Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.08.2011, Qupperneq 12
12 9. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR Ögmundur Jónassonar ritaði grein (Fréttablaðið 4. ágúst sl.) sem átti að vera andsvar við greinarkorni mínu í sama blaði, tveim dögum fyrr. Ögmundur kýs að feta gamalgrónar götur íslenskr- ar umræðuhefðar. Hann fjallaði ekki um meginmálið, en lét gamm- inn geysa um andúð sína á ESB, þótt grein mín komi lítið sem ekk- ert inn á það fyrirbæri. Grein mín var tilraun til að finna skýringu á samstöðu „ysta vinstris ins“ og „nýfrjálshyggjunnar“ í afstöðu þeirra til þjóðríkisins. Það var þessi leit sem var meginmál – ekki ESB. Það getur trauðla verið tilviljun að hnífurinn gangi ekki á milli þeirra skoðanahópa, sem skilgreina sig lengst til hægri og vinstri í íslensk- um stjórnmálum, þegar kemur að málefnum þjóðríkisins. Því miður víkur ráðherrann ekki að þessu áhugaverða umræðuefni, sem það vissulega er, þegar andstæðar fylk- ingar taka höndum saman, stofna félag og vinna eftir sameiginlegri verkefnaskrá. Það er í reynd merki- legt bandalag. Einhverjar rætur eru sameiginlegar. Ég taldi mig finna þær í sömu sýn þeirra á ein- staklinginn (heimspeki ÞÓ ), þó á ólíkum forsendum sé, sem ég gerði grein fyrir. Þessi sameiginlega sýn þeirra á stöðu einstaklingsins leiddi til sambærilegrar sýnar á þjóðrík- ið og þar með stöðu þess í úthafi hnattvæðingarinnar og tók ég ESB sem dæmi. Þar með var ég ekki að segja að þeir væru skoðanabræður á öllum sviðum. Þetta „heimspeki- lega“ sammat þeirra leiddi þá hins vegar saman í málefnum þjóðrík- isins. Mér var í lófa lagið að taka fleiri dæmi, en lét þar við sitja. Séð hef ég köttinn syngja á bók … Það hefði verið fengur af að fá frasalausar hugleiðingar Ögmundar um þetta. En hann kaus að leiða hjá sér vangaveltur mínar en fór þess í stað á þeysireið um víðlendur Evr- ópuumræðunnar. Það gerir hann af mikilli sannfæringu, en hún er, eins og Nietzsche sagði, sannleik- anum hættulegri óvinur en lygin. Enda hallar hann víða réttu máli í ákafa sínum við að koma höggi á ESB-ófreskjuna. Í grein minni birti ég efnislega tilvitnun í Ögmund, þar sem hann sagði að það væru ekki ákvarðanirnar sjálfar hjá ESB sem hann setti sig upp á móti, held- ur það, að við Íslendingar tækjum ekki þessar ákvarðanir. Nú segir hann andstöðu sína annars vegar byggjast á lýðræðisskorti ESB og hins vegar þeirri nýfrjálshyggju sem þar ríkir. Það er nú svo. Hér sveigir hann vendilega út af sporinu þótt áttin sé lík. En gott og vel. Við skulum fyrst ræða nýfrjálshyggjuna í ESB. Nýfrjálshyggja er, í stuttu máli, hömlulítið eða hömlu- laust markaðskerfi. Hvar finnur hann þess merki innan ákvarð- ana á vegum ESB að þar sé unnið innan umgjarðar nýfrjálshyggju? Lítur hann á markaðsbúskap og samkeppniseftirlit sem nýfrjáls- hyggju, en markaðsbúskapur og frjáls vöruskipti eru forsenda aðildar að ESB. Nýfrjálshyggja er efnahagsstefna en ESB hefur enga efnahagsstefnu vegna þess að sú stefnumótun er ekki í verkahring ESB. Það eru hin sjálfstæðu þjóðríki sem hvert um sig móta sína eigin efnahagsstefnu. Það má vissulega til sanns vegar færa að hjá sumum bandalagsþjóðum hafi verið rekin tegund að frjálshyggju s.s. Bret- landi, Írlandi, og í ýmsum ríkjum Austur-Evrópu. Í öðrum þjóðríkj- um hefur hún ekki blómstrað s.s. á Norðurlöndum og Þýskalandi. Þeim vegnar líka best. Það var þetta „lít- ilmótlega“ sjálfstæði þjóðríkjanna innan ESB sem leiddi sum þeirra til að prófa nýfrjálshyggjuleiðina og fengu á baukinn. Hnattvædd fjármálaviðskipti eru hins vegar rekin í anda frjálshyggju um allan heim. Hrun bankanna hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir