Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 36
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Stórsveit Reykjavíkur hefur sent frá sér geisladiskinn HAK. Á honum er að finna sjö íslenskar tónsmíðar fyrir stórsveit, en höfundar tónlistarinnar eru þeir Agnar Már Magnússon, Hilmar Jensson og Kjartan Valdemarsson. „Þetta er mjög flott tónlisti, alvarleg og metnaðarfull en alls ekki óaðgengileg,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari, einn meðlima Stórsveitarinnar. Verkin á disknum eru úrval úr stærri efnisskrám sem stórsveitin pantaði og frumflutti á árunum 2007-10; heilum tónleikadagskrám með verkum hvers hinna þriggja höfunda. Verkin á disknum verða öll flutt á útgáfutónleikum sem haldnir verða í Hörpu annað kvöld klukkan átta. „Þar spilum við í salnum Kaldalóni, sem okkur fannst henta okkur best,“ segir Sigurður. Tónleikarnir eru hluti af Djasshátíð Reykjavíkur. Þess má geta að stjórnandi sveitarinnar á tónleikunum er hinn danski Nikolaj Bentzon, fyrrverandi aðalstjórnandi Stórsveitar Danska ríkisútvarpsins. - sbt STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Hefur verið iðin við tónleikahald undanfarin ár en spilar í fyrsta sinn í Hörpu annað kvöld. Stórsveit Reykja- víkur með nýja plötu Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal verður sett í fjórða sinn á fimmtudaginn. Hátíð- inni vex stöðugt fiskur um hrygg og hefur fest sig í sessi sem einn helsti vett- vangur tilraunaleikhúss á Íslandi. Þrettán viðburðir eru á dagskrá Lókal, alþjóðlegrar leiklistarhátíð- ar í Reykjavík, sem verður hald- in fjórða árið í röð dagana 1. til 4. september. Ragnheiður Skúladóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar og einn stofnenda hennar. Hún segir undirbúning hátíðarinnar verða smurðari me ð hverju árinu.“ „Maður verð- ur vanari með hverju ári. Engu að síður er und- irbúningurinn alltaf tímafrek- ur. Mesta vinn- an er í því að setja dagskrána saman, sem kallar á mikil ferða- lög, og hátíðin vekur sífellt meiri athygli erlendis,“ segir Ragnheið- ur. Leikhópar frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Kanada setja upp sýn- ingar en sérstök áhersla verður lögð á kanadíska leiklist í ár. Íslenskir og vestur-íslenskir listamenn leiða saman hesta sína í verkinu The Island, sem er samvinnuverkefni Lókal og listahátíðarinnar Núna/ Now í Winnipeg. „Núna/Now hefur boðið íslensk- um listamönnum úr öllum áttum á hátíðina hjá sér,“ segir Ragnheið- ur. „Fyrir tveimur árum komu fulltrúar þaðan á Lókal-hátíðina og það fór svo vel á með okkur að við ákváðum að reyna að gera eitt- hvað saman. Afraksturinn af því er Island, sem Friðgeir Einarsson og Ingibjörg Magnadóttir unnu ásamt Arne MacPherson and Freya Olaf- son.“ Frá Montréal kemur hins vegar leikhópurinn 2boysTV, með sýningu sem byggir á textum Jean Cocteau. Vegur Lókal hefur farið vaxandi með hverju árinu og hátíðin fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur tilraunaleikhúss á Íslandi. Í fyrra sóttu um þúsund gestir hátíðina, sem var um 70 prósentum meira en á fyrstu hátíðinni. „Við vonumst auðvitað til að fá enn fleiri í ár, þótt það sé ekki endilega markmið í sjálfu sér,“ segir Ragnheiður, sem telur aukna aðsókn ekki síst helgast af áhuga almennra leikhúsáhorfenda. „Til að byrja með vorum við dálítið upp- tekin af því að fá fólk úr „bransan- um“ til að koma og sjá það nýjasta og ferskasta sem er í gangi. Við höfum hins vegar tekið eftir að það er líka nokkuð stór hópur almennra leikhúsgesta sem hefur áhuga á að kynna sér öðruvísi leikhúsverk en eru yfirleitt í boði og reynum ekki síður að höfða til þeirra.