Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 18
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is CAMERON DIAZ leikkona er 39 ára. „Fita er eina meðalið við timburmönnum. Löðrandi ostborgari og franskar, eins og ég fæ mér daglega. Sumir eru fyrir súkkulaði og sætindi. Ég elska franskar kartölfur. Þær og kavíar.“ Merkisatburðir 1720 Jón Vídalín Skálholtsbiskup lætur lífið á leið norður Kalda- dal. Staðurinn var nefndur Biskupsbrekka og þar reistur kross til minningar um atburðinn. 1779 Hið íslenska lærdómslistafélag stofnað í Kaupmannahöfn til að fræða Íslendinga í bústjórnarefnum og bæta vísinda- kunnáttu þeirra og bókmenntasmekk. 1874 Efnt er aftur til þjóðhátíðar í Reykjavík í blíðskaparveðri, eftir að bæjarbúum hafði þótt þjóðhátíðarhald í Öskjuhlíð í byrjun mánaðarins misheppnast. 1967 Borgarskálabruninn. Tvær stórar vöruskemmur Eimskipa- félagsins við Borgartún brenna. 39 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ruth Guðmundsson Seljahlíð, Hjallaseli 55, lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð Seljahlíðar, sími: 540-2400. Guðmundur J. Axelsson Arndís Axelsson Dóra Axelsdóttir Guðmundur R. Jónsson barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, Hjálmar Haraldsson skipstjóri, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 25. ágúst. Hjálmar verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 2. september kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hjartahlýju. Ragnheiður Guðmundsdóttir Haraldur Harðar Hjálmarsson Linda Rós Sveinbjörnsdóttir Kristín Guðrún Hjálmarsdóttir Kjell Ove Aarö Eva Margrét Hjálmarsdóttir Arnar Daníelsson Sigríður Helga Hjálmarsdóttir Davíð Árnason Anna Kristín Hjálmarsdóttir Magnús Kristján Guðjónsson Laufey Unnur Hjálmarsdóttir Bjarki Þór Sveinsson Rósey Rán Hjálmarsdóttir Indriði Kristinn Guðjónsson barnabörn, barnabarnabarn, systkini og mágar hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu, sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Páls Eiríkssonar fyrrverandi yfirlögregluþjóns. Sérstakar þakkir viljum við færa Lögreglukórnum og félögum úr Oddfellowstúkunni Ingólfi. Svanfríður Gísladóttir Sigrún Pálsdóttir Ingjaldur Eiðsson Gísli Pálsson Kolbrún Gísladóttir Eiríkur Örn Pálsson Arnheiður Ingimundardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og tengdafaðir, Lúðvík Ingvarsson fyrrum sýslumaður og síðar prófessor, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Karl Lúðvíksson Borghildur Brynjarsdóttir Margrét Lúðvíksdóttir Ingimundur Friðriksson Ari Már Lúðvíksson Helga Guðrún Helgadóttir Ágúst Lúðvíksson Amei Hoffmann Ingiríður Lúðvíksdóttir Okkar ástkæra, Hrund Helgadóttir hjúkrunarfræðingur lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi 27. ágúst. Hörður V. Sigmarsson Eva Bjarnadóttir Snorri Örn Arnarson Hervör Hólmjárn og systkini hinnar látnu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í rónum, en af nógu er að taka þegar kemur að áhugaverðum heimildum um alræmd- ar drykkjubúllur höfuðstaðarins,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem næstkomandi laugardag býður áhuga- sömum í rónagöngu um miðbæ Reykja- víkur. Gangan er ókeypis og allir vel- komnir, en það eru samtökin SÁÁ sem standa fyrir göngunni í þeim tilgangi að kynna löndum sínum söguna. „Stoppað verður við þekktar krár og við byrjum í Aðalstræti þar sem Svínastían stóð. Þar drukku dónarnir, en svo voru þeir lægst settu í þjóðfélag- inu kallaðir. Oft var sagt um skáld- ið Benedikt Gröndal, sem stundum fór á drykkjutúr, að hann vildi frekar drekka með dónum en höfðingjum, og fór þá beint í Svínastíuna, sem var í raun stéttaskipt því þar var líka Káet- an þar sem sátu að sumbli skipstjórar og stýrimenn.