Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 8
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR8
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Heimilistæki frá
Siemens til að prýða
eldhúsið þitt og létta
þér störfin. Lausnina
færðu hjá okkur.
ATVINNUMÁL Byggðastofnun er
þessa dagana að taka við þeim
eignum sem henni eru veðsettar
úr höndum skiptastjóra þrotabús
Eyrarodda á Flateyri. Það er meg-
inþorri eignanna og nægir til að
hefja fiskvinnslu á Flateyri eins
og hún var áður.
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri
Byggðastofnunar, segir að nú ætti
sala eignanna að verða einfaldari.
„En framtíð fiskvinnslu á Flateyri
ræðst hins vegar, hér eftir sem
hingað til, af þeim áhuga sem kaup-
endur hafa til að nýta aðstæðurnar
á staðnum,“ segir hann.
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirð-
inga ályktaði um málið og gagn-
rýndi mjög veðhafana, Lands-
bankann og Byggðastofnun, sem
og skiptastjóra fyrir að draga lapp-
irnar í málinu sem tekið hefur um
átta mánuði og á meðan er afar tak-
mörkuð vinnsla í þeirri aðstöðu sem
Eyraroddi skilur eftir sig. Finn-
bogi Sveinbjörnsson, formaður
verkalýðsfélagsins, segir að fólks-
flótti blasi við ef ekki verði hægt
að ýta fiskvinnslu úr vör sem allra
fyrst á Flateyri. Nú þegar eru um
40 manns atvinnulausir á staðnum.
Íbúar eru 237 eða 71 færri en fyrir
fimm árum. „Það er sorglegt, þegar
ég lít til baka og minnist fundanna
sem ég átti með fiskvinnslufólki á
Flateyri fyrir nokkrum árum. Það
voru um hundrað manns á þessum
fundum. Nýverið héldum við svona
fund á Flateyri; það voru þrettán
manns á fundinum, þetta segir allt
sem segja þarf um ástandið.“
Landsbankinn svaraði ályktun
verkalýðsfélagsins og sagði hana
byggða á vanþekkingu, bankinn
hefði reynt eftir fremsta megni að
Fiskvinnslan aftur
til sölu á Flateyri
Byggðastofnun er að leysa til sín eignir Eyrarodda úr höndum skiptastjóra. Um
fjörutíu manns eru atvinnulausir á Flateyri. Verkalýðsfélag Vestfjarða gagnrýn-
ir veðhafa og skiptastjóra harðlega og segir þá hafa dregið lappirnar í málinu.
2007 Kambur hættir útgerð. 120 manns unnu hjá fyrirtækinu. Eyraroddi
tekur við á haustmánuðum.
2010 Eyraroddi segir upp öllum 42 starfsmönnum sínum. Fyrirtækið varð
gjaldþrota í janúar síðastliðnum.
2011 Lotna kaupir hluta eignanna og hefur rekstur á Flateyri í upphafi árs.
Byggðastofnun féllst hins vegar ekki á sölu á sínum hlut vegna viðskipta-
sögu Lotnu. Toppfiskur falaðist hins vegar eftir því að kaupa allar eignirnar
en hvarf frá þeim áætlunum í síðasta mánuði.
Rétt á annan tug manna vinnur nú hjá Lotnu á Flateyri.
Kvarnast af útgerð á Flateyri
FRÁ FLATEYRI Nú er Byggðastofnun komin með nær alla fiskvinnsluaðstöðuna á
Flateyri í sínar hendur þannig að ef áhugasamur kaupandi fæst mun útgerð geta
glæðst á ný á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Tuttugasta
NordMedia-ráðstefnan verður haldin í
Háskólanum á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
AKUREYRI Talið er að á þriðja
hundrað fjölmiðlafræðinga muni
sækja tuttugustu alþjóðlegu
norrænu fjölmiðlaráðstefnuna,
Nord Media, sem sett verður í
Hofi á Akureyri í dag.
Í yfirskrift ráðstefnunnar er
spurt hvort fjölmiðlafræði og
fjölmiðlarannsóknir séu að skoða
það sem máli skiptir. Mikill fjöldi
erinda verður fluttur og skiptast
þau upp í ellefu málstofur.
NordMedia hefur verið haldin
annað hvert ár í einhverju Norð-
urlandanna frá árinu 1973 og er
um áratugur síðan slík ráðstefna
var haldin hér á landi. - sv
Fjölmiðlaráðstefna á Akureyri:
Mörg hundruð
þátttakendur
MÚS Ofurmýsnar eru alveg eins í útliti
og aðrar mýs.
VÍSINDI Nokkrar evrópskar mýs
hafa þróað með sér ónæmi fyrir
sterkustu eiturtegundum. Þetta
segja vísindamenn.
Mýs í Þýskalandi og á Spáni
hafa eignast afkvæmi með
alsírskum músum, segir Michael
Kohn prófessor, sem stýrði rann-
sókninni. Flest afkvæmi mús-
anna geta ekki fjölgað sér vegna
þess hversu ólíkar tegundirn-
ar eru, en þó virðist sem sum
afkvæmin séu fær um það.
