Fréttablaðið - 11.08.2011, Side 56
11. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR40
FÓTBOLTI Keppnistímabilið í ensku
úrvalsdeildinni hefst um helgina
og eru tveir íslenskir knatt-
spyrnumenn á mála hjá liðum
deildarinnar að þessu sinni.
Annar þeirra er bakvörðurinn
Grétar Rafn Steinsson sem leik-
ur með Bolton Wanderers. Þar er
hann löngu orðinn fastamaður
og er nú að hefja sitt fjórða heila
tímabil með liðinu.
Grétar er 29 ára gamall og á
langan feril að baki. Hann varð
bæði Íslands- og bikarmeistari
með ÍA áður en hann hélt til Sviss
árið 2004. Þar lék hann með Young
Boys í átján mánuði áður en hann
samdi við AZ Alkmaar í Hollandi,
þar sem hann var í tvö og hálft ár.
Í janúar árið 2008 keypti Gary
Megson, þáverandi stjóri Bolton,
Grétar Rafn til félagsins fyrir
3,5 milljónir punda. Í dag er hann
mjög ánægður hjá félaginu en
segir að fyrstu árin undir stjórn
Megsons hafi verið mjög skrítin.
Sá nánast eftir félagaskiptunum
„Ég sá nánast eftir því að hafa
farið til Bolton. En eftir að Owen
Coyle var ráðinn sá ég aftur ljósið
og síðan þá hef ég notið þess mjög
að spila hér. Hjá Bolton er komið
mjög vel fram við leikmenn og vel
hugsað um okkur. Það er þekkt að
leikmenn hjá Bolton eiga það til
að vera lengi hjá félaginu. Hér er
mjög gott æfingasvæði, frábær
völlur og við erum með lið sem
er vel samkeppnishæft í ensku
úrvalsdeildinni,“ segir Grétar.
Bolton endaði í fjórtánda sæti
deildarinnar á síðasta tímabili
en eftir að það vann 2-1 sigur á
Arsenal í lok apríl datt allur botn
úr leik liðsins sem tapaði síðustu
fimm leikjum sínum á tímabilinu.
„Þegar lið eru búin að tryggja
veru sína í deildinni þarf lítið til að
það hægist verulega um. Vonandi
náum við að halda dampi aðeins
lengur í ár og setja meiri pressu á
átta efstu lið deildarinnar,“ segir
Grétar Rafn sem telur Bolton vera
með lið sem geti gert góða hluti í
vetur.
Tvö fótbrot
„Við erum með virkilega sterkt
byrjunarlið og höfum spilað ágæt-
lega á undirbúningstímabilinu.
Hins vegar höfum við misst mikið
af leikmönnum og ekki enn tek-
ist að fylla í þau skörð. Þess fyrir
utan fótbrotnuðu tveir leikmenn
á dögunum og vorum við ekki
nema þrettán á æfingu í dag,“
segir hann en viðtalið var tekið
á mánudaginn síðastliðinn. „Við
fáum líklega tvo leikmenn í þess-
ari viku og svo notum við yngri
leikmenn til að fylla í hópinn.“
Hann segir erfitt fyrir lið eins
og Bolton að keppa við stóru liðin
á leikmannamarkaðnum. „Deildin
er sífellt að verða sterkari og hefur
aldrei verið sterkari en nú frá því
að ég kom til Englands. Hér geta
bestu liðin keypt að vild og minni
liðin bítast svo um stóru bitana
sem stóru liðin vilja ekki. Mark-
aðurinn ber þess merki að stóru
liðin eru undir mikilli pressu að
standa sig og vinna titla. Því eru
háar upphæðir greiddar fyrir
leikmenn. Það er mikið undir og
verður mjög spennandi að fylgj-
ast með markaðnum þar til lokað
verður fyrir félagaskipti um mán-
aðamótin.“
United með besta liðið
Um toppbaráttu deildarinnar
segir hann ljóst að Manchester
United, núverandi Englandsmeist-
ari, sé með besta liðið. „Það sönn-
uðu United-menn á síðasta tíma-
bili og undirstrikuðu í leiknum um
Samfélagsskjöldinn um síðustu
helgi,“ segir Grétar en þá vann
United 3-2 sigur á grönnum sínum
í City eftir að hafa verið 2-0 undir
hálfleik.
