Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGfartölvur FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 20116 Tölvur með sjálfstæðan vilja hafa verið umfjöllunarefni kvikmynda í gegnum tíðina. Margar eru þær illskeyttar og vilja annaðhvort ná völdum í heiminum eða granda jörðinni fyrir fullt og allt. Tölvan tekur völdin WARGAMES 1983 Leikstjóri: John Badham Leikari: Matthew Broderick Ungur tölvusnillingur tengist óvart háleyni- legri rússneskri ofur- tölvu. Tölvan skorar á piltinn í leik milli Banda- ríkjanna og Rússlands. Þar sem hann telur um saklausan tölvuleik að ræða samþykkir hann boðið og hefur þar með niðurtalningu í þriðju heimsstyrjöldina. 2001: A SPACE ODYSSEY 1968 Leikstjóri: Stanley Kubrick Kvikmyndin þykir eitt af stór- verkum Kubricks. Hún fjallar um þróun greindar og skilin milli dýra og manna. Hún tekur á spurningunni um hver verði næstu skil, munu tölvurnar stinga manninn af? Myndin gerist úti í geimi og fjallar um baráttu Dr. Dave Bowman við ofurtölvuna HAL 9000. Árið 1984 var gerð framhaldsmynd sem bar heitið 2010. Þar kemur einnig fram tölvan SAL 9000. ELECTRIC DREAMS 1984 Leikstjóri: Steve Marron Aðalleikarar: Lenny von Dohlen, Virginia Madsen Myndin fjallar um ástarþríhyrning milli manns, konu og heimilistölvu. Miles Hardin kaupir sér tölvu, en þegar hann reynir að hlaða niður gögnum ofhitnar tölvan. Í fáti hellir Miles úr kampavínsflösku yfir vélina sem við það verður skyni gædd. Tölvan kallar sig Edgar en málin þró- ast þannig að bæði Miles og Edgar verða ástfangnir af nágrannakonunni. Edgar verður afbrýðisamur og reyn- ir að klekkja á eiganda sínum með ýmsum ráðum. Ástin sigrar þó að lokum og tölvan Edgar ákveður að fremja sjálfsmorð. THE TERMINATOR 1984 Leikstjóri: James Cameron Leikari: Arnold Schwarzenegger Tölvunetið Skynet hefur tekið jörðina yfir en mannkynið verst af hörku. Þegar upp- reisnarmenn eru við það að eyðileggja Skynet sendir það vélmenni með mannlegt útlit til fortíðar til að drepa Söruh Conn- or. Hún mun í framtíðinni geta af sér drenginn John Connor sem er leiðtogi upp- reisnarmanna. THE MATRIX 1999 Leikstjórar: Andy og Lana Wachowski Leikarar: Keanu Reeves og Laurence Fishburne Thomas A. Anderson lifir tvöföldu lífi. Á daginn er hann tölvuforritari en um nætur er hann tölvuhakkarinn Neo. Hann efast um raunveruleikann og kemst að því með aðstoð Morpheusar að hann lifir í raun aðeins í draumi. Morpheus vekur hann til hins raunverulega lífs þar sem tölvur ráða ríkjum og nærast á hita frá líkömum manna en huga þeirra hafa þær fangelsað í gerviheimi sem kall- ast Matrix. EAGLE EYE 2008 Leikstjóri: D.J. Caruso Leikari: Shia LaBeouf Þegar tvíburabróðir Jerry Shaw deyr í slysi fer ýmislegt furðulegt að koma fyrir Jerry sem gerir hann tortryggi- legan í augum yfirvalda. Hann fylgir fyrirmælum radd- ar sem leiðir hann víða en hún virðist vita allt. Að lokum kemur upp úr kafinu samsæri sem stýrt er af valdasjúkri tölvu. E LKO er með mikið úrval af fartölvum, allt frá tíu tommu sem kosta 39.000 krón- ur upp í kraftmiklar vélar sem kosta allt að 300 til 500 þúsund. Hjörvar Freyr Hjörvarsson, vöru- stjóri tölvu- og símadeildar hjá ELKO, segist mæla með 13 tommu Toshiba vél fyrir skólafólk. „Hún er mjög nett og með DVD-drifi, ekki nema 1,4 kíló og batterísend- ingin er hátt í níu tímar svo hún endist vel daginn. Ef ég væri á leið- inni í skóla mundi ég taka þessa, ekki spurning,“ segir Hjörvar. Hjörvar segir að ódýru tölvurn- ar dugi í öll venjuleg heimilisstörf tölvunnar eins og ritvinnslu, inter- net og önnur léttari forrit. En sé fólk að nota þung forrit þá endist tölvan betur sé hún öflug. Hann líkir end- ingu tölva við bíla, ef mikið álag er á litlum bíl þá er slitið meira en ef bíllinn er kraftmikill. „Hjá okkur eru það Toshiba-tölv- urnar sem eru vinsælastar. Það er líka góð reynsla af þeim, merkið er gott og endingin fín. Þær bila lítið og svo framvegis. En ef hún bilar þá er þjónustan hröð. Það tekur yfirleitt innan við viku að gera við þær,“ segir Hjörvar og tekur fram að ELKO sé í samstarfi við verkstæði sem sér um tölvurnar þeirra. Tveggja ára ábyrgð er á öllum tölvum frá ELKO sem gildir um gjörvalla Evrópu. En að auki er boðið upp á tryggingar á vélarn- ar. „Ef þú verður fyrir óhappi þá færðu það bætt. Í þessum trygg- ingum er engin eigin ábyrgð og af- föll og margir nýta sér þennan kost. Tryggingin tekur á víðu sviði, ef þú verður fyrir skyndilegu ófyrirséðu óhappi þá færðu það bætt. Þá er gert við vélina eða þú færð aðra sam- bærilega í staðinn,“ segir Hjörvar og telur þetta vera sérstaklega snið- ugt fyrir þá sem vilja eiga eina vél í mörg ár. „Þá er gott að henda einni tryggingu á það, þá ertu nokkuð öruggur,“ segir Hjörvar. Hjörvar segir að miklar framfarir hafi orðið á endingu battería und- anfarið eitt og hálft ár. „Í dag eru þetta almennt fimm til sex tímar en voru fyrir stuttu þrír tímar. Það eru að koma nýir örgjörvar sem eyða miklu minna rafmagni og skjá- ir líka,“ útskýrir Hjörvar og bend- ir fólki á að það sé gott fyrir líftíma battería að taka þau úr tölvunum ef tölvan er mikið heima og alltaf í sambandi. „Þá ertu ekki að hlaða upp á nýtt og nýtt. Ef maður gerir það myndast ákveðin mótstaða í rafhlöðunni,“ segir Hjörvar. Toshiba-tölvur eru vinsælastar hjá ELKO ELKO er stærsta rafvöruverslun landsins og selur margar tegundir fartölva. ELKO er með viðskiptasamning við raftækjakeðjuna Dixons sem rekur meðal annars Elkjop í Noregi. Með þátttöku í þessari raftækjakeðju er stuðlað að lágu fartölvuverði á Íslandi. Hjörvar Freyr Hjörvarsson með Toshiba-tölvuna sem hann mælir með fyrir skólafólk. MYND/STEFÁN O KR. ÚT Á LAND FARTÖLVUR Á FRÁBÆRU VERÐI ELKO ENDURGREIÐIR 2 TÖLVUR! * Símsala 575 8115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.