Fréttablaðið - 19.07.2011, Síða 16
16 19. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Það er mikil áskorun að efla opinberan rekstur á tímum
niðurskurðar. Þó má ekki láta
deigan síga því rangar ákvarð-
anir valda tjóni. Við þurfum að
leita allra leiða til að fara betur
með opinbert fjármagn og gera
stjórnun ríkisins skilvirkari.
Með því að sameina ráðuneyti úr
tíu í fimm værum við einu skrefi
nær þessu markmiði.
Stjórnarráð Íslands er veik-
burða. Ráðuneytin eiga fullt í
fangi með að afgreiða erindi og
kærur innan lögbundinna fresta,
stefnumótun takmarkast við ein-
stök svið, algengt er að starfs-
menn fái verkefni sem henta
þeim illa, sérhæfingu skortir
víða og lykilþekking er því oft
bundin við fámennan hóp starfs-
manna – stundum aðeins einn
starfskraft.
Vandi okkar stjórnsýslu er
að stjórna tiltölulega fáum ein-
staklingum, sem oft eru hlaðnir
verkefnum. Raunveruleg yfirsýn
verður því afar takmörkuð.
Orðið „forgangsröðun“ verður
hjóm eitt, þar sem ekkert annað
er í „forgangi“ en hefðbund-
in (dagleg) verkefni. Á meðan
er erfitt að líta til framtíðar og
ákveða hvernig verja má opin-
beru fjármagni á sem bestan
hátt.
Það er engin töfralausn að
fækka ráðuneytum. Þó er ljóst
að um leið og ráðuneytin yrðu
fimm talsins snarbreyttist allt
samhengi Stjórnarráðsins og
ákvarðanataka yrði vandaðri.
Einingar Stjórnarráðsins yrðu
stærri og hægt væri að setja
á stofn fleiri og fjölmennari
vinnuhópa um tilgreind verk-
efni, sameining stofnana yrði
markvissari, allsherjar stefnu-
mótun væri möguleg enda allt
ákvarðanaferli heildstæðara,
mun auðveldara væri að ljúka
eiginlegum forgangsverkefnum,
einfaldara yrði að skipuleggja
átaksverkefni, frí og veikindi
starfsmanna hefðu minni áhrif á
verkefnastöðu, þekkingu mætti
miðla betur milli starfsmanna
og jafnframt yrði auðveldara
að finna starfsmönnum verk-
efni sem hæfa menntun þeirra
og reynslu.
Enginn vafi er á því að starfs-
menn Stjórnarráðsins gera sitt
besta í öllu sem þeir takast á
hendur. Ábyrgð hins opinbera
eykst hins vegar dag frá degi,
breidd verkefna er meiri en áður
og kröfur um bætt eftirlit verða
æ háværari. Sameining ráðu-
neyta ásamt innri skipulags-
breytingum, s.s. gjörbreyttri
umgjörð kærumála (þ.m.t. kæru-
nefnda), er leið sem við verðum
að skoða betur.
Margir álíta vafalaust að hug-
mynd um fimm ráðuneyti sé
óraunhæf. Ríkið er hins vegar
nánast lamað vegna fjárhags-
þrenginga og bætt stjórnun er
lykilatriði allrar enduruppbygg-
ingar.
Það er enn fremur ekkert lög-
mál að ráðuneyti verði að vera
fleiri heldur en færri.
Reykingar eru ein mesta ógn nútímans við heilbrigði fólks.
Tóbaksnotkun veldur ýmsum
sjúkdómum sem skerða lífsgæði
einstaklinga verulega, leiða til
fötlunar og ótímabærs dauða.
Notkun tóbaks er jafnframt ein af
aðaldánarorsökum á heimsvísu.
Fyrir rúmum 50 árum var fyrst
sýnt fram á skaðsemi reykinga í
langtímarannsókn. Síðan þá hafa
margar rannsóknir sýnt fram á
skaðsemi reykinga, bæði fyrir
reykingamanninn sjálfan og þá
sem eru í óbeinum reykingum.