afkomu einstaklinga og þjóða. Sú ríkisstjórn sem Ögmundur situr í hefur eytt hlutfallslega meiru í „björgunaraðgerðir“ til banka og sparisjóða en ríkisstjórnir flestra ESB-landa, höfum við þó yfrið nóg af hvoru tveggja. Ber það merki um nýfrjálshyggju ríkisstjórnar Íslands? Á þessu sviði gerir ESB ekkert annað en það sem þjóðrík- in vilja, enda koma peningarnir þaðan. Að nýfrjálshyggjan sé ein- kennandi fyrir ESB er uppspuni og bull, en bítur eflaust vel í vinahópi Ögmundar, því gömul ósannindi eru alltaf vinsælli en nýr sannleikur. … og selinn spinna hör á rokk Ég deili með Ögmundi Jónassyni um mikilvægi lýðræðis og sjálf- stæðis. Það er lýðræðishalli innan ESB hvað varðar stöðu Evrópu- þingsins. Það vita allir. Allar póli- tískar ákvarðanir innan ESB eru hins vegar teknar af fulltrúum lýðræðislega kjörinna þjóðþinga, kollegum Ögmundar. Þjóðþingin kvarta sum undan því að ráðherr- arnir taki ákvarðanir án þess að bera þær undir þjóðþingin. Það er heimatilbúið, sem við heyrum oft hér á landi einnig. Svokallaður lýðræðishalli innan ESB er tilkominn vegna þess að ekki mátti skerða fullveldisrétt þjóðþinga bandalagsþjóðanna, og pólitískar ákvarðanir því skildar eftir þar. ESB er ekki ríki, ekki einu sinni fjölþjóðlegt ríki. Hvað með sjálfstæðið? Eru Danir, Svíar og Frakkar ekki sjálfstæðar þjóð- ir? Líta þeir á sig sem ófrjálsar þjóðir, sem stjórnað er af bákninu í Brussel? Það er af og frá, en þeir deila fullveldinu með öðrum nágrannaþjóðum. Í stað þess að reyna með tvíhliða samningum að koma skikk á sameiginleg mál, sem sífellt verða fleiri, ákváðu þær að mynda bandalag og deila með sér fullveldinu á tilteknum sviðum, sem hvort sem er, var óhjákvæmilegt að semja um. Inntak þess sjálfstæðis sem þeir una glaðir við nú, er ekki það sama og ríkjandi var í Evrópu fram yfir lok síðari heimstyrjald- ar. Færa má gild rök fyrir því að litlu þjóðirnar hafi með þessu fyrir- komulagi öðlast áhrif og völd gagn- vart stóru þjóðunum sem áður var óhugsandi. Litlu þjóðirnar hafa í fyrsta sinn í sögu Evrópu í fullu tré við gömlu yfirgangsseggina, vegna þess að stóru þjóðirnar deila sínu volduga fullveldi, geta ekki beitt sér að vild. Fyrrum jafngilti tillit- semi og skilningur á afstöðu ann- arra þjóða sem óþolandi afsláttur af fullveldi stórvelda gömlu Evr- ópu. Í hnattvæddum heimi duga hvorki ástarjátningar, hatur né til- búin leiktjöld sem leiðarljós inn í framtíðina. Ef okkur á að vegna vel á tuttug- ustu og fyrstu öld verðum að endur- meta margt af því sem við héldum áður að væri óbifanlegt. Þjóðríkið verður enn um sinn a.m.k. burðarás pólitískra ákvarðana, en ekki með sama hætti og áður var. Sem lítil þjóð verðum við, eins og aðrar litl- ar og miðlungs þjóðir að velja okkur bandamenn. Það skýtur mér óneit- anlega skelk í bringu til framtíðar þegar Ögmundar Jónasson jafnar ESB við gamla sovétið. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur á ystu nöf Stjórnlagaráð hefur skilað þjóð og þingi heildartillögum að nýrri stjórnarskrá. Nú þarf að hefjast upplýst og vönduð umræða um tillögurnar. Fjölmiðlar hafa þar ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Þeir mega ekki gína við úrtölum gagnrýnislaust. Haukur Arnþórsson stjórnsýslu- fræðingur hefur haft uppi hörð orð um fyrirkomulag um kosning- ar til Alþingis í tillögum stjórn- lagaráðs. Málflutningur hans í fréttum á Stöð 2 hinn 6. ágúst undir fyrirsögninni „Persónu kjör án kjördæma marklaust“ verður hér gerður að umtalsefni. Flokkar og fólkið Möguleikar kjósenda til að velja sér þingmenn fóru síminnkandi alla síðustu öld. Kjósendur standa nú aðeins frammi fyrir pakka- lausnum í formi fyrirskrifaðra