Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 2
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 VEÐUR Fellibylurinn fyrrverandi, Írena, kemur upp að ströndum landsins á fimmtudag, en líkast til verður hún ekki frábrugðin þeim 300 lægðum sem koma upp að landinu á hverju ári. Írena olli miklum skemmdum á meðan hún var í hámarki og æddi yfir Karíbahafið og ríkin á norðausturströnd Bandaríkjanna. Henni þvarr þó kraftur eftir því sem norðar dró og var stödd yfir Kanada í gær. Hátt á þriðja tug manna létu lífið í Bandaríkjun- um, milljónir manna þurftu að búa við rafmagns- leysi og víða ollu flóð miklum skemmdum. Mesta tjónið varð reyndar af vatnsflóðinu sem streymdi úr skýjunum frekar en af völdum þess ofsaroks sem fylgdi Írenu, enda varð það rok ekki jafn öflugt og óttast var fyrir fram. Lestarkerfið í New York var tekið úr notkun áður en stormurinn skall á um helgina og óttuðust íbúar borgarinnar öngþveiti þegar það færi af stað aftur. Þá þurfti að fella niður meira en 9.000 flugferðir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun Írena renna upp að suðurströnd landsins á fimmtudag. „Það á ekki að verða neinn stormur af því. Það verður suðaustanátt og rigning á sunnanverðu land- inu. Lægðin mun svo staldra við suður af landinu þar sem hún eyðist svo um helgina.“ - þj, gb Fellibylurinn Írena gerði minni usla vestra en óttast var og stefnir nú til Íslands: Kemur með meiri rigningu FLÓÐ Í RÉNUN Svona var umhorfs í bænum Waterbury í Vermont í gær þegar Írena var farin hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILSA Útibú íslensku æfinga- stöðvarinnar Boot Camp verð- ur opnað í Kaupmannahöfn 12. september næstkomandi, en þá fá Danir að upplifa alíslenskt æfingakerfi sem byggir á krefj- andi líkamsæfingum í góðum félagsskap. „Nú þegar er mikið um skrán- ingar úti og allt lofar þetta góðu. Við ætlum okkur seinna í stærri hluti en stígum varlega til jarð- ar,“ segir Arnaldur Birgir Kon- ráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp í Reykjavík. Stöðin ytra fær nafnið Budz Boot Camp, með vísun í enska orðið Buddies, eða félagar. „Í Boot Camp eru talsverðar líkur á að finna ástina og Boot Camp- brúðkaup eru orðin mörg.“ - þlg / sjá Allt í miðju blaðsins Íslenskt æfingakerfi til Dana: Boot Camp flyst til Köben HEILSA Starfsemi Sjúkraflutninga- skólans hefur dregist töluvert saman undanfarin þrjú ár. Þátt- takendum á endurmenntun- arnámskeiðum hefur fækk- að um helm- ing að sögn Hildigunnar Svavarsdóttur skólastjóra. Hún segir að mikil þörf sé á endurmenntun sjúkraflutn- ingamanna því grunnmenntun þeirra sé þrjár vikur og það sé of lítið. Hún segir einnig að nauð- synlegt sé að þjálfa sjúkraflutn- ingamenn í dreifðari byggðum landsins og halda þekkingu þeirra við, því tilfelli sjúkraflutn- inga þar séu oft fátíð. - mmf / sjá Allt Færri á námskeið eftir hrun: Færri fara í endurmenntun HILDIGUNNUR SVAVARSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku vegna rannsóknar lögreglu á nauðgun. Hann skal sæta gæslu fram á föstudaginn næstkomandi vegna rannsóknarhagsmuna. Kona á fimmtugsaldri kærði manninn, sem er á fertugsaldri, fyrir nauðgun í fyrradag. Fólk- ið þekkist og hefur búið saman af og til samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins. Konan fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Grunur leikur á að um hótanir og misþyrming- ar hafi verið að ræða. Lögreglan á höfuðborgar