„Það býr mikil geta í liðinu en
í þessum leik sýndu leikmenn
hversu gott hugarfar þeir eru
með. Það þarf rétta hugarfarið til
að vinna upp slíka forystu frekar
en knattspyrnulega getu,“ segir
Grétar.
„Svo verður gaman að fylgjast
með Liverpool sem hefur mikið
keypt og spurning hvort eyðslan
skili einhverju. Maður veit svo
aldrei hvað gerist hjá Arsenal og
þá helst hvort félagið ætli loks-
ins að kaupa einhverja leikmenn.
Chelsea er stórt spurningarmerki
og svo er það Manchester City sem
getur keypt að vild. Það er gríðar-
lega mikið í húfi fyrir öll þessi lið.“
Á lokaári samningsins
Grétar er á lokaári samnings síns
hjá Bolton en er ekki byrjaður að
ræða við félagið um nýjan samn-
ing. „Aðalmálið fyrir liðið nú er að
bæta við sig leikmönnum en ekki
gera nýja samninga við leikmenn
sem eru fyrir hjá félaginu. Fram-
haldið kemur svo bara í ljós.“
eirikur@frettabladid.is
Deildin hefur aldrei verið sterkari
Grétar Rafn Steinsson er að hefja sitt fjórða heila keppnistímabil með Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Hann
segir Bolton með sterkt byrjunarlið en að félagið þurfi fleiri leikmenn. Grétari líður mjög vel hjá Bolton.
Í SVIÐSLJÓSINU Grétar Rafn Steinsson í leik gegn Manchester United á Old Trafford í mars síðastliðnum. Hér er hann í baráttu við
annan bakvörð, hinn franska Patrice Evra. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Aðeins tveir Íslendingar spila í ensku úrvalsdeildinni
þetta tímabilið en engu að síður verður Íslendingaslagur
strax í fyrstu umferð þegar nýliðar QPR taka á móti
Bolton. Heiðar Helguson leikur með QPR en Grétar
Rafn Steinsson með Bolton.
Grétar Rafn gekk til liðs við Bolton í janúar 2008
en þá var Heiðar einmitt á mála hjá Bolton. „Hann átti mjög
stóran þátt í því að ég ákvað að semja við Bolton á sínum
tíma,“ segir Grétar Rafn. „Hann var svo mjög óheppinn með
meiðsli á sínum tíma með félaginu en stóð sig alltaf mjög vel
þegar hann gat spilað.“
Heiðar leikur sem sóknarmaður en Grétar sem varnarmaður.
Það er því líklegt að þeir muni eitthvað kljást fái þeir báðir að spila.
„Leikmennirnir þekkja hann mjög vel og við munum hafa góðar
gætur á honum svo hann eyðileggi ekki daginn fyrir okkur.
Ég get lofað því að hann fær ekkert ókeypis hjá mér,“
segir hann í gamansömum tón.
Íslendingaslagur í fyrstu umferð
FÓTBOLTI Ármann Smári Björnsson
hefur verið samningslaus síðan
hann yfirgaf Hartlepool í lok síð-
ustu leiktíðar. Ármann Smári
hefur varið stórum hluta sumars-
ins hér á landi, æft sjálfur og hald-
ið sér í standi.
Hornfirðingurinn var einn fjöl-
margra sem fóru frá Hartlepool í
maí.
„Það kom nýr þjálfari sem var
með sínar áherslur. Einhverjum
líkaði það ekki og aðrir vildu fara
því þeir voru ekkert að fá að spila
hjá honum. Menn eru víst í þessu
til þess,“ segir Ármann Smári sem
segir nýja þjálfarann hafa fengið
til sín tíu leikmenn sem hafi spilað
undir hans stjórn áður.
„Ég sá fljótlega eftir að hann
tók við að ég væri ekki að passa í
myndina hjá honum. Ég fékk bara
þá hugmynd að finna mér nýtt
félag.“
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort félög í Pepsi-deildinni
hefðu ekki getað notast við krafta
Ármanns Smára í sumar. Eyja-
menn og Valsarar hafa átt í fram-
herjavandræðum en ekkert félag
stendur jafnilla og Fram sem
hefur aðeins skorað sjö mörk í
fjórtán leikjum.
