Atli - 01.06.1944, Blaðsíða 4
Það er mikið og verðugt hlutverk aö auka búmenntun íslenzka bónd-
ansr en slíkt verður ekki ge^t meö því aö láta hann flétta reipi og ko-
nu hans spinna á rokk.
bað væri gleðiefni ef Lækjamótafrúin og liðsmenn hennar rumskuðu
og uppgötvuðu að við lifum á 20. öldinni - öld vélnýtninnar, öld hinna
stóru möguleika - og í ónumdu landi.
Rögnvaldur Guð jónss on.
-o-o-o-o-o-o-o-
STARFSSVIÐ DYRALÆKRA Á ÍSLAIJDI.
Dýralæknar hafa aidrei verið fjölmenn stétt á Islandi. Lengi var
aðeins einn dýralæknir á landinu og stóð svo fram yfir seinustu alda-
mót; síðan urðu þeir 3 og seinna 6; nú sem stendur eru þeir aðeins 5.
Sökum fámennis og llka vegna þess að þeir bjugguhver á sinu landshorni}
gátu þeir ekki látið til sín taka sem skyldi. Fámenni stéttarinnar er
eðlileg afleiöing af fátækt landsmanna, dreifbýlinu og tiltöluiega
lágu verði biífjár á Islandi. Þar við bætist inngróin trú sumra manna
á það að lítið gagni að sækja lækni handa sjúkri skepnu. Oft reyna
þó þessir sörnu menn ýmsar skottulækningar á búfé sínu, margar þeirra
eru auðvitað fáráðlegar og oft blátt áfram skaðlegar. Þó virðast sllk-
ar lækningatilraunir smátt og smátt leggjast niður í þeim héruö\im, þar
sem tiltölulega auðvelt er að ná til dýralæknis. Fjöldi bænda kann þó
enn eigi að meta gagnsemi þá, sem aðstoð dýralæknis getur verið, og
er lítib við því ab segja, því að flestir þeirra eru aldir upp, þar
sem ómögulegt var að ná til læknis. Meðan Island er eins dreifbýlt og
nú, verður væntanlega aldrei hægt aö gefa nema íbúum þéttbýlustu hér-
aða landsins kost á að njóta aðstoöar dýralæknis.
A Islandi eru nú 41.800 nautgripir, 61.500 hross og 649.000
sauðfjár. 1 Iíoregi koma ca 3.300 nautgripir, 500 hross, 1000 svin,
4000 sauðfjár og 1000 refir á hvern dýralækni. I Danmörku ca 3.000
nautgripir, 500 hross, ca 2.500 svín á hvern '-praktiserandi" dýralækni.
Ef þessar töl\xr nágrannaþjóða okkar eru bomar saman við þann búf jár-
stofn, sem nú er á Islandi, má ætla að ca 10 dýralæknar gætu þrifizt
á Islandi við almenn dýralæknastörf. Sé gert ráð fyrir 10 dýralæknum
koma ca 4.100 nautgripir, ca 6.100 hross og ca 65.000 sauöfjár á hvern
dýralækni, og ætti það að vera nægilegt starfssvið fyrir hvern þeirra,
þegar þess er gætt, að þeir eru launaðir af ríkinu að nokkru leyti.
Þeim dýralæknisembættum, sem þarf að bæta við þau semfyrir eru, verð-
ur að koma fyrir, þar sem þéttbýlast er, svo að sem flestir geti not-
ið aðstoðar þeirra. Hvar þessi dýralæknisembætti ættu að vera er erf-
itt að segja nú, taka verður í þvi efni fyrst og fremst tillit til
greiðra samgangna, gripafjölda o.þ.u.l.
Þessi hópur manna ætti svo, eftir því sem auðið er, að liðsinna
bændum, ef sjúkdóm ber að höndum í bústofni þeirra, sem og leggja á
ráð um, hvernig hjá ýmsum sjúkdómum megi komast. Heppilegast væri aö
þessir dýralækir'r yrðu launaöir að svo miklu leyti af opinberu fé, að
þeir þyrftu aöeins að taka væga borgun fyrir læknisaðgerðir. Það myndi
hafa x för með sér að þeirra yrði oftar og fyrr vitjað en ella; en þaö
vill brenna við að dregið sé um of að vitja læknis og er það oftast