Atli - 01.06.1944, Blaðsíða 7

Atli - 01.06.1944, Blaðsíða 7
.. - . - 7 - Enn eru mörg starfssvið dýralækna <5talin og skal hér lauslega drepiö á nokkur þeirra.Meu logumcrk;jöteftirlit faliö dýralæknum. Eft- irlit þetta er ekki einungis nauðsynlegt vegna heilsu landsmanna heldur einnig vegna sölu kjöts úr landinu. I flestum þeim löndum, sem kaupa kjöt fra Islandi, er þess gætt með sérstakri athygli að skoðun sé í bezta lagi.á innfluttu kjöti. Þurfa misbrestir ekki að vera marg- ir eða stórir til þess aö aöfinslur og óánægja komi fram. Því er þýð- ingarmikið að málum þessum sé vel fyrirkomið. Þar sem slátrun sauðfjár á Islandi er þann veg háttaö, að hún fer hartnær öll fram á 2 mán. geta dýralæknar eigi annast alla kjöt- skoðum og er hún því að nokkru leyti falin læknum. Þetta veröur eðli- lega að teljast miður heppilegt, þar eö lækna vantar þekkingu og inn- sýn í bufjársjúkdóma á borð við dýralœkna. Fyrirkomulaginu verður þd naumast breytt eins og aðstæður eru, og því eigi annaö að gera en að kenna læknum kjötskoöun eins vel og unnt er, og fcila dýraluknum að öðru leyti eftirlit með skoðun þeirra eins og við verður komið. Annað hlutverk slátrun viövlkjandi, er eftirlit meb, að ýtrasta hreinlæti sé viðhaft viö slátrun og alla méöferð kjötsins, sem og að öll meðferð og aflífun sláturdýra sé sem mannúðlegust. Með þvi að fara hreinlega me.Ö kjötið og láta sláturdýrin vera afþreytt við slátrunina, eftir þvi sem auðið er, heldur kjötið sér lengur og verð- ur betra; gildir þetta jafnt um fryst kjöt og kjöt, sem selt er 6- frosið. Eftirlit með dýrum,' sem flutt eru lifandi \ír landi, er einnig falið dýralæknum. Hingað til hefur einungis veriö tekið tillit til heilbrigði, axdurs og holdafars; æskilegt væri að framvegis yrði lögð meiri áherzla á stærö, útlit og tamningu en hingað til hefur verið gert, og mætti þá fela slíkt eftirlit dýralælcni og ráðunaut í samein- ingu. Víðast hvar mun mjólkureftirlit vera töluvert skemmra á veg kom- ið en kjöteftirlit, og þ<5 er reynslan víðast hvar su aö sjtíkddmar ber- ast oftar með mjólk en kjöti. Nú kunna margir aö álíta, aö sé mjólkin gerilsneydd, gildi einu hvernig meö hana er fariö aö öðru leyti. Þetta er algjör misskilningur. Það eru viðurkennd sannindi, aö gdða mjólk og mjólkurafuröir er því aöeins hægt að fá, aö vel og hreinlega sé með hana farið, allt frá því er hún kemur úr kunni þar til hún er á borði neytandans. Hér er fyrst og fremst nauösynlegt að kenna fólki nægilegt hreinlæti við mjaltir og meöferö mjdlkuríláta. Eftir því sem bæir á Islandi stækka og mjdlkurflutningar lengjast, verður nauðsyn- legt að leggja aukna áherzlu á hreinlætið. Hér liggur fyrir erfitt upplýsingar- og utbreiöslustarf, sem sjálfsagt verður leyst á beztan hátt meo samstarfi ráðunauta og dýralækna, þannig að þeir hefji i sameiningu stríö gegn hiröuleysi og vanþekkingu margra mjdlkurfram- leiðenda. Eigi vil ég láta hjá líða að fara örfáum orðum um hina þrálátu júgurbdlgu, sera öllum er vel kunn sem við mjaltir hafa fengizt. Þessi kvilli virðist næsta meinlítill en veldur þ<5 mun meira tjóni en flesta grunar. Kýrnar mjólka minna (ca 30?0 á þeim spenum sem sjúkir eru, mjdlkin verður verri (minni mjdlkursykur og kasein) og oft goldast kýrnar alveg að lokum á einum eöa fleiri spenum.

x

Atli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Atli
https://timarit.is/publication/676

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.