„Það var óvenju rólegt,“ segir
Ármann Smári spurður hvort
íslensku félögin hafi reynt að fá
hann til sín. Hann hafi enn hug á
því að spila úti og sé að skoða sig
um þar.
Ármann Smári fór á dögunum
til Svíþjóðar og æfði með Jónasi
Guðna Sævarssyni og félögum í
Halmstad. Félagið er í slæmum
málum í deildinni, vermir botn-
sætið og virðist stefna í fall hjá
félaginu.
„Ég var þar í fjóra daga en æfði
bara tvisvar. Það var frí hjá þeim
og svo stuttu síðar skiptu þeir um
þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt
frá þeim,“ segir Ármann Smári
sem hefur gert allt klárt í Eng-
landi fyrir væntanlegan flutning.
Hvert svo sem hann verður.
„Ég er búinn að pakka dótinu
mínu í geymslugám. Það er klárt
hvert sem ég fer. Það þarf bara
að finna heimilisfang á gáminn,“
segir Ármann léttur.
Ólafur Garðarsson, umboðsmað-
ur kappans, segist aðallega horfa
til Norðurlandanna, Englands
og Skotlands eftir nýju félagi.
Ármann Smári segist myndu skoða
allt sem kæmi upp en viðurkennir
að aðstæður séu breyttar nú þegar
hann sé kominn á fertugsaldurinn.
„Þegar maður er komin með tvö
börn og fjölskyldu þarf maður að
skoða betur hvert maður vill fara,“
sagði Hornfirðingurinn geðþekki.
- - ktd
Ármann Smári Björnsson nýtur veðurblíðunnar á Íslandi meðan hann leitar sér að nýju félagi erlendis:
Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn
LANDSLIÐSMAÐUR Ármann Smári
spilaði síðast landsleik í 2-1 tapi gegn
Skotum í apríl 2009. NORDIC PHOTOS/AFP
KÖRFUBOLTI Sigurjón Örn Lárus-
son hefur ákveðið að snúa aftur
heim í Stjörnuna og spila með
liðinu í Iceland Express-deildinni
í vetur.
Sigurjón hefur búið í Vest-
mannaeyjum undanfarin fjög-
ur ár en lék þar á undan með
Stjörnuliðinu frá stofnun körfu-
boltadeildarinnar 1993. Svo
skemmtilega vill til að Sigurjón
mun nú spila á nýjan leik með
tvíburabróður sínum, Guðjóni
Hrafni Lárussyni, sem hefur
leikið einn í Garðabænum undan-
farin ár. - óój
Liðstyrkur til Stjörnunnar:
Tvíburarnir
sameinast á ný
GUÐJÓN HRAFN LÁRUSSON Spilar á ný
við hlið bróður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI Hafþór Ingi Gunnars-
son, fyrirliði Skallagríms, hefur
ákveðið að spila með nágrönnun-
um í Snæfelli í Iceland Express-
deild karla í vetur en hann snýr
þar með aftur í Hólminn eftir sjö
ára fjarveru.
Hafþór spilaði eitt tímabil
með Snæfelli 2003-2004 og tók
þá þátt í því að vinna fyrsta titil
félagsins þegar Snæfell varð
deildarmeistari. Hafþór var
með 6,8 stig á 22,8 mínútum í
leik þetta sögulega tímabil hjá
Hólmurum. - óój
Snæfellingar styrkja sig:
Hafþór Ingi fer
í Hólminn
HAFÞÓR INGI GUNNARSSON Hefur farið
í lokaúrslitin með bæði Snæfelli og
Skallagrími.
FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns-
son mun ekki spila með Hudders-
field í ensku C-deildinni í vetur
en hann er að reyna að losna frá
félaginu.
Jóhannes Karl var í viðtali við
vefsíðuna fótbolti.net í gær þar
sem hann segir það líklegt að
hann spili með Skagamönnum í
Pepsi-deildinni næsta sumar.
„Maður veit aldrei hvað verður
en eins og málin standa núna eru
allar líkur á að við séum að koma
heim og mig persónulega langar
að spila fyrir Skagann,“ sagði
Jóhannes Karl í viðtalinu. - óój
Jóhannes Karl Guðjónsson:
Spilar líklega
með ÍA 2012
JÓHANNES KARL Spilaði með ÍA í
meistaraleik Steina Gísla á dögunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR BJARKI HALLDÓRSSON