svæðinu fer með rannsókn málsins. - jss Nauðgun kærð til lögreglu: Karlmaður í gæslu vegna nauðgunar Lyf: ■ 418 töflur af mogadon ■ 19 töflur af rítalíni ■ 10 töflur af starklox ■ 29 belgir af NVR ■ 192 töflur af sobril ■ 18 töflur af rivotril ■ 19 töflur af levitra ■ 12 töflur af cialis ■ 267 amfetamíntöflur ■ 66 töflur af cencerta ■ 1 tafla af imovane Tóbak: ■ 222 dósir af neftóbaki ■ 1.729 dósir af munntóbaki Fíkniefni: ■ 20,74 grömm af kókaíni Peningar: ■ 10.182.000 íslenskar krónur ■ 2.310 evrur ■ 400 danskar krónur ■ 764 bandarískir dollarar ■ 250 bresk pund ■ 30 kanadískir dollarar Þetta fannst við húsleitirnar DÓMSMÁL Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur gefið út ákæru á á hendur Júlíusi Þorbergssyni, betur þekktum sem Júlla í Draumnum, fyrir ólöglega lyfja- og tóbakssölu og peningaþvætti. Júlíus segist ætla að lýsa sig saklausan af öllum ákæruatriðum og opna söluturninn Drauminn aftur með haustinu. Júlíus var handtekinn og Draum- urinn á Rauðarárstíg innsiglaður í júní í fyrra vegna gruns um að þar væru seld lyfseðilsskyld lyf og fíkniefni. Leitað var víðar í borginni og hald lagt á lyf og fjármuni. Júlíus sat í gæsluvarðhaldi í tæpa viku og Draumurinn hefur verið lokaður síðan, á grundvelli úrskurðar frá dómsmálaráðuneytinu. Ákæra var síðan gefin út réttu ári eftir að málið upp, hinn 14. júní síðastliðinn. Í henni er Júlíusi gefið að sök að hafa selt tveimur konum lyfseðilsskyld lyf án heimildar og átt í fórum sínum samtals 1.051 skammt af slíkum lyfjum, ætluð- um til sölu. Þá fannst á heimili hans tæpt 21 gramm af kókaíni sem hann er talinn hafa ætlað að selja. Jafnframt er hann ákærður fyrir brot á tóbaksvarnarlögum fyrir að hafa átt og ætlað að selja tæpar tvö þúsund dósir af munn- og neftóbaki. Enn fremur er hann ákærður fyrir peningaþvætti, en í fórum hans fundust jafnvirði samtals tæp- lega ellefu milljónir íslenskra króna sem lögreglan telur að sé ávinning- ur hinnar ólöglegu starfsemi. Gerð er krafa um upptöku alls fjárins. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn sagði í samtali við Fréttablað- ið í fyrra að lokun Draumsins væri ótímabundin og hann yrði ekki opn- aður aftur nema úrskurði ráðuneyt- isins yrði hnekkt fyrir dómstólum. Ákærður Júlli hyggst opna Drauminn á ný Eigandi Draumsins við Rauðarárstíg hefur verið ákærður fyrir að selja lyf í söluturninum og peningaþvætti. Lögregla hefur hins vegar ákveðið að aflétta lokun verslunarinnar og eigandinn býst við að opna að nýju með haustinu. Í SUMARFRÍI Í FYRSTA SINN Júlli hefur rekið Drauminn í 23 ár og hefur áður fengið yfirvöld í heimsókn. Þessi mynd er tekin á góðri stundu árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. „Við þorum ekki að túlka þetta ákvæði í lögreglulög- um, um heimild til að stöðva starf- semi, öðruvísi en að það sé bara tímabundið,“ segir Sigurður Freyr Sigurðsson, fulltrúinn sem sækir málið fyrir hönd lögreglu. „Hann fær að minnsta kosti að njóta vaf- ans.“ Menn séu að feta sig áfram með heimildina og ákveðið hafi verið að miða við að lokuninni yrði aflétt við útgáfu ákæru. Júlíus kveðst lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann muni þó lýsa sig saklausan og ætli tvímæla- laust að opna Drauminn að nýju ein- hvern tíma með haustinu. „Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég tek mér sumarfrí og það hefur verið mjög spennandi,“ segir Júlíus um liðið sumar. „Það eru margir sem sakna þess að geta litið við hjá mér og síminn hefur hringt látlaust síðan í fyrra,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is Sigurður, fórstu í háttinn eftir átta? „Ég kláraði nú leikinn, en fór snemma í háttinn.