Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 8
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 1. Hversu mörgum aðstoðar- beiðnum sinntu björgunarsveitir á hálendinu í sumar? 2. Hversu mikið hefur heildar- raforkukostnaður viðskiptavina OR hækkað frá því í júní í fyrra? 3. Hversu lengi hefur Svali á FM 957 starfað sem útvarpsmaður? SVÖR 1. Um 250. 2. 26 prósent. 3. Tuttugu ár. STJÓRNMÁL Davíð Þorláksson hér- aðsdómslögmaður var á sunnu- dag kjörinn formaður Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna næstu tvö árin. Davíð er fæddur og upp- alinn á Akur- eyri en búsett- ur í Reykjavík. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut héraðs- dómslögmannsréttindi árið 2009. Davíð sat í stjórn SUS frá 2003 til 2005 og svo aftur frá árinu 2009. Hann hefur verið formaður Félags sjálfstæðismanna í Vest- urbæ og Miðbæ og í stjórn full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. - mþl Formannskjör hjá SUS: Davíð kjörinn nýr formaður DAVÍÐ ÞORLÁKSSON EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur í Banda- ríkjunum var einungis 1% á árs- grundvelli á öðrum ársfjórðungi. Búist hafði verið við 1,3% hag- vexti. Þá voru hagvaxtartölur fyrir annan ársfjórðung í Bretlandi endurskoðaðar niður. Hagvöxtur þar mældist 0,7% á ársgrundvelli á tímabilinu en var 2,5% á sama tímabili í fyrra. Svipuð þróun er víða að eiga sér stað í Evrópu og hefur til að mynda hægt á hag- vexti í Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Nokkur lönd standa þó vel og mælist hagvöxtur 3,7% í Finnlandi og 5,3% í Svíþjóð. - mþl Slæmar hagtölur að birtast: Hagvöxtur víða að minnka Samstöðuhópur gegn misrétti v/kynferðisafbrotamála! Gagnasöfnun hafin! „Hefur barnið þitt fengið að njóta vafans?“ 1. Hefur Rannsóknarlögregla fellt niður þitt mál? 2. Hefur Ríkissaksóknari fellt niður þitt mál? 3. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn málsins? 4. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum gagnvart þeim lögum er lúta að kynferðisafbrotamálum? 5. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með dóminn. 6. Hefur þú orðið var/vör við að eitthvað eftirlit sé með manni sem lokið hefur afplánun? Hafir þú/þið svör við ofantöldum spurningum, endilega hafið samband! Facebook síða „Samstöðuhópur gegn misrétti..“ í skilaboð. Skrifið mér á netfangið: kristinsn@simnet.is og/eða Pósthólf 8915 - 108 Reykjavík - merkt: „Samstöðuhópur“ Heimasíða: www.kristinsnaefells.com Kær kveðja, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir F U L L U M T R Ú N A Ð I H E I T I Ð ! EFNAHAGSMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, eru gagnrýnir á málflutning ríkisstjórnarinnar í tengslum við lok formlegs samstarfs Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þeir segja ríkisstjórnina hafa brugðist í endurreisn efnahags- lífsins. „Þegar menn fara yfir það lið fyrir lið hverju átti að áorka í upphafi komast menn að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin,“ segir Bjarni og bætir við að upphafleg markmið um afnám gjaldeyris- hafta, lága verðbólgu og hagvöxt hafi ekki náðst fram. Þá segir Bjarni fyrirheit um að kjarasamningar endurspegluðu ástandið í efnahagslífinu hafa verið brotin. Loks hafi verið geng- ið mun lengra í skattahækkunum en AGS hafi lagt til og of lítið gert til að koma nýrri fjárfestingu af stað. „Mér finnst því miður fátt benda til þess að efnahagslífið sé farið af stað, að minnsta kosti ekkert í líkingu við það sem ætti að vera,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við: „Við fórum á mis við þá uppsveiflu sem kom víð- ast hvar fram í kjölfar fyrri hluta fjármálakrísunnar. Jafnvel þótt aðstæður hafi að mínu mati verið á margan hátt heppilegar fyrir nýja fjárfestingu með lágt gengi krónunnar og nægt vinnuafl til reiðu.