lista. Í stjórnlagaráði kom strax upp vilji til verulegrar bragarbót- ar, þeirrar að leyfa kjósendum að ráða sem mestu um það hverjir veldust til þingsetu. Mörg okkar skynjuðum sterkan vilja meðal fólks í þessa veru, m.a. á Þjóðfund- inum 2010, og velflestir fulltrúa í ráðinu höfðu persónukjör eitt meginmarkmiða sinna við fram- boð til stjórnlagþings. Skipun þingmanna í samstæða hópa, flokka, er að flestra dómi gagnleg, jafnvel nauðsynleg. En þó tókst okkur í stjórnlagaráði prýðilega að ná saman án þess að skipa okkur í fylkingar. Fullyrt er að með persónukjöri sé verið að grafa undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlönd- um þar sem alfarið eru kosnir ein- staklingar en ekki flokkar, en það er í Finnlandi og Írlandi. Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það van- virt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en geti nær engu ráðið um hverjir veljast á þing? Óbærilegur stöðugleiki Haukur telur það hættulegt að kjós- endur geti valið sér þingmannsefni þvert á flokka. Fyrst er því til að svara að í tillögum stjórnlagaráðs er þetta ekki gert að skilyrði. Alþingi er heimilað að takmarka val kjós- enda við menn úr sama flokki. En segjum svo að kosninga- lög leyfi val þvert á flokka og að kjósandi velji sér þrjá frambjóð- endur, tvo úr flokki A en einn úr flokki B. Atkvæði hans skiptist þá í sama hlutfalli milli þessara tveggja flokka. Nú verður kjós- andinn fyrir vonbrigðum með aðalflokk sinn, flokk A, og hefn- ir sín í næstu kosningum með því að hafa endaskipti á atkvæðinu, velur aðeins einn úr A-flokki en tvo úr B-flokki. Haukur segir þá illt í efni þar sem aðeins fær- ist þriðjungur úr atkvæði kjós- andans á milli flokka. Ef kjós- andanum hefði ekki verið leyfð sú fásinna að skipta atkvæðinu hefði hann í fyrri kosningunni kosið A-flokkinn alfarið og síðan farið í fýlu og kosið B-flokk- inn, aftur með heilu atkvæði. Þannig dragi persónukjör úr fylgissveiflum. Rök finnast ekki, aðeins hugar- dæmi af þessu tagi. Það er auð- velt að búa til dæmi í öndverða átt svo og reiknidæmi sem sýna ýmist minni eða meiri sveiflur. Kosningaréttur kvenna ógn? Kjósendum í þingkosningum stórfjölgaði á árabilinu 1915-20 að mestu vegna þess að konur fengu kosningarétt. Sérfræði- haukar hefðu örugglega varað við og sagt þetta stórhættulegt. Með ríflega tvöföldun á tölu kjósenda væri viðbúið að drægi úr fylgi- ssveiflum. Áður hefði húsbónd- inn á heimilinu ýmist kosið A- eða B-flokk og þar með sveiflað fylgi flokkanna tveggja til og frá. Nú gæti svo farið að eiginkonan væri ávallt annarrar skoðunar en hann og hringlið í vinnuhjúunum, sem fengju nú að kjósa, bætti ekki úr skák. Stöðugleikinn yrði óbærileg- ur, aukinn kosningaréttur væri því hættulegur þingræðinu. Er jafn kosningaréttur mannrétt- indabrot? Haft er eftir Hauki í sjónvarps- viðtalinu að það sé mannréttinda- brot að fella niður kjördæmin, sérstaklega ef um leið er viðhaft persónukjör. Vera má að spyrjand- inn hafi klippt viðtalið sundur og saman eða misskilið orð Hauks, en það sem haft er eftir honum í beinum og óbeinum orðum verður vart skilið á annan veg en þann að það sé brot á rétti fólks að jafna kosningaréttinn hvort sem það er gert með því að gera landið að einu kjördæmi eða á annan veg. Stjórnlagaráð krefst ekki afnáms kjördæma. Á hinn bóginn er það ótvíræð krafa stjórnlaga- ráðs að „atkvæði kjósenda alls staðar á landinu veg[i] jafnt“ eins og segir í frumvarpi ráðsins. Kjós- andi á ekki að fá helmingi meiri rétt við það eitt að bregða búi og flytja frá öðrum enda Hvalfjarðar- ganga til hins eins og nú er. Hauk- ur virðist réttlæta slíka mismunun með því að laun á landsbyggðinni