Fréttablaðið - 11.08.2011, Page 44

Fréttablaðið - 11.08.2011, Page 44
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Einn daginn þegar afi minn vaknaði var hrím í loftinu fyrir ofan hann. Hlutir voru freðnir – inni hjá honum. Þetta var árið 1918: Frostaveturinn mikla. SAMA ár veiktist amma mín af spænsku veikinni. „Stríðinu“ var þá um það bil að ljúka (fyrri heimsstyrjöldina kallaði hún aldrei annað en „stríðið“) og Katla nýbyrj- uð að gjósa. Þetta var viðburðaríkt ár. Amma lifði spænsku veikina af en hún mundi alltaf endalausar hringingarnar í kirkjuklukkunum – jarðarfarir þeirra sem ekki höfðu það af. AMMA var fædd árið 1897 í Suður- Þingeyjarsýslu. Í Reykjavík bjuggu þá einungis nokkur þúsund manns og barnadauði var hæstur á Íslandi í allri Evrópu. Amma lifði af kreppuna miklu og sá valdasjúka menn æsa hver annan upp í styrjöld á nýjan leik. Hún sá útvarp og sjónvarp koma fram á sjónarsviðið, upplifði að rafmagn væri lagt í hvert hús og húsin tengd saman með símalínum – hún sá hringveginn opnaðan og Reykja- vík breytast í borg. Þegar hún bjó heima hjá mér á Akranesi sein- ustu æviár sín hafði hún upplifað svo margt að það var hálfskrýtið að hugsa til þess að það rúmaðist allt í einni mannsævi. „ÉG er nú svo aldeilis hissa,“ sagði hún með vissu millibili. Þá hafði hún heyrt eitthvað sem kom henni reglulega á óvart. Sjálf hef ég oft velt fyrir mér hver viðbrögð hennar hefðu orðið við útblæstri bankanna, græðg- inni, sukkinu, skammsýninni og efnahags- hruninu sem fylgdi. Hefði hún ekki orðið aldeilis hissa? Og hvernig hefði hún séð kreppu dagsins í dag miðað við kreppuna miklu? STUNDUM hef ég líka hugsað um það hvort hún amma mín hefði orðið aldeilis hissa yfir því hvað reynsluleysi var upphaf- ið í góðærinu. Hvernig reynsla var jafnvel álitin til trafala – unga fólkið kunni, vissi og gat. Nema að síðan stóðu margir alveg á gati. Var ekki skeytingarleysið algjört gagnvart þeim sem byggt höfðu upp landið og safnað á langri ævi í reynslubankann? Hafði sagan líka ekki kennt okkur að allt sem fer upp kemur aftur niður – eða skipti sagan engu máli lengur? ÞAÐ hefði verið gaman að ræða þetta við ömmu. Og ég veit að hún hefði laumað að mér einum, litlum Síríus-súkkulaðimola á meðan. Hún geymdi þá í fallegri skál. Amma mín var ekki af þeirri kynslóð sem gúffaði hömlulaust í sig sætindum – þeirri sem varð á endanum að skammta sér ákveðna nammidaga til að vera ekki stans- laust í sykursjokki. Spænska veikin í stofunni heima Í alvöru! Held- urðu að Andrés hafi farið á Dolly? Jói! Þarftu að láta skrýtna óra þína eyðileggja allt? Geturðu aldrei setið á þér? Ofurhetjur, Tarzan... allt í góðu! En ekki draga Andabæ inn í þetta! Skamm- astu þín! En Hábeinn? Ójá! Hann hefur sko verið þarna! Kemur þessi ógeðslega lykt héðan? Hvaða ógeðs- lega lykt? Sú sem er eins og geita- ostur sem staðið hefur úti í sólinni í allan dag? Eða sú sem er eins og af íþrótta- sokkum feits kalls sem var að byrja í ræktinni? Ég er fimm- tán. Ég er mikið fyrir lykt. Finnst þér ekkert að því að mögulegt sé að þessi lykt sé hér inni? Þú þarft ekki að fara í rándýrt frí til að skemmta þér í sumar Solla. Lestu bara góða bók og þú getur farið hvert sem er í huganum. Segir náung- inn sem á enga ferða- punkta. Bókasafnskortið þitt er aðgöngumiði í ævintýralandið! „Mér er sama hvað sagt er um mig“ Linda Björg Árnadóttir er á leiðinni í sjónvarpið með hreinskilnina að vopni. LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. í röð, 8. gogg, 9. rénun, 11. í röð, 12. miklu, 14. rófa, 16. klafi, 17. af, 18. skammstöfun, 20. pfn., 21. svikull. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. utan, 4. ávaxtatré, 5. þak- brún, 7. kæna, 10. stal, 13. skarð, 15. rótartauga, 16. hluti verkfæris, 19. bókstafur. LAUSN Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér, þetta er ekki fyrsta innbrotið þitt hr. Jólasveinn? LÁRÉTT: 2. sápu, 6. áb, 8. nef, 9. lát, 11. rs, 12. stóru, 14. skott, 16. ok, 17. frá, 18. rek, 20. ég, 21. flár. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. án, 4. perutré, 5. ufs, 7. bátskel, 10. tók, 13. rof, 15. tága, 16. orf, 19. ká.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.