“ Þá segir Sigmundur ríkisstjórn- inni hafa mistekist að nýta þau tækifæri sem voru til staðar og raunar gert illt verra með því að viðhalda stöðugri pólitískri óvissu og með því að flækja skattkerfið og hækka skatta ítrekað. - mþl Telja árangur stjórnar minni en af hefur verið látið: Tækifærum glutrað SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON BJARNI BENEDIKTSSON GEIMVÍSINDI Nýtt verkefni Geim- ferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, gæti markað kaflaskil í skilningi mannkyns á eðli, gerð og upphafi tunglsins og bergreikistjarna í sólkerfi okkar. GRAIL-verkefnið svokallaða felst í því að tveimur könnunar- förum verður komið á braut um tunglið, þaðan sem þau munu senda nákvæmar upplýsingar um segulsvið tunglsins. Meðal þess sem fram mun koma, gangi verkefnið að óskum, er upp- bygging tunglsins allt frá kjarna að skorpu. Fyrir utan það sem læra má um þróun og uppbyggingu annarra reikistjarna verður þetta verkefni ómetanleg fróð- leiksnáma fyrir tunglferðir framtíðarinnar. Könnunarförunum tveimur, Grail-A og Grail-B, verður að öllum líkindum skotið á loft hinn 8. september og er gert ráð fyrir því að þau verði komin á braut um áramót. Eftir það taka við 82 dagar af rannsóknum, en að því loknu munu tækin lækka flugið og lenda á yfirborði tungslins. thorgils@frettabladid.is Tunglið kortlagt með meiri nákvæmni en nokkru sinni NASA undirbýr spennandi verkefni þar sem segulsvið tunglsins verður kortlagt með áður óþekktri ná- kvæmni. Gæti gefið vísbendingar um innri gerð tunglsins og uppruna jarðar og annarra bergreikistjarna. SPENNIÐ BELTIN Könnunarförin eru komin um borð í eldflaugina sem mun koma þeim út í geim í átt að tunglinu. MYND/NASA KORTLEGGJA TUNGLIÐ Könnunargeimförin tengjast á sporbaug um tunglið og senda gögn til jarðar. MYND/NASA ■ Tunglið er í 360.000 til 405.000 kílómetra fjar- lægð frá jörðu. ■ Tunglið er 1.737 kílómetrar í þvermál og 2.159 kílómetrar í ummál. ■ Þyngdaraflið á tunglinu er 1/6 af því sem er á jörðu þannig að 90 kílóa maður á jörðu yrði 15 kíló á tunglinu. ■ Tunglið fjarlægist jörðina um 3,8 sentimetra á ári. ■ Tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðu. ■ Sólarhringurinn á tunglinu jafngildir um 30 sólarhringum á jörðu. Heimild: NASA Fróðleiksmolar um tunglið MATVÆLI „Þegar loksins var búið að framlengja opna tollkvótann í nautakjöti var búið að selja öðrum aðila nautakjötið sem ég ætlaði að kaupa erlendis. Ég þurfti þess vegna að byrja að því að leita að kjöti aftur. Og það er ekki eins og menn úti í heimi bíði eftir þessum viðskiptum.“ Þetta segir Leifur Þórsson, fram kvæmda stjóri Ferskra kjötvara, vegna fréttatilkynn- ingar frá sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu um að opið sé fyrir innflutning nautakjöts á lækkuðum tollum. Þar segir að upphaflega hafi átt að vera opið fyrir innflutn- inginn frá 10. júní til 30. júlí. Heimild til inn- flutnings hafi hins vegar verið framlengd til 30. september. „Það er alveg rétt að opið er fyrir innflutning ennþá en hann getur verið erfið- leikum háður þegar hann er mjög tímabundinn. Í fyrsta lagi þarf að sækja um leyfi fyrir hvern einasta framleiðanda ef maður hefur ekki flutt inn frá honum áður. Þegar slíkt samþykki hefur fengist, sem getur tekið tvær til þrjár vikur, þarf kjötið svo að vera í frysti í 30 daga áður en það er flutt inn. Ég benti strax á, hinn 9. júní, að þegar heimildin væri veitt í svona stuttan tíma, eins og gert var þegar tollkvótinn átti bara að vera opinn í rúman mánuð, væri ekki hægt að flytja kjötið inn. Það var hins vegar ekki tekin ákvörð- un um framlengingu fyrr en 14. júlí. Þá byrjaði leit að kjöti á ný.“ - ibs Framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara gagnrýnir reglur um kjötinnflutning: Naumur tími er hindrun LEIFUR ÞÓRSSON SAMGÖNGUR Sölu á strætókortum á sérstöku tilboði fyrir veturinn sem nálgast lýkur á morgun. Eins mánaðar, þriggja mánaða og níu mánaða strætókort sem keypt eru fyrir miðnætti á morgun hafa þriðjungi lengri gildistíma en hefðbundið er. Mánaðarkort gildir því í fimm vikur, þriggja mánaða kort í fjóra mánuði og níu mánaða kort í tólf mánuði. Hægt er að kaupa strætókort eða strætómiða á vefsíðu Strætó, straeto.is, og fást þá kortin send heim í pósti svo ekki þarf að gera sér ferð á sölustað. - mþl Tilboðinu lýkur á morgun: Strætókort á tilboðsverði STRÆTÓ Um hríð hefur verið hægt að kaupa strætókort og -miða á vefsíðu Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILSA Sameinuðu þjóðirnar vör- uðu í gær við því fuglaflensan gæti dreift sér upp á nýtt. Har- aldur Briem sóttvarnalæknir telur ekki mikla hættu á að fugla- flensan berist hingað. Hann segir ekki um nýtt til- brigði flensunnar að ræða heldur sé þetta H5N1-tilbrigðið sem hafi verið þekkt lengi. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur í bili. Það séu helst þeir sem vinni við fuglarækt eða umgangist veika fugla í Asíu sem þurfi að hafa áhyggjur. SÞ varar við fuglaflensu: Lítil hætta á flensunni hér VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.