Fréttablaðið - 11.08.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 11.08.2011, Síða 4
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR4 MEXÍKÓ Dómstóll í Mexíkó hefur hafnað beiðni frá Bandaríkjun- um þess efnis að kona, sem grunuð er um gríðarlegt eitur- lyfjasmygl til Bandaríkjanna frá Mexíkó, verði framseld. Konan var enn fremur sýknuð af ákærum um eiturlyfjasmygl og skipulagða glæpastarfsemi, en situr þó enn í fangelsi grunuð um peningaþvætti. Konan, Sandra Avila Beltran, er kölluð drottning Kyrrahafsins. Hún er frænka eins þekktasta eiturlyfjasmyglara Mexíkó og ást- kona eins alræmdasta eiturlyfja- baróns Kólumbíu. Ástarsamband- ið er sagt hafa komið á góðum tengslum á milli glæpahringjanna sem starfi nú náið saman. GENGIÐ 10.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,1187 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,15 114,69 185,63 186,53 164,15 165,07 22,029 22,157 21,061 21,185 17,808 17,912 1,4912 1,5000 183,35 184,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is SNORKL (FRÍKÖFUN) Í SILFRU MEÐ ADVENTUREBOX Skelltu þér í „snorkling“-ferð í Silfru á Þingvöllum með AdventureBOX þar sem allur búnaður er innifalinn (Galli, skór, hanskar og gríma). www.adventurebox.is 30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 6.966 kr. GILDIR 24 TÍMA 12.900 kr. Verð 46% Afsláttur 5.934 kr. Afsláttur í kr.R\ PI PA R TB W A • SÍ A SÍ A NOREGUR Lögreglan í Noregi hefur vísað á bug fréttum þess efnis að hægt hefði verið að komast frá Ósló í Útey á mun styttri tíma þegar hryðjuverk voru framin á stöð- unum tveimur. Ýmsir miðlar í Noregi hafa birt fréttir um málið undanfarið. Norska ríkisútvarp- ið sagði á þriðjudag að lögregla hefði farið þriggja kílómetra lengri leið til Úteyjar en hægt hefði verið að fara. Þá greindi TV2 sjónvarpsstöðin frá því að lögreglan hefði ekki vitað að þyrla hafi verið til staðar í Ósló og hefði getað flutt lögreglumenn þangað á nokkrum mínútum. Á blaðamannafundi í gær sagði lög- reglan að þyrlan sem um ræddi hafi verið á forræði spítala, og í viðbragðsstöðu til að flytja sjúklinga á milli spítala vegna sprengjuárásarinnar í Ósló. Lögreglan hafi ekki vitað af henni, og jafnvel þó svo hefði verið hefði tekið tíma að fá leyfi til að nota hana. Jafnvel þó að vitað hefði verið af þyrlunni hefði verið valin sú leið að keyra að eyjunni. Greint var frá því að hryðjuverkamaður- inn Anders Behring Breivik hafi verið yfir- heyrður á ný. Hann hafi verið samvinnu- þýður við lögreglu og sagt frá ýmsu. Meðal annars er sagt að hann hafi kviðið fyrir því að framkvæma árásirnar, og að fyrstu morðin sem hann framdi í Útey hafi verið honum erfið. - þeb Lögreglan í Noregi svarar gagnrýni á störf sín í hryðjuverkaárásum Anders Behring Breivik: Fór þriggja kílómetra lengri leið til Úteyjar Á BLAÐAMANNAFUNDI Í GÆR Christian Hatlo sat meðal annarra fyrir svörum á blaðamannafundi lög- reglunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 16° 22° 13° 24° 25° 15° 15° 27° 21° 29° 30° 32° 20° 25° 17° 19°Á MORGUN Hæg breytileg átt eða hafgola. LAUGARDAGUR Hæg norðaustanátt. 