“ Spurð hvort áhrifa þessarar til- raunakenndu hátíðar sé farið gæta í stóru atvinnuleikhúsunum hér á landi segir Ragnheiður ávallt ákveðið samspil í gangi. „Það getur hins vegar verið erf- itt að festa fingur á það. Við lítum á Lókal sem mikilvægan þátt í grasrótarstarfi, sem er yfirleitt undanfari þess sem síðar kemur. Við höfum þó vissulega dæmi um leikstjóra sem hafa leikstýrt í stóru húsunum og hafa orðið fyrir bein- um áhrifum af sýningum sem þeir hafa séð á Lókal. Og eins auðvitað með listamennina sem koma fram, þetta hefur áhrif á þá á öllum stig- um með einum eða öðrum hætti.“ Auk leikhópanna sýna útskrift- arnemar í Fræðum og framkvæmd lokaverkefni frá því í vor, auk þess sem fulltrúar frá Núna/Now gera ráð fyrir hátíðinni. Sýningar verða fluttar í átta leikhúsum víðs vegar um borgina en bækistöðvar hátíð- arinnar eru í Tjarnarbíói. Hægt er að kaupa sérstakan hátíðarpassa á Lókal á fimmtán þúsund krónur, sem gildir á sjö sýningar. Nánari upplýsingar má finna á lokal.is. bergsteinn@frettabladid.is FJÓRÐI Í LÓKAL VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU Sýning leikhópsins Ég og vinir mínir og Fjalla-Eyvindur í upp- setningu leikhópsins Aldrei óstelandi fara aftur á fjalirnar á Lókal-hátíðinni. MYND/HULDA SIF ÁSMUNDSDÓTTIR HELSTU VERK Á LÓKAL: School of Transformation: Herbergi 408 og Mobile Homes (Ísland/Noregur). The Island: Friðgeir Einarsson, Ingibjörg Magnadóttir, Arne MacPherson og Freya Olafson (Ísland(/Kanada). Verði þér að góðu: Ég og vinir mínir (Ísland). Fjalla-Eyvindur: Aldrei óstelandi (Ísland). Verk Produksjoner: The Eternal Smile (Noregur). Oblivia: Entertainment Island (Finnland). Phobophilia: 2boysTV (Kanada). RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR DAVID SUZUKI Kanadíski vísinda- maðurinn og umhverfisverndarsinn- inn mætir á RIFF ásamt Sturlu Gunnarssyni. Heimildarmynd vestur- íslenska kvikmyndagerðar- mannsins Sturlu Gunnars- sonar um vísindamanninn David Suzuki verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Reykjavík. Báðir verða þeir viðstaddir sýningu myndarinnar. Kanadíski vísindamaðurinn David Suzuki er einna þekkt- astur fyrir sjónvarpsþætti sína The Nature of Things, sem sýndir hafa verið í yfir 40 löndum. Hann er virkur í baráttunni fyrir því að þjóðir reyni að sporna við loftslags- breytingum af mannavöldum. Í myndinni er farið yfir feril hans og hugmyndafræði. Suzuki mun sitja sérstakt málþing sem efnt hefur verið til í tilefni af komu hans. Sturla Gunnarsson hefur leikstýrt bæði heimildar- myndum og kvikmyndum, þar á meðal Bjólfskviðu, sem tekin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Náttúrumögn Suzuki á RIFF NIKOLAJ BENTZON kemur fram í Norræna húsinu í kvöld klukkan hálftíu. Nikolaj var lengi píanisti í stórsveit Danska ríkisúvarpsins og stjórnandi hennar um sjö ára skeið. Í kvöld er hann einn við píanóið og hljóðnemann, en hann er þekktur fyrir að hafa í frammi gamanmál og söng á tónleikum sínum. Tónleikarnir eru hluti af Djasshátíð Reykjavíkur. Kennsla í Borgartúni 1, hefst 5. september. Kennsla í Borgarleikhúsinu, hefst 12. september.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.