivistin er yfirleitt ókeypis en stundum tekur hópurinn sig til og gerir eitthvað sem þarf að borga fyrir. „Nýlega leigðum við okkur bát og fórum út í Engey. Það var merkilegt að koma þar því þar er svo rosalega mikið fuglalíf, enginn minkur. Þar er líka stjórnstöð fyrir stór- skotalið, sem er að vísu búið að taka græjurnar úr, en þaðan átti að stjórna vörn- um Reykjavíkur gegn árás á sjó,“ segir Gestur. Hann vonar að fjöldi meðlima í Hafnargöngu- hópnum aukist frekar en hitt og hlakkar til að sjá hve margir mæta við norð- vesturhornið á Hafnarhús- inu á morgun klukkan átta. nielsg@365.is HAFNARGÖNGUHÓPURINN: HEFUR GENGIÐ EINS OG KLUKKA Í TUTTUGU ÁR Hittast alltaf á sama horninu FRÓÐLEGAR GÖNGUR Gestur Gunnarsson við hornið góða þar sem svo margir hafa mælt sér mót síðast- liðin 20 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PÉTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.