Hóprannsóknir Hjartaverndar
hafa einnig sýnt fram á að karlar
sem reykja einn pakka eða meira
af sígarettum á dag, stytta með-
alævi sína um 13 ár, en konur
um 10 ár. Á árunum 1995-2004
voru að meðaltali 22% dauðs-
falla Íslendinga vegna reykinga
og voru konur með 3% hærri
dánartíðni en karlar sökum þess.
Þetta gerir að u.þ.b. einn Íslend-
ingur deyr á hverjum degi vegna
reykinga. Árlega deyr því fleira
fólk á Íslandi vegna reykinga,
heldur en af völdum ólöglegra
fíkniefna, áfengis, sjálfsmorða,
morða, umferðarslysa, eldsvoða
og alnæmis samanlagt.
Þrátt fyrir þetta er fjármun-
um til tóbaksforvarna verulega
ábótavant og þyrfti að auka starf-
semi tóbaksvarnar verulega til
að takast á við þessa ógn við heil-
brigði fólks. Finnsk stjórnvöld
hafa sett sér markmið að Finn-
land verði tóbakslaust árið 2040 og
mættu íslensk stjórnvöld taka sér
Finnana til fyrirmyndar. Ísland
hefur alla burði til að verða tób-
akslaust árið 2033 samkvæmt
kanadískum sérfræðingum og þá
jafnvel fyrst Norðurlandaþjóða.
Nú þarf að bretta upp ermar
og hefjast handa, en mikilvægt
er að byrja á rótinni, þ.e. fyrir-
byggja að börn og unglingar hefji
tóbaksnotkun. Sýnt hefur verið
fram á að 80% reykingamanna
byrjuðu að nota tóbak fyrir 18
ára aldurinn og því þarf að gera
allt til að börn og unglingar byrji
ekki fyrir þann aldur að fikta við
tóbak. Tóbaksvarnir í skólum eru
því mjög mikilvægur hlekkur og
má ekki vanmeta. Tóbaksvarnirn-
ar þurfa alltaf að vera í gangi og
upp í gegnum alla skólagönguna,
en ekki bara í einstaka árgöngum
og einungis sum ár. Tóbaksvarn-
ir eru einnig ekkert einkamál eða
verkefni ákveðinna aðila. Tóbaks-
varnir eiga að vera sameiginlegar
og eiga margir að koma að þeim,
eins og skólasamfélagið, heilsu-
gæslan, Landlæknir, foreldrar og
ýmis félagasamtök. Allir þurfa að
leggjast á eitt.
Nýleg skýrsla landlæknis
Bandaríkjanna sýnir að skaðsemi
óbeinna reykinga er mun meiri
en fólk hafði áður gert sér grein
fyrir. Í tóbaksreyk eru 7.000 efni
og eru 70 af þeim beint krabba-
meinsvaldandi og mörg hinna
verulega skaðleg. Öll þessi efni
fara út í tóbaksreykinn og valda
skaða hjá þeim sem anda honum að
sér. Tóbaksreykurinn er því langt
frá því að vera skaðlaus. Verum
vakandi og verndum sérstaklega
börnin fyrir óbeinum reykingum,
en þau eru mun viðkvæmari en
þeir sem eldri eru og tóbaksreyk-
urinn hefur veruleg áhrif á vöxt
og þroska barnanna. Helstu sjúk-
dómar og heilsufarsleg vandamál
hjá börnum vegna óbeinna reyk-
inga eru astmi, sjúkdómar í mið-
eyra, vöggudauði, ýmsir öndun-
arfærasjúkdómar og hvítblæði.
Ónæmiskerfi barna sem eru í
óbeinum reykingum er því veiklað
og fá þau frekar umgangspestir.