Rannsakendur segja fjölgun
mannkyns og aukin ferðalög hafa
valdið samdrætti þessara músa-
tegunda. Óttast er að það sama
gæti gerst hjá rottum. - þeb
Ný rannsókn um mýs:
Ofurmýs ónæm-
ar fyrir eitri
DANMÖRK Í fóðrinu í handtösk-
unum Daimi og Patti frá Best-
seller, stærsta tískufyrirtæki
Danmerkur, er svo mikið magn
af krabbameinsvaldandi litar-
efninu Azo benzen að meðhöndla
ætti töskurnar sem hættulegan
úrgang, samkvæmt mati dönsku
umhverfisstofnunarinnar.
Bestseller innkallaði fyrir þrem-
ur vikum eitruðu töskurnar en
fyrirtækið hefur ekki vakið athygli
viðskiptavina á því hversu hættu-
legar þær eru. Í júlí kom í ljós
að fyrirtækið hafði selt barnaföt
merkt Name It með krabbameins-
valdandi efnum. - ibs
Hættulegar handtöskur:
Efnið veldur
krabbameini
FERÐAÞJÓNUSTA Erlendum ferða-
mönnum jókst um rúm 17 prósent
á milli ára í júlímánuði. Sam-
kvæmt talningu Ferðamálastofu
fóru 97.757 erlendir ferðamenn frá
landinu í júlí síðastliðnum eða um
14 þúsund fleiri en í sama mánuði
á síðasta ári. Erlendir ferðamenn
hafa aldrei verið fleiri í júlímán-
uði eða frá því að talningar hófust
í Leifsstöð árið 2002.
Á vef Ferðamálastofu kemur
fram að það sem af er ári hafa
304.643 erlendir ferðamenn farið
frá landinu eða um 50 þúsund
fleiri en á sama tímabili í fyrra.
- sv
Ferðamenn aldrei verið fleiri:
Fjölgaði um
17% milli ára
ÞINGVELLIR Þátttaka í hugmynda-
leit um framtíðarskipulag á Þing-
völlum hefur verið góð. Ólafur
Örn Haraldsson þjóðgarðsvörð-
ur er ánægður með þátttökuna,
en segist þó búast við að íslenska
aðferðin verði í hávegum höfð; að
flestar tillögur komi síðustu vik-
una.
„Ég legg áherslu á að þetta
þurfa ekki að vera margbrotnar
hugmyndir. Það nægir að setja
nokkrar línur á blað og skýra til-
löguna,“ segir hann.
Ólafur segir fjölda manns
hafa komið að máli við starfs-
fólk á Þing-
völlum með til-
lögur. Það stoði
h i n s ve g a r
lítt ef þeim
er ekki skilað
í hugmynda-
samkeppnina.
Menn geti viðr-
að hugmyndir
sínar hvar sem
er, en þátttaka
sé forsenda þess að til þeirra
verði tekin afstaða.
Hugmyndaleitin stendur til
20. ágúst og að henni lokinni
tekur dómnefnd til starfa. Hún
mun meta hugmyndirnar nafn-
laust. Ólafur Örn vonast til að
hægt verði að hefja vinnu að
nýju skipulagi á næsta ári, en
dómnefndin sé hins vegar ekki
bundin af því.
Á laugardaginn verður dag-
skrá á vegum Þingvallanefnd-
ar í Fræðslumiðstöðinni við
Almannagjá.
Þar verður hugmyndaleitin
kynnt, en einnig farið yfir nátt-
úrufar, sögu og ferðamennsku í
þjóðgarðinum. Hefst dagskráin
klukkan 11. - kóp
Hugmyndaleit um framtíðarskipulag á Þingvöllum stendur enn yfir:
Fjöldi hugmynda kominn fram
ÓLAFUR ÖRN
HARALDSSON
leysa málið enda sé það ekki veð-
höfum í hag að draga söluna á lang-
inn. „Gott og vel,“ segir Finnbogi á
móti, „það kann að vera að við séum
sekir um vanþekkingu en þeir sem
geta ekki leyst úr þessu, um hvað
eru þeir sekir: getuleysi?“
Aðalsteinn Þorsteinsson vill
ekki blanda sér í þessi orðaskipti
en ítrekar að töfina sé ekki að
rekja til deilna Byggðastofnunar
og Landsbankans og reyndar hafi
slíkar deilur aldrei átt sér stað.
Hins vegar hafi tilboð Toppfisks
í eigurnar verið háð skilyrðum og
það hafi flækt málið. Toppfiskur
dró síðan tilboð sitt til baka í síð-
asta mánuði. jse@frettabladid.is
MENNING Jazzhátíð Reykjavík-
ur verður sett á menningarnótt,
tuttugasta ágúst næstkomandi og
stendur í tvær vikur.
Fjöldi innlendra og erlendra
djassara kemur fram á hátíð-
inni í ár en þekktasta nafnið er
píanóleikarinn Danilo Perez frá
Panama. Tónleikar verða haldnir
á alls þrettán stöðum víða um
borg á meðan hátíðin stendur.
Þá verður lokapunktur hátíðar-
innar stórtónleikar með hljóm-
sveitinni Mezzoforte í Eldborgar-
sal Hörpunnar þriðja september.
Jazzhátíð sett eftir tvær vikur:
Mezzoforte
spilar í Eldborg
1 Hver sá um markaðssetningu á
flestum vinsælustu plötum Bubba
Morthens?
2 Frá hvaða háskóla kom liðið sem
lenti í fjórða sæti í kafbátamóti í
Bandaríkjunum?
3 Hvaða lið er í efsta sæti í Pepsi-
deild kvenna?
SVÖR:
1. Jens Guð 2. Háskólanum í Reykjavík
3. Stjarnan
VEISTU SVARIÐ?