“ Sigurður Enoksson, formaður Arsenal- klúbbsins á Íslandi, þurfti að horfa upp á sína menn niðurlægða á Old Trafford, heimavelli Manchester United, á sunnu- dag. Leikurinn fór 8-2 fyrir United. HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er mjög spennandi svið sem við erum komin á,“ segir Þuríður Back- man, formaður heilbrigðis- nefndar Alþingis. Heilbrigðisnefnd kom saman í gær til að ræða staðgöngumæðr- un. Hún segir að verið sé að ræða hvernig standa ætti að mögulegu frumvarpi um staðgöngumæðr- un ef ákveðið yrði að semja slíkt frumvarp. „Það eru svo fjölmargir þættir sem þarf að huga að. Það eru rétt- indi barnsins og réttindi foreldr- anna og svo auðvitað fjölmörg siðferðileg álitaefni,“ segir Þur- íður. Hún segir að í ljósi þess að tæknin sé komin það langt að mögulegt sé að framkvæma stað- göngumæðrun sé nauðsynlegt að ræða hvort rétt sé að leyfa hana. Fólk sé þegar farið að nýta sér þessa tækni og fari til útlanda, Indlands eða annað, í þeim erindagjörðum. Vegna þessarar þróunar sé nauðsynlegt að kanna hvort staðgöngumæðrun komi til greina hér á landi. „Við verðum að vita hvað við viljum í gera í þessu sambandi,“ segir Þuríður. - jhh Heilbrigðisnefnd Alþingis fundaði um staðgöngumæðrun: Ræddu um mögulegt frumvarp BANDARÍKIN Bandarísk móðir hellti sterkri kryddsósu upp í sjö ára kjörson sinn og þvingaði hann til að standa undir ískaldri sturtu til þess að kom- ast í sjónvarps- þáttinn Dr. Phil. Hún hefur nú verið dæmd fyrir misþyrm- ingu og á yfir höfði sér eins árs fangelsi. Málið hefur vakið mikla athygli í Rúss- landi þar sem konan hafði ætt- leitt drenginn þaðan. Fyrr á þessu ári greindi umboðsmaður barna í Rússlandi frá því að 17 rússnesk börn hefðu á undanförnum fimmtán árum látist eftir misþyrmingar banda- rískra foreldra. Ættleiðingum til Bandaríkjanna var hætt í fyrra eftir að bandarísk kona sendi kjörson sinn til Moskvu. Hann er nú á munaðarleysingjahæli. - ibs Mamman vildi í þátt dr. Phils: Ákærð fyrir misþyrmingu LÖGREGLUMÁL Lyfjagreining hefur leitt í ljós að meðal dánarorsaka ungrar konu, sem fannst látin í íbúð í Reykjavík í apríl, var alvar- leg eitrun af völdum fíkniefnisins PMMA. Grunur beindist strax að efninu þegar stúlkan fannst. Það er mjög eitrað og hafði fyrst fundist á Íslandi fyrr í mánuðinum. Andlát hennar hefur nú verið rakið til neyslu áfengis, kannabis- efna og amfetamíns, auk alvarlegr- ar PMMA-eitrunar. Lyfið virðist ekki hafa hlotið frekari útbreiðslu síðan. - sh Dánarorsök stúlku staðfest: Lést af völdum PMMA-neyslu DR. PHIL ÞURÍÐUR BACKMAN Formaður heil- brigðisnefndar segir fjölmörg siðferðileg tengjast umræðunni um staðgöngu- mæðrun. SPURNING DAGSINS valið þér ilmandi kaffidrykkr getÞú u an lítra af Egils Kri taf s l), ða h(e ál rúnnst kki sem er smurt fyrir ð ybakný a smjöri, osti og skinku og til að ð g meþi máltíðina velurðu þér eina af rónakó kar ok mótstæðilegu „cupcakes“ó . 30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 490 kr. GILDIR 24 TÍMA 1.075 kr. Verð 54% Afsláttur 585 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ TB W A R\ PI PA R TB W A • SÍ A SÍ A KAF IDRYK UR SMURT RÚNNSTYKK OG „CUPCAKE“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.