Atli - 01.06.1944, Blaðsíða 11
- 11 -
Þar af var flutningskostnaöur 4 krónur. Erlendis hefur pokinn kostað
18 krdnur og ef við ættum að selja áburöinn fyrir þaö verö erlendis
og borga af því flutningskostnað, sölulaun, tolla og fl. gætum við
ekki fengið nema 10-12 krónur fyrir pokann. Nei, það gengur ekki".
"Eins og þú sennilega veizt, höfum við notaö um 25.000 sekki af
köfnunarefnisáburöi. Ef n\í notkunin ferfaldaöist, sem ekki er dsenni-
legt ef verk8miÖjan verður reist í landinu, yrði þá ekki ddýrara aö .
framleiöa hverja einingu áburðar, og hvað heldur bá að það myndi muna
miklu?"
"Þessu er mjög erfitt aö svara í fljdtu bragði, en mér er næst
aö halda af samanburði við ýmsar aðrar framleiðslugreirxar, að við
framleiðsluaukningu frá 25.000 til'100.000 poka muni kostnaðurinn
minnka um 15 til 25$".
"Hvernig myndu átgjöldin skiptast á milli hinna ýmsu kostnaðar-
liöa?".
"Ef gert er ráð fyrir aö framleitt verði 10 þásund tonn af kalk-
ammon myndu átgjöldin skiptast eitthvað á þessa leiö: Vinnulaun 15$>
örlca 15$» hráefni 10$, vextir og afborganir 355ö, sölu-og stjórnar-
kostnaður o.fl. 15$ og ýmislegt 10$.
Tölur þessar hef ég frá dætlun þeirri, sem gerð var á Islandi
áriö 1935 fyrir 2.500 tonna verksmiöju, og hef ég breytt þeim nokkuð
til samræmis við 10.000 tonna framleiöslu. Mér virðast þær sennilegar
en vil þé enga ábyrgð á þeim bera",
"Yrði þetta ekki smáverksmiöja á heimsmœlikvaröa, og þekkjast
sjálfstæöar verksmiðjur sem framleiða ekki meira?"
"Víst yrði þetta smá framleiösla. Erlendis er áburðarframleiösla
í höndum stárra heimshringa. En þaö er eftirtektarvert að jafnvel
þessir stéru heimshringar reka sumstaöar verksmiöjur, som fraraleiða
ekki meira en 100.000 poka af áburði á ári.
Þvl má eklci gleyma að enda þótt þessar smá verksmiöjur framleiöi
dálltiö dýrar hverja einingu, þá getur ýmislegt vegið upp á móti eins
og t.d. flutningskostnaður o.fl. Heima ætti framlciöslan rétt á sér
><5 aö hver poki yröi 4 kr. dýrari en erlendis, þar eð flutningskostn-
aöurinn nemur því".
"Mér skilst aö þá hafir trá á því aö tekniskt séð höfum við gdð
skilyröi til áburðarframleiðslu á Islandi".
"Þaö er ekki hiogt að gorta af því að við höfum sérstaklega góö
akilyröi til áburöarframlciöslu. En við getum fengiö ódýra raforku,
og er þaö mikill ko3tur þegar þess er gætt aö viö höfum eklci kol til
framleiöslunnar. Kalkhfcáefnin eru sennilega ekki sérlcga góð en þó
nothæf.
Þaö sem réttlætir framleiöslu köfnunarefnisáburöar á Islandi er
þaö, aö flutnings- og vunskipunarkostnaöur innflutts áburöar er allt
of mikill hluti af verði áburöarins komnum 1 höfn. Enn fremur myndi
sparazt töluvert mikill gjaldeyrir ueö því. Auk þess gefur rekstur
slíkrar verksmiöju tækifæri til þesa aö þjálfa hinn unga íslenzka
iönaö, sem allir eru vist sammálu un aö viö þurfUm aö auka og bæta".
Hjalti Gestsson.