Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 34
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Láttu mig hafa svart kaffi. Kaffihús hins pólitíska rétttrúnaðar Þú meinar mjólkur- lausan mjöð? LÁRÉTT 2. dó, 6. hvort, 8. töffari, 9. kyrra, 11. tveir eins, 12. brotthlaup, 14. fótmál, 16. tveir eins, 17. frjó, 18. reglur, 20. stöðug hreyfing, 21. rænuleysi. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. persónufornafn, 4. matgæðingur, 5. að, 7. skemill, 10. rölt, 13. heyskaparamboð, 15. matur, 16. nögl, 19. leita að. LAUSN Ívar? Láttu mig hafa tvö! Kauptu XL, sagði ég. Neinei, medium ætti að duga, sagðir þú! Nú verður þú að fara Ívar! Eruð þið að fela ykkur fyrir mér? Eiginlega. Ef þið viljið ekki vinna í úrklippubókinni eigið þið bara að segja það. Við þurfum líka að nýta tímann í mikilvægari hluti. Eins og að raða kryddunum í stafrófsröð. Hérna eru vítamínin ykkar. Hvað eru eiginlega vítamín? Oh heimskuleg spurning! Vítamín eru það sem er eftir þegar þú tekur út allt það sem okkur finnst gott við mat. Hvað er börnum eiginlega kennt í dag? Ókei, af hverju eru þau í laginu eins og teiknimynda- persónur úr gömlum sjónvarpsþætti sem ég hef aldrei heyrt um? LÁRÉTT: 2. lést, 6. ef, 8. gæi, 9. róa, 11. ll, 12. strok, 14. skref, 16. kk, 17. fræ, 18. lög, 20. ið, 21. óráð. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. ég, 4. sælkeri, 5. til, 7. fótskör, 10. ark, 13. orf, 15. fæði, 16. kló, 19. gá. MIÐASALA Á WWW.MENNINGARHUS.IS OG Í SÍMA 450 1000 MIÐASALAN ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ 13-19 OG ALLAN SÓLARHRINGINN Á VEFNUM 1. sýning 2. september kl. 20 2. sýning 3. september kl. 20 AÐEINS EIN SÝNINGARHELGI! HÚSMÓÐIRIN ER LOKSINS KOMIN TIL AKUREYRAR! Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Öll trixin í bókinni og fullt af óvæntum uppákomum. w w w .b le kh on nu n. is Skakkaföll kalla ungir sjálfstæðismenn efnahagshrun heillar þjóðar. Þetta væri næstum broslegt ef þetta væru ekki þeir sem valdastöður flokksins munu erfa sem í hlut ættu. Erfa þær frá þeim sem bjuggu til það kerfi sem gerði hrunið mögulegt. Þann- ig er striki slegið yfir söguna í ungæðis- legum ákafa SUS-aranna við að útmála þá sem nú eru við stjórnvölinn sem handbendi andskotans. ÞAÐ ætti í sjálfu sér ekkert að koma á óvart. Stjórnmálaumræða hér á landi ein- kennist af slíkum útúrsnúningum og togun- um á skilgreiningu hugtaka. Gæsalöppum er slegið utan um kreppuna eins og hún sé aðeins til í hugum sumra og enginn virðist fær um að viðurkenna að þeir í hinu liðinu hafi að einhverju leyti rétt fyrir sér. STEINGRÍMUR er svikari, Jóhanna er landráðamaður, Bjarni berst gegn hags- munum þjóðarinnar og Sigmundur borð- ar íslenskan mat. Sérstakur saksóknari dregur lappirnar, kerfið þaggar niður stjórnarskrárdrög og almennt eru bara allir á móti mér og því sem mér finnst, mínum hagsmun- um; því mínir hagsmunir eru hagsmunir þjóðarinnar. Þetta er nokkurn veginn þverskurður af umræðunni og skyldi kannski engan undra að menn séu ráðvilltir. STEINGRÍMUR ver einkavæðingu, Bjarni ræðst að AGS, Jóhanna skammar almenna þingmenn fyrir að fylgja ekki flokksaga, sem hún gerði sjaldnast, og Sigmundur borðar íslenskan mat. Þetta væri nóg til að æra óstöðugan, ef lífið ætti að vera svart- hvítt. Þannig er það sem betur fer ekki. Þannig þarf það ekki að vera til marks um þöggun kerfisins þó stefnt sé að því að fara sömu leið og ákveðin var áður en stjórnlagráð var stofnað. Þannig þarf mannvonska Steingríms og Jóhönnu ekki endilega að birtast í gjörðum þeirra, held- ur raunveruleg tilraun til betra samfélags. Þannig þarf gagnrýni Bjarna ekki að vera af annarlegum hvötum sprottin, heldur hans skoðun. Og kannski langar Sigmundi bara svona mikið í slátur. UMRÆÐUHEFÐ hins nýja Íslands býður hins vegar ekki upp á slíkt. Við höfum tekið upp möntru George W. Bush; annað- hvort ertu með mér eða á móti. Og ef þú ert með er allt satt og rétt hjá þér. Sértu á móti, ertu að vinna gegn þjóðinni; því þjóðin er jú ég. VEL MÁ VERA að einhverjum þyki þetta til framdráttar umræðunni, en undirrit- aður deilir ekki þeirri skoðun. Kannski var afi Hérastubbs rugludallur, en það var minn ekki. Og hann sagði að við ættum að bera virðingu fyrir skoðunum hver annars. Þjóðin, það er ég

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.