Hjá fullorðnum sem eru í óbein-
um reykingum eru helstu sjúk-
dómar lungnakrabbamein, heila-
blóðfall, ýmsir öndunarfæra- og
lungnasjúkdómar, kransæða-
sjúkdómar, brjóstakrabbamein
og ýmis vandamál tengd þungun
kvenna. Margt hefur verið gert
til að vernda fólk í vinnu sinni svo
það þurfi ekki að vera í óbeinum
reykingum og var reykingabann-
ið á veitinga-, skemmti- og gisti-
stöðum landsins eitt stærsta átak-
ið í rétta átt hvað það varðaði, en
það tók gildi í júlí árið 2007. Börn
eru hins vegar ennþá útsett fyrir
tóbaksreyk á heimilum sínum og
í bifreiðum. Þó nokkur umræða
hefur verið um að banna reyking-
ar í einkabifreiðum til að vernda
þá sem ekki reykja.
Fyrir þá sem vilja hætta tóbaks-
notkun hefur verið sýnt fram á það
að það er aldrei of seint að hætta.
Heilsufarslegur ávinningur er
alltaf einhver þegar tóbaksnotkun
er hætt, en vissulega getur tóbaks-
notkun leitt til varanlegs skaða í
líffærakerfi manna. Þrátt fyrir
það aukast lífsgæði einstaklinga
oft verulega þegar tóbaksnotk-
un er hætt, öndun verður léttari,
betra blóðflæði, þol eykst, matur
bragðast betur, lyktarskynið
eykst, minni öndunarfæraeinkenni
eins og hósti og slímframleiðsla,
svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt
er sá sem hættir tóbaksnotkun
góð fyrirmynd þeirra sem yngri
eru og hvatning annarra tóbaks-
neytenda til að hætta einnig.
Annar ávinningur er að ári eftir
að reykingum er hætt hafa líkurn-
ar á að fá hjartasjúkdóm minnkað
um helming, fimm árum seinna er
hættan á að fá hjarta- og æðasjúk-
dóma svipuð og hjá þeim sem hafa
aldrei reykt, tíu árum seinna hefur
hættan á að fá lungnakrabbamein
minnkað um helming og 15 árum
seinna er hættan á að fá lungna-
krabbamein orðin álíka mikil og
hjá þeim sem hafa aldrei reykt.
Ráðgjöf í reykbindindi (RíR)
var stofnuð í janúar árið 2000 af
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
og hefur starfað óslitið síðan, eða
í rúm 11 ár við að hjálpa fólki að
hætta tóbaksnotkun og nikótínlyfj-
um. Ráðgjafar RíR munu standa
fyrir gjörningi á hafnarsvæðinu á
Húsavík dagana 17.- 24. júlí næst-
komandi með því að setja niður
einn kross á dag, þessa átta daga,
til að minnast þeirra sem hafa lát-
ist vegna reykinga. Krossarnir
verða settir niður kl. 13 alla dag-
ana og munu ráðgjafar vera hluta
úr degi við þá og spjalla við fólk
um tóbak og tóbaksnotkun. Ráð-
gjafar eru jafnframt við símann
alla virka daga frá kl. 17-20 í 800-
6030.
Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið
hefur mjakast í þeim efnum og
stefnir í verkfall þann 22. ágúst
næstkomandi. Barátta okkar
fyrir mannsæmandi launum hefur
fengið lítinn hljómgrunn á undan-
förnum árum en nú er staðan sú
að leikskólakennarar hafa verið
samningalausir frá árinu 2009
og hafa dregist veru-
lega aftur úr viðmið-
unarstéttum. Verkfall
er ekki óskastaða og
við gerum okkur grein
fyrir því að það mun
fyrst og fremst bitna
á þeim sem síst skyldi,
þ.e. börnum og fjöl-
skyldum þeirra.
Hvað er það dýrmæt-
asta sem við eigum?
Þessu er fljótsvarað,
það eru að sjálfsögðu
börnin okkar, þau eru
fjársjóður framtíðar og
það eru þau sem ætla að
byggja upp framtíðina.
En hverju er samfélagið
tilbúið að kosta til við að varðveita
þennan fjársjóð? Ekki miklu, það
er alveg ljóst. Það er aftur á móti
tilbúið að eyða ansi háum fjárhæð-
um í vörslu peninga sem geta orðið
verðlausir með öllu á örskammri
stundu.
