Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 38
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 folk@frettabladid.is Norska rokkhljómsveitin Jitney er á leiðinni til Íslands í stutta tón- leikaferð. Þetta verður í annað sinn sveitin kemur hingað til lands en síðast spilaði hún á hátíðinni Aldrei fór ég suður í fyrra. „Þeir tónleikar gengu mjög vel og það var flott að spila á Íslandi,“ segir gítarleikarinn og söngvar- inn Ari Þorsteinsson. Hann fædd- ist á Ísland en hefur búið í Nor- egi frá tveggja ára aldri. Jitney, sem hefur spilað víða í Noregi að undanförnu, er að undirbúa sína fyrstu plötu, sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikarnir á Íslandi verða fernir. Fyrst spilar sveitin í Paddy‘s í Keflavík á föstudaginn, daginn eftir verður hún á Bakkusi í Reykjavík og því næst í Hinu hús- inu og á Faktorý 6. og 7. september. Þar spila einnig Swords of Chaos og Ofvitarnir. - fb Jitney til Íslands JITNEY Frá vinstri: Bassaleikarinn Ruben Aksnes, Ari Þorsteinsson og trommarinn Kim Christer Hylland. Fjölmargir lögðu leið sína á skemmtistaðinn Nasa um helgina þegar danssveitin GusGus hélt tvenna tónleika. Sveitin hefur átt miklum vinsældum að fagna í sumar og nýjasta breiðskífa hennar, Arabian Horse, hefur setið ofarlega á vinsældalistum. Hljómsveitarmeðlimirnir Högni, Stebbi Steph, Urður, Daníel Ágúst og Biggi veira stóðu sig vel og tónleikagestir voru með bros á vör allt kvöldið. Fjör á GusGus SKEMMTU SÉR Þær Oddný, Anna Kristín, Viktoría og Elísabet Alma skemmtu sér mjög vel á tónleikunum. BROSMILDAR Þessar ungu dömur brostu framan í myndavélina. AÐDÁENDUR Mundi fatahönnuður og vinur hans voru í góðu stuði. HLJÓMSVEITARMEÐLIMIRNIR Þeir Biggi veira og Högni gáfu sér tíma til að svala þorstanum á tónleikunum. MYNDIR/ELÍS PÉTURSSON Rokkarinn Ozzy Osbourne á oft í erfiðleikum með að kom- ast á milli landa vegna eiturlyfjanotkunar á sínum yngri árum. Osbourne var á kafi í vímuefnum í fjörutíu ár en hefur verið laus við þau í töluverðan tíma. „Að gera heimskulega hluti leiðir af sér að eitthvað heimskulegt kemur fyrir mann. Ég var tekinn fyrir að reykja jónu fyrir löngu og á enn erfitt með að komast til og frá sumum löndum,“ skrifaði hann í pistli sínum í The Sunday Times Magazine. „Mörg okkar gera heimskulega hluti þegar við erum ung en við sem höfum lært af þeim þurfum að kenna börnunum okkar að þeir hafa afleiðingar.“ LÆRIR AF MISTÖKUM Osbourne hefur lært af mistökunum sem hann gerði á sínum yngri árum. Eiturlyfin tefja Ozzy 2 Ljósanæturball Óla Geirs verður hans stærsta til þessa. Í boði verða reykvél- ar, blöðrur, svaka hljóðkerfi og sjálfur Páll Óskar. „Ég hef haldið mörg stór böll en ég held að það sé óhætt að segja að þetta verði það stærsta,“ segir tón- leikahaldarinn Ólafur Geir Jóns- son, betur þekktur sem Óli Geir. Hann ætlar að halda risastórt ball á Ljósanótt í Reykjanesbæ á laugardagskvöld. Það verður í Stapanum og heitir einfaldlega Ljósanæturballið. Páll Óskar, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Haffi Haff og fleiri koma fram, auk þess sem Óli sjálfur þeytir skífum í hliðarsal ásamt Sindra BM. „Þetta verður alvöru. Það er rosa mikill spenningur í Kefla- vík og það eru allir að tala um að loksins sé eitthvað almennilegt að gerast á Ljósanótt,“ segir Óli Geir. „Það verður „sikk“ hljóðkerfi, eitt það besta á landinu, og nóg af ljós- um og reykvélum og blöðrum.“ Forsala miða fer fram í Gallerí Keflavík og í Skór.is í Kringlunni og Smáralind. Spurður hvort uppákoman verði eitthvað í líkingu við Dirty Night-böllin hans með tilheyrandi undirfatasýningu ungra meyja og annarra djarfra atriða neitar hann því. „Fólk áttar sig ekki á hvað maður hefur haldið mikið af kvöldum fyrir alla aldurshópa. Menn gleypa alltaf það neikvæða. Þetta Dirty Night er bara eitt af tuttugu „konseptum“ sem ég er með,“ segir hann. Óli lofar flottri stemningu, þar sem eldri ballgestir í bland við yngri geti lyft sér upp eftir Ljósanóttina. Skortur hafi verið á stóru balli sem þessu því hingað til hafi fólk eftir miðnætti farið annað hvort í heimapartí eða á skemmtistaði í miðbæ Keflavík- ur sem eru smærri í sniðum. „Ég og Palli [Páll Óskar] höfum hald- ið ball á Ljósanótt síðustu fjög- ur ár. Við höfum alltaf verið á skemmistöðum niðri í bæ og það hefur alltaf verið alveg grillað. Þannig að okkur langaði að fara með þetta nokkrum skrefum ofar og taka alvöru Nasa-ball eins og hann hefur verið með. Hann hefur aldrei verið með svoleiðis ball í Stapanum og ef það er ein- hver dagur á árinu til að gera þetta í Keflavík er þetta klárlega dagurinn.“ Óli Geir hefur haft nóg að gera í sumar í skemmtanahaldinu og ferðast út um allt land með partíin sín. Hann ætlar hvergi að slaka á í haust. „Ég er að fara af stað með Smirnoff-túr í kringum land- ið. Haffi Haff er með mér í því,“ segir hann, en þeir félagar ætla að ferðast á tíu staði á landinu og gera allt vitlaust. freyr@frettabladid.is Grillað partí hjá Óla Geir STÆRSTA BALLIÐ Óli Geir lofar rosalegu stuði á Ljósanæturballinu sem verður haldið í Stapanum á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MÁNUÐIR eru liðnir síðan fingurinn á Morrissey brotnaði eftir að hundur beit hann. Fingurinn hefur ekki gróið nógu vel og því þarf söngvarinn að gangast undir frekari læknismeðferð á næstunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.