Fréttablaðið - 09.08.2011, Page 22

Fréttablaðið - 09.08.2011, Page 22
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 20116 Skráning stendur nú yfir á haustönn Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Mikil aðsókn er í námið sem stendur í fjórtán vikur en að þeim loknum eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Við förum yfir allt sem snertir förðun en þetta er mjög fjölbreyttur bransi,“ segir Svanhvít Valgeirsdóttir, skóla- stjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, en haustönnin í skólanum hefst 5. septem- ber. „Við förum vel yfir grunninn og kennum tímabilaförðun, airbrush, tísku-, ljósmynda-, sjónvarps- og leikhúsförðun svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hún. Svanhvít segir nemend- ur einnig læra hvernig best sé að vinna með fólki í bransanum, leikstjórum og öðrum, enda hafi kennarar Förðunarskólans góða reynslu úr hinum raunverulega heimi. Aðalkennarar skólans eru þrír, þær Svan- hvít, Elsa Þuríður Þórisdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir. Sérsvið Svanhvítar er leikhús-, óperu- og líkamsförðun og hefur hún unnið við það bæði hérlendis og erlendis. „Við leggjum áherslu á að kennarar okkar hafi afar fjölbreytta reynslu,“ segir Svanhvít. Hún fær þannig einnig til liðs við sig færa gesta- kennara. „Sá fyrsti verður Ólöf Benedikts- dóttir sem vann sem stílisti hjá Lori Gold- stein sem er aðalstílisti hjá japanska, kín- verska og ítalska Vogue,“ upplýsir hún og lofar síðan skemmtilegum fyrirlestrum frá ýmsum þekktum aðilum. Förðunarskólinn er sá elsti á landinu, hefur starfað í þrettán ár við góðan orðs- tír. Svanhvít segir gríðarlega aðsókn vera í námið nú í haust. „Nemendum fjölgaði mikið þegar við breyttum áherslum skólans og bættum við ýmsum sviðum fyrir utan tísku- förðun,“ segir Svanhvít. Nemendur vinna að stóru þematengdu lokaverkefni alla önnina en þeir fá einnig raunveruleg verkefni. „Síð- asta vetur tóku nemendur þátt í ýmsum verk- efnum. Til dæmis förðuðu þeir fyrir söng- leikinn Buddy Holly, Frostrósir, forvarnar- auglýsingu, forsíðu Vikunnar, fyrir erlenda hárgreiðslumeistara frá Ĺ Oréal og ýmis- legt annað,“ telur hún upp. Námið tekur fjórtán vikur, nemend- um er skipt í tvo hópa, morgunhóp og kvöldhóp, sem hentar vel þeim sem eru í vinnu. Að lokinni önninni eru nemendur útskrifaðir sem förðun- arfræðingar. Kennsla Förðunarskóla Snyrti- akademíunnar fer fram að Hjalla- brekku 1 í Kópavogi. Frekari upplýs- ingar um námið er að finna á vefsíð- unni www.snyrtiakademian.is og á Facebook undir Förðunarskóli snyrti- akademíunnar. Þá má senda póst á skoli@snyrtiakademian.is eða hafa sam- band í síma 553 7900. Mikil aðsókn í Förðunarskólann Aldís Pálsdóttir ljósmyndari hefur séð um að mynda verkefni nemenda Förð- unarskólans. „Mikil aðsókn er í haustönnina,“ segir Svanhvít Val- geirsdóttir, skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademí- unnar. MYND/GVA Naglaskóli Professionails er alþjóðlegur skóli sem er starfræktur í húsnæði Snyrtiakademíunnar að Hjallabrekku 1 í Kópavogi. Hér er metnaður í hávegum hafður. Nemend-ur læra í raun um allt sem við kemur nögl-um, ásetningu gervinagla, umhirðu nagla og naglasjúkdóma auk þess sem áhersla er lögð á vernd- un náttúrulegra nagla, það er lykilatriði,“ segir Aðal- björg Einarsdóttir, naglafræðingur og skólastjóri Naglaskóla Professionails, að Hjallabrekku 1 í Kópa- vogi. Naglaskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og útskrifað hundruð naglafræðinga síðan þá. „Þetta er diplómanám sem er kennt á miðvikudög- um allt árið um kring,“ útskýrir Aðalbjörg og getur þess að í raun sé svolítið undir hverjum og einum komið hversu langan tíma námið taki. „Það fer bara meðal annars eftir því hvað fólk er duglegt að æfa sig heima.“ Skólinn sækir heiti sitt til Profsessionails sem er belgískt vörumerki. „Það er virt um allan heim og fyrir löngu búið að sanna sig, enda spannar saga þess 30 ár,“ bendir Aðalbjörg á og bætir við að út- skrifaðir naglafræðingar frá skólanum á Íslandi hafi sjálfkrafa aukna möguleika á ráðningu hjá stofum sem starfa undir merkjum þess. „Og þær eru um nánast alla heim.“ Engin inntökuskilyrði eru í Naglaskólann önnur en sextán ára lágmarksaldur og hafsjór af þolin- mæði að sögn Aðalbjargar. „Listrænir hæfileikar eru aukaatriði, hér skiptir fyrst og fremst máli að vera þolinmóður, nákvæmur og með gott auga.“ Aðalbjörg getur þess að ýmsir skipulagðir við- burðir séu síðan á vegum skólans. Fyrr á árinu stóðu forsvarsmenn hans til að mynda fyrir Ís- landsmeistaramóti í naglaásetningu og fantasíu sem var endurvakin eftir hlé. „Og það er svolítið skemmtilegt að segja frá því að í fyrsta skipti þegar keppnin var haldin fór sigurvegarinn til alþjóðlegr- ar keppni í London. Það er því alveg óhætt að segja að hér sé fullt af spennandi hlutum að gerast,“ segir hún glaðbeitt. Allar nánari upplýsingar í síma 588 8300 og á Facebook. Metnaður skilar árangri „Hér skiptir fyrst og fremst máli að vera þolinmóður, nákvæmur og með gott auga.“ MYND/GVAÍmyndunaraflinu gefinn laus taumur. Nemendur við Naglaskóla Professionails læra um allt sem viðkemur nöglum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.