11 14 14 14 14 14 13 10 11 12 13 13 13 12 15 13 13 12 12 10 15 SÓLRÍKT ÁFRAM Veðrið mun áfram leika við landann og lítur út fyrir að veðurblíðan haldist víðast hvar fram á sunnudag en þá er spáð vætu og vax- andi vindi austan- lands. Hitinn helst svipaður en fer lækkandi norðan og austan til um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður KAUPMANNAHÖFN Amager-maður- inn svokallaði, sem var handtek- inn í fyrra vegna fjölda nauðgana og morða, er einnig grunaður um kynferðisofbeldi gegn konu árið 2007. Maðurinn var handtekinn eftir að lífsýni tengdu hann við sex nauðganir og tvö morð sem flest áttu sér stað í nágrenni Amager í Kaupmannahöfn. Nú beinast böndin að honum vegna atviks árið 2007 þar sem kona var neydd til munnmaka. Bæði eru það aðfarir sem konan lýsti og lífsýni sem benda til þess að hann hafi verið þar að verki. Rannsókn málanna er ólokið. - þj Óvætturinn á Amager: Fjölgar í hópi fórnarlamba SANDRA AVILA BELTRAN Hafnar beiðni frá BNA: Framselja ekki drottninguna BRETLAND Þrír menn létust í óeirð- um í Birmingham aðfaranótt mið- vikudags. Mennirnir, sem voru á aldrinum 20 til 31 árs, voru í hópi fólks sem reyndi að verja versl- anir í hverfi sínu fyrir þjófum þegar bíl var ekið á þá. Ökumað- urinn flúði af vettvangi en maður er nú í haldi lögreglunnar grunað- ur um að hafa valdið dauða mann- anna. Atvikið er rannsakað sem morðmál. Tariq Jahan, faðir eins hinna látnu, bað um að ekki yrði gripið til hefnda vegna dauða mannanna og hvatti ribbalda á götum Bret- lands til þess að hætta ólátum og snúa til síns heima. Lítil sem engin mótmæli voru í London á þriðjudagskvöld, en sextán þúsund lögreglumenn voru á götum úti í borginni. Það er tæplega þrefalt meira en kvöld- in á undan, þegar mikil ólæti voru víðs vegar um borgina. Einnig var tiltölulega rólegt í höfuðborginni í gærdag en nokkur ólga var enn í borgum víða um landið. Dómstólar í London voru opnir fram eftir kvöldi í gær til þess að hægt væri að leiða alla þá sem hafa verið ákærðir fyrir dóm- ara. Um tólf hundruð manns hafa verið handteknir vegna óeirða í Bretlandi, þar af um 800 í London. Meðal þeirra sem komu fyrir rétt í London var ellefu ára gam- all drengur, sem játaði að hafa stolið úr verslun Debenhams í óeirðunum. Hann eyddi nóttinni á undan í fangaklefa þrátt fyrir ungan aldur, en mun koma fyrir ungmennarétt í lok mánaðarins. Hann er nú í útivistarbanni frá klukkan sex á kvöldin til sex á morgnana. Ólætin voru mest í Birming- ham, Manchester og Liverpool á þriðjudagskvöldið auk þess sem lítilsháttar átök urðu í Leicester, Wolverhampton, West Bromwich, Bristol, og Gloucester. Bretar munu ekki láta „hræðslumenningu“ stjórna göt- unum, sagði David Cameron for- sætisráðherra í gær. Hann sagði að gripið yrði til allra ráða til að koma á lögum og reglu á ný. „Ekk- ert er út af borðinu,“ sagði hann. Meðal annars hefur verið rætt um að nota háþrýstivatnsbyssur til að dreifa fjöldanum, en slíkt hefur aldrei verið notað í Bret- landi. Niðurskurður ríkisstjórnar- innar hefur verið gagnrýndur í tengslum við óeirðirnar en lög- reglan á að skera mikið niður á næstu árum og fækka lögreglu- mönnum um sextán þúsund fyrir árið 2015. Boris Johnson borgar- stjóri í London skoraði á ríkis- stjórnina að endurskoða áætlan- ir sínar. thorunn@frettabladid.is, thorgils@frettabladid.is Óku inn í hóp og drápu þrjá Þrír létust í Birmingham í fyrrinótt þegar ekið var inn í hóp fólks sem stóð vörð um verslanir. 1200 hafa verið handteknir vegna óeirða í Bretlandi. David Cameron segir allt koma til greina til að róa ástandið. Í GEGNUM ELDINN Óeirðaseggur í Liverpool við logandi vegartálma. Talsverðar róstur voru þar í gær þar sem um 200 ungmenni köstuðu grjóti að lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BIÐUR UM FRIÐ Tariq Jahan heldur uppi mynd af Haroon 21 árs gömlum syni sínum sem lést þegar bíl var ekið inn í hóp fólks í Birmingham. Hann biðlaði til ófriðarseggja að láta af ofbeldinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.