“ Guðjón mun einnig rölta rónaslóð um Hafnarstræti, sem var fram undir 1960 aðalrónagata bæjarins, samanber upp- nefnið Hafnarstrætisróni. „Á þeim árum stóð lögreglustöðin við Hafnarstræti, en þegar hún fluttist upp á Hlemm fór óreglufólkið með. Þetta tvennt virðist því fylgjast að, en lög- reglan hefur jú oft skotið skjólshúsi yfir rónana og þeir sjálfir leitað þar skjóls,“ segir Guðjón og staldrar við veitinga- staðinn Hornið í Hafnarstræti, þar sem áður var Bar Reykjavíkur, sá alræmd- asti á kreppuárunum. „Þar drukku menn sem kallaðir voru barónar. Sumir halda því fram að þaðan sé orðið róni komið, sem stytting á baróni. Til eru ófrýnilegar lýsingar á því hversu sóðalegur og svæsinn Bar Reykjavíkur var, en þar voru slagsmál og læti daglegt brauð og í eitt hornið pissuðu menn þar sem þeir stóðu,“ upp- lýsir Guðjón. „Rónar virðast fylgja borgarsam- félögum, en misjafnt hvernig þeir hafa það. Í gamla daga sváfu þeir margir mót suðri undir bárujárnsgirðingu sem lá þvert yfir Arnarhól og gárungarnir kölluðu Grand hótel. Þá áttu margir næturstað í yfirgefnum skipum, eins og einu sem lá talsvert lengi úti við Örfirisey. Á árum áður áttu líka marg- ir rónar vini í kaupmannastétt, sem oft viku að þeim bita, en eftir að eitur- lyf urðu algengari í neyslu hafa menn orðið óútreiknanlegri, á meðan gömlu rónarnir voru meinleysisgrey og auð- reiknanlegir,“ segir Guðjón og tekur fram að hann fari ekki á slóðir núver- andi bæjarróna í göngunni á laugar- dag, því það þyki honum varða friðhelgi einkalífsins. „En gangan er á vegum SÁÁ og aldrei að vita nema fyrrverandi og núverandi rónar sláist með í för, enda allir velkomnir. Ég mun hins vegar ekki verða með brjóstbirtu á pela, en hlakka til og á von á skemmtilegri göngu.“ thordis@frettabladid.is GUÐJÓN FRIÐRIKSSON SAGNFRÆÐINGUR: LEIÐIR RÓNAGÖNGU Á LAUGARDAG Rónar með dónum í Svínastíu Á RÓNASLÓÐUM Hér stendur Guðjón Friðriksson við Grjótið á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis, þar sem í kjallaranum voru áður fanga- geymslur lögreglunnar þegar Hafnarstrætisrónarnir voru og hétu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á þessum degi árið 1963 varð John F. Kennedy fyrstur Bandaríkjaforseta til að fá beint símasamband við Kreml í Moskvuborg. Símasambandinu var komið á laggirnar til að auðvelda samskipti milli forsetans og sovéska forsætis ráðherrans í kjölfar stirðra samskipta þjóðanna þegar minnstu munaði að kjarnorkustríð skylli á eftir að ríkisstjórn Kennedys komst á snoðir um að Sovétmenn hefðu komið kjarnaoddum fyrir á Kúbu. Í deilunni spannst upp mikið taugastríð sem dróst á langinn vegna tafsamra tjáskipta þegar dulkóðuð skila- boð þurfti að senda yfir hafið með símskeytum milli Kremlin og Pentagon. En jafnvel þótt Kennedy og Krústsjov hafi á endanum náð sáttum í Kúbudeilunni leiddi ótti við framtíðar misskilning til uppsetningar á bættri samskiptaleið þar sem ráðamennirnir gátu verið í sambandi allan sólarhringinn, allan ársins hring, en aðeins í neyðartilvikum. ÞETTA GERÐIST 30. ÁGÚST 1963 Kennedy fær beina línu til Moskvu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.