Starfið í leikskólanum einkenn-
ist af gleði og jákvæðni. Þetta er
yndislegt starf með frábærum
kennurum, yndislegum börnum
og fjölskyldum. Þetta er það sem
gerir starfið dýrmætt. En vert er
að hafa í huga að þetta gerist ekki
allt af sjálfu sér. Það þarf góða
stjórnun, skipulag, fagkunnáttu
og reynslu til að halda þessu mikil-
væga starfi á því framsækna stigi
sem það er.
Menntun leikskólakennara tekur
í dag fimm ár en var áður þriggja
ára nám. Leikskólakennarar hafa
verið duglegir að afla sér aukinn-
ar menntunar á mörgum sviðum,
svo sem í stjórnun, menntun ungra
barna og sérkennslu svo eitthvað
sé nefnt. Leikskólakennarar hafa
ávallt unnið starf sitt af metnaði
og hugsjón sem er vel en það eitt
og sér dugar ekki lengur. Nú er svo
sannarlega nóg komið og það er
sjálfsagður réttur okkar að starf
okkar og menntun sé metið á sama
hátt og aðrar stéttir með sambæri-
lega menntun.
Við lítum á það sem mannrétt-
indabrot að geta ekki lifað mann-
sæmandi lífi af launum okkar. Við
erum stétt þar sem konur eru í
miklum meirihluta og það verður
ekki liðið lengur að það sé sjálf-
sagt mál að kvennastéttir séu lág-
launastéttir. Nú er kominn tími til
að gera kröfur.
Það er ósk okkar að samninga-
nefnd sveitarfélaga sjái sóma sinn
í því að semja við kjaranefnd leik-
skólakennara fyrir 22.
ágúst. Það eru breyttir
tímar í þjóðfélaginu og
við vonumst til að verð-
mætamatið hafi einnig
breyst.
Við óskum eftir stuðn-
ingi ykkar allra í bar-
áttu okkar fyrir bættum
kjörum. Leikskólastigið
er grunnurinn að fram-
tíðinni, það er það sem
við byggjum á, sá grunn-
ur þarf að vera sterkur.
Það erum við leikskóla-
kennarar í samvinnu við
foreldra, sem og samfé-
lagið í heild, sem berum
ábyrgð á að sá grunnur
sé eins sterkur og mögulegt er.
Við skorum á stjórnvöld og sam-
félagið í heild að íhuga af alvöru
þetta óréttlæti sem okkur hefur
verið sýnt, taka afstöðu með okkur
leikskólakennurum og standa vörð
um þetta mikilvæga skólastig.
Stöndum saman.
Börnin eru gullnáma. Hlutverk
hinna fullorðnu er að fá gullið til
að glóa.
(Loris Malaguzzi)
Fyrir þá sem vilja hætta tóbaksnotkun
hefur verið sýnt fram á að það er aldrei
of seint að hætta. Heilsufarslegur ávinn-
ingur er alltaf einhver þegar tóbaksnotkun er hætt
Við óskum
eftir stuðn-
ingi ykkar
allra í bar-
áttu okkar
fyrir bættum
kjörum.
Vandi okkar
stjórnsýslu er að
stjórna tiltölulega fáum
einstaklingum, sem oft
eru hlaðnir verkefnum.
Vegna mistaka birtist meðfylgjandi línurit ekki með grein Krist-ins M. Ársælssonar, Akademísk aðskilnaðarstefna. Greinina með
línuritinu má lesa á Vísi.
Árétting
Einn Íslendingur deyr daglega
Sameining ráðuneyta í fimm
Það dýrmætasta
sem við eigum?
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
1994 1998 2000 2005 2010
Hlutfall fastráðinna kennara á nemendur við HÍ
1994-2010
Kjaramál
Heiða Ingólfsdóttir
leikskólakennari
Magnea Sif
Einarsdóttir
leikskólakennari
Sigurbjört
Kristinsdóttir
leikskólakennari
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
leikskólakennari
Heilbrigðismál
Jóhanna S.
Kristjánsdóttir
verkefnisstjóri RÍR
Stjórnmál
Ólafur Reynir
Guðmundsson
lögfræðingur
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt.