Fréttablaðið - 09.08.2011, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING Skólar & námskeið9. ÁGÚST 2011 ÞRIÐJUDAGUR 5
Menntastoðir. Dag- og kvöldnám (400 klst.). Hefst 22. ágúst 2011
Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna
til áframhaldandi náms. Námið í Háskólastoðum tekur um sex mánuði
(staðnám) og 10 mánuði (síðdegisnám) og gefur um 50 einingar inn
í Háskólabrú Keilis. Helstu námsgreinar eru stærðfræði, íslenska, upp-
lýsingatækni, enska og danska.
Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum (200 klst.). Hefst í
september 2011
Um er að ræða 200 klukkustunda námsleið sem tekur mið af námskrá
framhaldsskólanna. Námsgreinar eru íslenska 102, enska 102, danska
102 og stærðfræði 102 og 122.
Skrifstofuskólinn. Dag- og kvöldnám
Hefst í september 2011. Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki sem hefur
stutta, formlega skólagöngu að baki. Tilgangur námsleiðarinnar er
að takast á við almenn skrifstofustörf og tölvunotkun og stuðla að
jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms.
Sterkari starfsmaður. Dagnám (100 klst.). Hefst í september 2011
Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er ætlað fólki á
vinnumarkaði sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og
auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Tilgangur námsleiðarinn-
ar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að
jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, sam-
skipta og símenntunar og gera þá að eftirsóknarverðari starfsmönnum.
Fagnámskeið 2 (40 klst.). Hefst í október 2011
Nám fyrir ófaglærða starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Tilgangur námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til
áframhaldandi náms, auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu
og auka gæði í starfi.
Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun (40 klst.). Hefst í október
2011
Námsleiðin er ætluð starfandi fólki með stutta skólagöngu sem á við
lestrar- og ritunarerfiðleika að stríða.
Félagsliðabrú. Hefst 22. ágúst 2011
Nám og kennsla á félagsliðabraut – BRÚ fer fram í síðdegis- og í
dreifnámi. Námið er skipulagt fyrir einstaklinga sem eru orðnir 22 ára
og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Að auki þurfa þeir að
hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitar-
félaga eða annarra aðila sem sjá um námskeiðahald. Innihald námsins
er félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar og
öldrunarþjónustu.
Stuðningsfulltrúa-, leikskóla- og skólaliðabrú. Hefst 23. ágúst
2011
Námið í BRÚ er kennt eftir námskrá frá menntamálaráðuneytinu og
gefur einingar á framhaldsskólastigi miðað við aðalnámskrá framhalds-
skóla. Það er skipulagt fyrir einstaklinga sem eru orðnir 22 ára og hafa
að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu og hafa lokið starfstengdum
námskeiðum eða sí- og endurmenntun í allt að 220-230 klukkustundir.
Þátttakendur útskrifast með viðurkennd starfsheiti að námi loknu.
Í námsverinu á Dalvík verða eftirtaldar námsleiðir í boði:
• Skrifstofuskólinn – kvöldnám
• Grunnmenntaskólinn
• Landnemaskólinn
Tilgangur skólans er að auðvelda fólki af erlendum uppruna að
aðlagast íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Í náminu er lögð
áhersla á íslenskt talmál og nytsama samfélagsfræði.
Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur íslensku
að móðurmáli.
SPENNANDI LENGRI NÁMSLEIÐIR
Náms- og starfsráðgjöf
Þeir sem vilja efla sig með frekara
námi, en eru kannski óvissir um
hvar það sé best þá býður SÍMEY
upp á þjónustu náms- og starfs-
ráðgjafa miðstöðvarinnar. Allir geta
nýtt sér hana að kostnaðarlausu og
fengið aðstoð við að ákveða næstu
skref. Hlutverk náms- og starfsráð-
gjafa er að veita fólki upplýsingar
um nám og störf og aðstoða við að
finna nám, sí- og endurmenntun
og starfsvettvang við hæfi. Einnig
aðstoð við að meta stöðuna, áhuga
og hæfni og gera heildstæða
áætlun um mögulegar leiðir. Góð
hvatning sem getur haft úrslitaáhrif
þegar tekist er á við ný verkefni.
Fyrir atvinnuleitendur
Vinnumálastofnun má styrkja
atvinnuleitanda sem er tryggður
innan atvinnuleysistrygginga-
kerfisins vegna þátttöku hans
í starfstengdu námi eða nám-
skeiði sem viðurkennt er sem
vinnumarkaðs úrræði, sbr. a- og
d-lið 1. mgr. 12. gr. laga um
vinnumarkaðsaðgerðir. Styrkurinn
skal að hámarki nema 50% af
námskeiðsgjaldi en þó aldrei hærri
en 70.000 kr. á önn eða á hverjum
þrettán vikum. Skilyrði fyrir veit-
ingu styrks skv. 1. mgr. er að hið
starfstengda nám eða námskeið
nýtist atvinnuleitandanum beint
við atvinnuleit að mati ráðgjafa
Vinnumálastofnunar og er til þess
fallið að skila honum árangri við
að finna sér starf.
Styrkir
Styrkjamöguleikarnir eru með
mismunandi hætti eftir félögum.
Ákveðin stéttarfélög styrkja félags-
menn sína sem eru í 100% vinnu
um allt að 75% af námskeiðs-
kostnaði eða að hámarki 60.000
kr. á ári.
Dæmi: Enska fyrir konur.
Námskeiðsgjald er 29.500 kr.
Stéttarfélag greiðir allt að 75%
sem jafngildir 22.125 krónum og
eftir standa 7.375 krónur sem
einstaklingurinn greiðir sjálfur.
NÁMS OG STARFSRÁÐGJÖF OG NIÐURGREIÐSLA Á NÁMSKEIÐUM
Rosalega góður félagsskapur
„Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum
þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af
stað.“ segir Ágústína Söebech, sem unnið
hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár.
„Við erum þrjár þaðan í skólaliðabrúnni
hjá SÍMEY og auk þess sem þar er einn
skólaliði úr Síðuskóla. Við sáum námið
auglýst og stöppuðum stálinu hver í aðra.“
Hún segist hafa farið af stað með hálf-
um huga og oftar en einu sinni verið við
að gefast upp. „En Valgeir og Betty hjá
SÍMEY hvöttu mig til dáða og studdu mig
á alla lund og ég get ekki hugsað mér að hætta úr þessu! Þetta
er rosalega góður félagsskapur og hér eru allir svo jákvæðir,“
segir Ágústína.
Alltaf gaman að koma í SÍMEY
„Ég átti í dálitlum lesvandræðum í grunnskóla og var
lengi búinn að hugsa um að gera eitthvað í málinu. En
það tók mig sem sagt 30 ár að hafa mig
af stað og ég sé ekki eftir því,“ segir G.
Einar Svanbergsson.
„Ég fór í lesblinduleiðréttingu hjá
Lamba, síðan í Skref til sjálfshjálpar hjá
SÍMEY og er núna í Námi og þjálfun í
bóklegum greinum. Ég er líka búinn að
fara í raunfærnimat hjá SÍMEY í stáls-
míði. Það er alltaf gaman að koma í
SÍMEY því maður finnur að maður er
velkominn. Valgeir og Betty og annað starfsfólk vill allt
fyrir mann gera og hefur veitt mér frábæran stuðning og
hvatningu.“
Frábær andi í Háskólabrúnni
„Ég útskrifast úr Háskólabrú í vor og það aldrei að vita
nema maður skelli sér í háskólanám innan tíðar. Námið
í SÍMEY er frábær kostur fyrir fólk eins
og mig sem hættir námi ungt en vill
taka upp þráðinn aftur,“ Ásta Heiðrún
Stefánsdóttir.
„Vinkona mín var í Grunnmennta-
skólanum og mælti eindregið með
honum. Það kveikti í mér og ég skellti
mér þangað, síðan í Menntastoðir og
svo í Háskólabrúna. Það er vissulega
krefjandi að taka þetta allt á svona
stuttum tíma en á móti kemur að starfsfólkið er til þjón-
ustu reiðubúið, andinn innan dyra er frábær og félags-
skapurinn ekki síðri. Ég mæli hiklaust með SÍMEY.“
Umsagnir nemenda
Ágústína Söebech G. Einar
Svanbergsson
Ásta Heiðrún
Stefánsdóttir
Símenntunarmiðstöð Eyja-fjarðar, SÍMEY, var stofnuð árið 2000 og hefur gegnt mikil-
vægu hlutverki í að efla símennt-
un og auka samstarf milli atvinnu-
lífs og skóla og styrkja þannig sam-
keppnishæfni fyrirtækja og skóla á
svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að
einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu
hafi aðgang að hagnýtri þekkingu
á öllum skólastigum. SÍMEY býður
upp á lengri námskeið en einnig upp
á fjölbreytt úrval styttri námskeiða
á hverri önn. Þeim námskeiðum má
skipta í sex flokka: Persónuhæfni,
starfsnám, almenna þekkingu, tóm-
stundir, tungumál og tölvur. Lengd
námskeiða er frá einni klukkustund
upp í 20 klukkustundir. Allir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi og eru
frekari upplýsingar birtar á www.
simey.is.
Höfuðstöðvar SÍMEY eru á
Akureyri en einnig er rekið náms-
ver á Dalvík, sem sinnir utanverðum
Eyjafirði, auk Siglufjarðar. Síðastlið-
in þrjú ár hefur orðið mikil aukn-
ing á starfsemi stofnunarinnar
og ljóst að almenningur og at-
vinnulífið hefur mikinn áhuga á
uppbyggingunni.
SÍMEY - skref til framtíðar
Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið
sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum.
SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum. MYND/HEIÐA.IS
Háskólabrú Keilis í samvinnu við SÍMEY
– Enn er tekið við skráningum
Háskólabrú Keilis er aðfararnám að háskólanámi og er það nú kennt í
staðnámi á Akureyri. Námið veitir nemendum góðan undirbúning undir
háskólanám og er þróað í samstarfi við Háskóla Íslands. Nám á Háskólabrú
í staðnámi er fullt nám og er því lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna (LÍN). Námið hefst 22. ágúst og lýkur ári síðar. Að loknu
námi uppfylla nemendur almenn inntökuskilyrði innlendra háskóla og telst
námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og mennta-
málaráðuneytisins. Skráning fer fram í síma 460-5720 eða 578-4020.