Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 11.08.2011, Qupperneq 44
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Einn daginn þegar afi minn vaknaði var hrím í loftinu fyrir ofan hann. Hlutir voru freðnir – inni hjá honum. Þetta var árið 1918: Frostaveturinn mikla. SAMA ár veiktist amma mín af spænsku veikinni. „Stríðinu“ var þá um það bil að ljúka (fyrri heimsstyrjöldina kallaði hún aldrei annað en „stríðið“) og Katla nýbyrj- uð að gjósa. Þetta var viðburðaríkt ár. Amma lifði spænsku veikina af en hún mundi alltaf endalausar hringingarnar í kirkjuklukkunum – jarðarfarir þeirra sem ekki höfðu það af. AMMA var fædd árið 1897 í Suður- Þingeyjarsýslu. Í Reykjavík bjuggu þá einungis nokkur þúsund manns og barnadauði var hæstur á Íslandi í allri Evrópu. Amma lifði af kreppuna miklu og sá valdasjúka menn æsa hver annan upp í styrjöld á nýjan leik. Hún sá útvarp og sjónvarp koma fram á sjónarsviðið, upplifði að rafmagn væri lagt í hvert hús og húsin tengd saman með símalínum – hún sá hringveginn opnaðan og Reykja- vík breytast í borg. Þegar hún bjó heima hjá mér á Akranesi sein- ustu æviár sín hafði hún upplifað svo margt að það var hálfskrýtið að hugsa til þess að það rúmaðist allt í einni mannsævi. „ÉG er nú svo aldeilis hissa,“ sagði hún með vissu millibili. Þá hafði hún heyrt eitthvað sem kom henni reglulega á óvart. Sjálf hef ég oft velt fyrir mér hver viðbrögð hennar hefðu orðið við útblæstri bankanna, græðg- inni, sukkinu, skammsýninni og efnahags- hruninu sem fylgdi. Hefði hún ekki orðið aldeilis hissa? Og hvernig hefði hún séð kreppu dagsins í dag miðað við kreppuna miklu? STUNDUM hef ég líka hugsað um það hvort hún amma mín hefði orðið aldeilis hissa yfir því hvað reynsluleysi var upphaf- ið í góðærinu. Hvernig reynsla var jafnvel álitin til trafala – unga fólkið kunni, vissi og gat. Nema að síðan stóðu margir alveg á gati. Var ekki skeytingarleysið algjört gagnvart þeim sem byggt höfðu upp landið og safnað á langri ævi í reynslubankann? Hafði sagan líka ekki kennt okkur að allt sem fer upp kemur aftur niður – eða skipti sagan engu máli lengur? ÞAÐ hefði verið gaman að ræða þetta við ömmu. Og ég veit að hún hefði laumað að mér einum, litlum Síríus-súkkulaðimola á meðan. Hún geymdi þá í fallegri skál. Amma mín var ekki af þeirri kynslóð sem gúffaði hömlulaust í sig sætindum – þeirri sem varð á endanum að skammta sér ákveðna nammidaga til að vera ekki stans- laust í sykursjokki. Spænska veikin í stofunni heima Í alvöru! Held- urðu að Andrés hafi farið á Dolly? Jói! Þarftu að láta skrýtna óra þína eyðileggja allt? Geturðu aldrei setið á þér? Ofurhetjur, Tarzan... allt í góðu! En ekki draga Andabæ inn í þetta! Skamm- astu þín! En Hábeinn? Ójá! Hann hefur sko verið þarna! Kemur þessi ógeðslega lykt héðan? Hvaða ógeðs- lega lykt? Sú sem er eins og geita- ostur sem staðið hefur úti í sólinni í allan dag? Eða sú sem er eins og af íþrótta- sokkum feits kalls sem var að byrja í ræktinni? Ég er fimm- tán. Ég er mikið fyrir lykt. Finnst þér ekkert að því að mögulegt sé að þessi lykt sé hér inni? Þú þarft ekki að fara í rándýrt frí til að skemmta þér í sumar Solla. Lestu bara góða bók og þú getur farið hvert sem er í huganum. Segir náung- inn sem á enga ferða- punkta. Bókasafnskortið þitt er aðgöngumiði í ævintýralandið! „Mér er sama hvað sagt er um mig“ Linda Björg Árnadóttir er á leiðinni í sjónvarpið með hreinskilnina að vopni. LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. í röð, 8. gogg, 9. rénun, 11. í röð, 12. miklu, 14. rófa, 16. klafi, 17. af, 18. skammstöfun, 20. pfn., 21. svikull. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. utan, 4. ávaxtatré, 5. þak- brún, 7. kæna, 10. stal, 13. skarð, 15. rótartauga, 16. hluti verkfæris, 19. bókstafur. LAUSN Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér, þetta er ekki fyrsta innbrotið þitt hr. Jólasveinn? LÁRÉTT: 2. sápu, 6. áb, 8. nef, 9. lát, 11. rs, 12. stóru, 14. skott, 16. ok, 17. frá, 18. rek, 20. ég, 21. flár. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. án, 4. perutré, 5. ufs, 7. bátskel, 10. tók, 13. rof, 15. tága, 16. orf, 19. ká.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.