séu helmingi hærri en á höfuð- borgarsvæðinu. Forsenduna um launamuninn verður að draga í efa, en þó svo hún væri rétt eru rökin ótæk. Mannréttindi, eins og kosningaréttur, mega hvorki ráðast af launum né auði. Rétt og rangt um kosninga- kerfi stjórnlagaráðs Stjórnmál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Allar pólitískar ákvarðanir innan ESB eru hins vegar teknar af fulltrúum lýðræðislega kjörinna þjóðþinga, kollegum Ögmundar. Ný stjórnarskrá Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Mannréttindi, eins og kosninga- réttur, mega hvorki ráðast af launum né auði. Hvað er Ramadan? Ramadan er níundi mánuður-inn í tímatali Íslam, en hver mánuður er 29 til 30 dagar og miðast við mánann eins og orðið mánuður segir til um. Í ár hófst Ramadan 1. ágúst á nýju tungli og lýkur 29. ágúst. Í Ramadan fasta múslimar, þ.e.a.s. þeir borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Þar sem mánuðirnir og árin eru styttri en í því tímatali sem Vesturlandabú- ar þekkja færist Ramadan til frá ári til árs. Að ári hefst Ramadan því 20. júlí og stendur til 18. ágúst. Múslimar fasta ekki til að kvelja sjálfa sig heldur til að temja sér þolin- mæði, huga að and- legum verðmætum og hlýðni við Guð í minningu þess að það var í þessum mánuði sem spá- maðurinn Múhameð fékk fyrstu vitranir sínar frá Guði, sem skráðar eru sem fyrstu versin í Kóran- inum. Í þessum mánuði biðjast múslimar oft meira fyrir en venjulega og eru örlátari í ölm- usugjöfum, en gjafir til þeirra sem minna mega sín eru ein af fimm stoðum Íslam, ásamt föstunni, bæninni, trúarjátn- ingunni og pílagrímsferðinni (ef efnahagur leyfir). Föstur þekkjast í mörgum trúarbrögðum í mismunandi myndum. Kaþólska kirkjan breytti nafni Freyjudags eða Frjádags til dæmis hér á landi í föstudaga, en þá áttu menn að halda sig frá kjöti. En eins og áður sagði er fastan aðeins yfirborðið því kjarninn er leitin inn á við og viðleitni til að ýta frá sér reiði, öfund, losta, ofbeldi og illu umtali en huga þess í stað að því góða og göfuga. Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undanskil- in, konur með börn á brjósti, ófrískar konur og gamal- menni. Í ár er víst að hugur margra múslima á Norðurlöndum verður við ódæðisverkin í Nor- egi, sem unnin voru af ótta við Íslam og andúð á múslimum. Þegar fréttir bárust af spreng- ingunni í Ósló komu strax upp getgátur um að öfgasinnaðir múslimar væru að verki. En þegar hryllingurinn í Útey varð ljós beindist grunurinn að öfga- hægrimönnum og svo kom í ljós að morðing- inn var heimamaður sem lítur á sig sem kristinn riddara í heil- agri krossferð gegn múslimum í Evrópu. Við vitum að brengl- aðar hugmyndir morðingjans eiga sér lítinn hljómgrunn meðal víðsýnna og friðelskandi Norður- landabúa. Við dáumst líka að viðbrögðum Norðmanna sem krist- allast kannski best í bréfi Ívars Benjamíns Östebö, sem komst af í Útey, til morðingjans: „Þú sameinaðir fólk um allan heim. Svarta og hvíta, karla og konur, börn og fullorðna, rauða og bláa, kristna og múslima.“ Með stofnun Menningarset- urs múslima vonumst við til að geta aukið þekkingu manna á Íslam og gagnkvæma vináttu og skilning manna af ólíkum trúarbrögðum. Í Ramadan reynum við sjálf að verða betri menn og bæta þar með um leið og auðga samfélagið. Að mán- uðinum loknum tekur síðan við mesta hátíð okkar, Eid al-Fitr, þegar við gleðjumst saman í þakklæti fyrir allt það góða sem við eigum. Trúmál Karim Askari formaður Menningar- seturs múslima á Íslandi Fastan nær þó ekki til allra því börn eru undan- skilin, konur með börn á brjósti, ófrísk- ar konur og gamalmenni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.