Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 10
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR10 FÓLK Nokkrir ungir ofurhugar héldu í flugferð á dögunum þar sem þrjár vélar af Yak-gerð flugu yfir Kollafjörð og nærsveitir. Til tíðinda dró í fjögur þúsund fetum þegar Skúli Þórarinsson stóð upp úr sæti sínu, gekk fram á væng með fallhlíf á bakinu og kvaddi flugmanninn, Snorra Bjarnvin Jónsson. Þá lagðist hann niður á vænginn og hélt fast á meðan Snorri kútvelti flugvélinni í heilan hring. Skúli hélst á vængnum á meðan, stökk af að því loknu og sveif niður til jarðar. Ljósmyndarinn Baldur Sveinsson var með í för á annarri flugvél og náði meðfylgjandi mynd- um. Snorri Bjarnvin segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem þeir félagar hafi leikið þennan leik, því þeir hafi líka gert þetta í fyrra og má sjá upptöku af því á Youtube. En er þetta ekki háskaleikur? „Nei, nei. Miðflóttaaflið sér um að halda Skúla á vængnum, þann- ig að þetta er ekkert hættulegt ef menn kunna til verka.“ thorgils@frettabladid.is fet voru niður að jörð þegar Skúli Þórarinsson lagðist á væng flugvélarinnar. 4.000 MÓTMÆLI Í SÍLE Kveikt var í bílum og vegartálmum, brotist inn í búðir og húsgögnum kastað í lögreglumenn eftir mótmæli í Santíagó í Síle í gær. Lögreglan mætti mótmælendum með táragasi og vatni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA Efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra og embætti sér- staks saksóknara verða sameinuð um næstu mánaðamót samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Við gildis- töku laganna flyst rannsókn mála, er undir efnahagsbrotadeild heyra, ákæruvald og sókn þeirra mála sem þegar sæta ákærumeðferð fyrir dómstólum af hálfu ríkislögreglu- stjóra, frá embætti RLS til embætt- is sérstaks saksóknara. Auk þeirra starfsmanna sem á undanförnum árum hafa flust frá ríkislögreglustjóra til sérstaks sak- sóknara flytjast fjórtán stöðugildi til sérstaks saksóknara við þessi tíma- mót. Fjárveitingar til efnahagsbrota- deildar færast einnig til sérstaks saksóknara og nema þær alls um 124 milljónum króna á ársgrund- velli. Ríkislögreglustjóri mun áfram annast móttöku tilkynninga á grund- velli laga um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í formála nýútgefinnar ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra kveðst Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri lengi hafa talað fyrir því að sett verði á fót sérstök eining til að fara með mál er varða efnahags- brot og að hlutverk ýmissa ríkis- stofnana á því sviði verði endur- skoðað. - jss Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara sameinast: Efnahagsbrotamál undir einn hatt HARALDUR JOHANNESSEN Hefur lengi talað fyrir því að rannsókn efnahags- brotamála verði á einni hendi. ELDSVOÐI Slökkviliðið að störfum á Nes- vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að kviknað hafi í risíbúðinni í par- húsi við Nesveg af völdum raf- magns. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndist ekki vera kannabisræktun í íbúðinni sem brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Hins vegar fundust tæki, sem höfðu verið notuð til slíkrar rækt- unar, en þau voru ekki í sambandi við rafmagn, eftir því sem næst varð komist í gær. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þar sem mikill eldur logaði í íbúð- inni, en hún reyndist mannlaus. - jss Eldur í íbúð á Nesvegi: Líklega íkveikja vegna rafmagns REYKJANES Bæjarráð Sandgerðis- bæjar ítrekar að nýtt fangelsi ætti að byggja á Suðurnesjum og minnir á Rockville-svæðið norðan Keflavíkurflugvallar í því sam- hengi, í tilkynningu frá ráðinu. Þar er enn fremur minnt á lof- orð ríkisstjórnarinnar um átak í atvinnumálum á Suðurnesjum, þar sem atvinnuleysi sé mest, milli 12 og 15 prósent sums staðar. „Það er því löngu orðið tíma- bært að grípa til raunverulegra aðgerða til þess að snúa þessu ófremdarástandi við,“ segir í til- kynningunni, sem Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, skrifar undir. - kóþ Áskorun frá Sandgerðisbæ: Fangelsið verði á Suðurnesjum NEYTENDAMÁL Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir verðlækkun bensínstöðva í Dan- mörku sýna að olíufélögin á Íslandi hafa svigrúm til að lækka lítraverðið á eldsneyti um fjórar til fimm krónur. Það sé í takt við heimsmarkaðsverðið. Frá því í síðustu viku hafa félögin lækkað bensín- og dísil- olíuverð um um það bil sjö krónur á lítrann. Lækkunina má rekja til lækkunar á heimsmarkaðsverði á bensíni. Vill aðgerðir hjá olíufélögum: Hægt að lækka bensínið meira 1. Skúli stígur upp úr sæti sínu með fall- hlífina á bakinu. 2. Heilsar upp á Snorra flugmann. Kútvelta yfir Kollafirði Fallhlífarstökkvari hélt í væng flugvélar sem snúið var í hring áður en hann stökk af. Hafa leikið þennan leik áður. Hættulaust segir flugstjórinn. Miðflóttaaflið sér um að halda stökkvaranum föstum við vænginn. LJ Ó SM YN D IR /B A LD U R S VE IN SS O N 4. Hangir sem fastast þó vélin kútveltist. EVRÓPUMÁL Evrópusambandið hefur valið fyrirtæki til að sjá um kynningar- og upplýsingaskrifstofu sambandsins á Íslandi. Það er Media Consulta í Þýskalandi og íslenska fyrirtækið Athygli sem fá verkefnið í samein- ingu, til tveggja ára. Samningurinn hljóðar upp á 700.000 evrur á ári, eða um 115 milljónir króna. Tilgangur kynningarskrifstofunnar er meðal annars að auka við þekkingu og skilning Íslend- inga á ESB og á umsóknarferlinu, og að kynna hugsanleg áhrif af inngöngu landsins í sam- bandið. Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, er ánægður með að fá verkefnið og segir að skrifstofan verði væntanlega opnuð með haust- inu. Hann þvertekur fyrir að þaðan verði rekinn áróður. „Nei, öðru nær. Það er lögð mikil áhersla á það í útboðsgögnum að þarna sé verið að safna saman fagfólki sem er fært um að miðla óhlutdrægum upplýsingum um kosti og galla ESB og efna til samræðu við fólkið í landinu. Annars hefðu menn bara notað sendiskrifstofu ESB í þetta, ef þetta hefði átt að vera áróður,“ segir hann. Ellefu buðu í verkefnið en nokkrir hættu við og sögðu fjárveitinguna of nauma. Fimm umsækj- endur munu hafa verið eftir í ferlinu þegar valið var úr. - kóþ Segjast munu miðla hlutlægum upplýsingum um Evrópusambandið: Athygli kynnir ESB á Íslandi 3. Þá er að leggjast á vænginn. EVRÓPUSAMBANDIÐ Tilgangur kynningarskrifstofunnar er meðal annars að auka við þekkingu og skilning Íslendinga á ESB. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.