Fréttablaðið - 11.08.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 11.08.2011, Síða 10
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR10 FÓLK Nokkrir ungir ofurhugar héldu í flugferð á dögunum þar sem þrjár vélar af Yak-gerð flugu yfir Kollafjörð og nærsveitir. Til tíðinda dró í fjögur þúsund fetum þegar Skúli Þórarinsson stóð upp úr sæti sínu, gekk fram á væng með fallhlíf á bakinu og kvaddi flugmanninn, Snorra Bjarnvin Jónsson. Þá lagðist hann niður á vænginn og hélt fast á meðan Snorri kútvelti flugvélinni í heilan hring. Skúli hélst á vængnum á meðan, stökk af að því loknu og sveif niður til jarðar. Ljósmyndarinn Baldur Sveinsson var með í för á annarri flugvél og náði meðfylgjandi mynd- um. Snorri Bjarnvin segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem þeir félagar hafi leikið þennan leik, því þeir hafi líka gert þetta í fyrra og má sjá upptöku af því á Youtube. En er þetta ekki háskaleikur? „Nei, nei. Miðflóttaaflið sér um að halda Skúla á vængnum, þann- ig að þetta er ekkert hættulegt ef menn kunna til verka.“ thorgils@frettabladid.is fet voru niður að jörð þegar Skúli Þórarinsson lagðist á væng flugvélarinnar. 4.000 MÓTMÆLI Í SÍLE Kveikt var í bílum og vegartálmum, brotist inn í búðir og húsgögnum kastað í lögreglumenn eftir mótmæli í Santíagó í Síle í gær. Lögreglan mætti mótmælendum með táragasi og vatni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA Efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra og embætti sér- staks saksóknara verða sameinuð um næstu mánaðamót samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Við gildis- töku laganna flyst rannsókn mála, er undir efnahagsbrotadeild heyra, ákæruvald og sókn þeirra mála sem þegar sæta ákærumeðferð fyrir dómstólum af hálfu ríkislögreglu- stjóra, frá embætti RLS til embætt- is sérstaks saksóknara. Auk þeirra starfsmanna sem á undanförnum árum hafa flust frá ríkislögreglustjóra til sérstaks sak- sóknara flytjast fjórtán stöðugildi til sérstaks saksóknara við þessi tíma- mót. Fjárveitingar til efnahagsbrota- deildar færast einnig til sérstaks saksóknara og nema þær alls um 124 milljónum króna á ársgrund- velli. Ríkislögreglustjóri mun áfram annast móttöku tilkynninga á grund- velli laga um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í formála nýútgefinnar ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra kveðst Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri lengi hafa talað fyrir því að sett verði á fót sérstök eining til að fara með mál er varða efnahags- brot og að hlutverk ýmissa ríkis- stofnana á því sviði verði endur- skoðað. - jss Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara sameinast: Efnahagsbrotamál undir einn hatt HARALDUR JOHANNESSEN Hefur lengi talað fyrir því að rannsókn efnahags- brotamála verði á einni hendi. ELDSVOÐI Slökkviliðið að störfum á Nes- vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að kviknað hafi í risíbúðinni í par- húsi við Nesveg af völdum raf- magns. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndist ekki vera kannabisræktun í íbúðinni sem brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Hins vegar fundust tæki, sem höfðu verið notuð til slíkrar rækt- unar, en þau voru ekki í sambandi við rafmagn, eftir því sem næst varð komist í gær. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þar sem mikill eldur logaði í íbúð- inni, en hún reyndist mannlaus. - jss Eldur í íbúð á Nesvegi: Líklega íkveikja vegna rafmagns REYKJANES Bæjarráð Sandgerðis- bæjar ítrekar að nýtt fangelsi ætti að byggja á Suðurnesjum og minnir á Rockville-svæðið norðan Keflavíkurflugvallar í því sam- hengi, í tilkynningu frá ráðinu. Þar er enn fremur minnt á lof- orð ríkisstjórnarinnar um átak í atvinnumálum á Suðurnesjum, þar sem atvinnuleysi sé mest, milli 12 og 15 prósent sums staðar. „Það er því löngu orðið tíma- bært að grípa til raunverulegra aðgerða til þess að snúa þessu ófremdarástandi við,“ segir í til- kynningunni, sem Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, skrifar undir. - kóþ Áskorun frá Sandgerðisbæ: Fangelsið verði á Suðurnesjum NEYTENDAMÁL Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir verðlækkun bensínstöðva í Dan- mörku sýna að olíufélögin á Íslandi hafa svigrúm til að lækka lítraverðið á eldsneyti um fjórar til fimm krónur. Það sé í takt við heimsmarkaðsverðið. Frá því í síðustu viku hafa félögin lækkað bensín- og dísil- olíuverð um um það bil sjö krónur á lítrann. Lækkunina má rekja til lækkunar á heimsmarkaðsverði á bensíni. Vill aðgerðir hjá olíufélögum: Hægt að lækka bensínið meira 1. Skúli stígur upp úr sæti sínu með fall- hlífina á bakinu. 2. Heilsar upp á Snorra flugmann. Kútvelta yfir Kollafirði Fallhlífarstökkvari hélt í væng flugvélar sem snúið var í hring áður en hann stökk af. Hafa leikið þennan leik áður. Hættulaust segir flugstjórinn. Miðflóttaaflið sér um að halda stökkvaranum föstum við vænginn. LJ Ó SM YN D IR /B A LD U R S VE IN SS O N 4. Hangir sem fastast þó vélin kútveltist. EVRÓPUMÁL Evrópusambandið hefur valið fyrirtæki til að sjá um kynningar- og upplýsingaskrifstofu sambandsins á Íslandi. Það er Media Consulta í Þýskalandi og íslenska fyrirtækið Athygli sem fá verkefnið í samein- ingu, til tveggja ára. Samningurinn hljóðar upp á 700.000 evrur á ári, eða um 115 milljónir króna. Tilgangur kynningarskrifstofunnar er meðal annars að auka við þekkingu og skilning Íslend- inga á ESB og á umsóknarferlinu, og að kynna hugsanleg áhrif af inngöngu landsins í sam- bandið. Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, er ánægður með að fá verkefnið og segir að skrifstofan verði væntanlega opnuð með haust- inu. Hann þvertekur fyrir að þaðan verði rekinn áróður. „Nei, öðru nær. Það er lögð mikil áhersla á það í útboðsgögnum að þarna sé verið að safna saman fagfólki sem er fært um að miðla óhlutdrægum upplýsingum um kosti og galla ESB og efna til samræðu við fólkið í landinu. Annars hefðu menn bara notað sendiskrifstofu ESB í þetta, ef þetta hefði átt að vera áróður,“ segir hann. Ellefu buðu í verkefnið en nokkrir hættu við og sögðu fjárveitinguna of nauma. Fimm umsækj- endur munu hafa verið eftir í ferlinu þegar valið var úr. - kóþ Segjast munu miðla hlutlægum upplýsingum um Evrópusambandið: Athygli kynnir ESB á Íslandi 3. Þá er að leggjast á vænginn. EVRÓPUSAMBANDIÐ Tilgangur kynningarskrifstofunnar er meðal annars að auka við þekkingu og skilning Íslendinga á ESB. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.