Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 4
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Í frétt blaðsins í gær víxluðust nöfn þyrla Landhelgisgæslunnar. TF-LÍF bilaði á meðan TF-GNÁ var í reglubundinni skoðun hérlendis. LEIÐRÉTTING 219,1155 GENGIÐ 29.08.2001 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,01 113,55 185,24 186,14 163,95 164,87 22,003 22,131 21,097 21,221 17,994 18,1 1,4741 1,4827 182,27 183,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is DÓMSMÁL Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir eru báðir sagðir félagar í mótor- hjólagenginu Black Pistons. Annar þeirra, Davíð Freyr Rúnarsson, játaði að hafa ráðist á fórnarlambið. Hann neitaði að hafa svipt manninn frelsi og sagði hinn manninn, Rík- harð Júlíus Ríkharðsson, sem talinn er for- sprakki Black Pistons, lítið sem ekkert hafa tekið þátt í misþyrmingunum. Davíð Freyr kvaðst hafa sótt fórnarlamb- ið í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði og farið með hann heim til Ríkharðs. „Hann var að bulla hitt og þetta um allan bæ um mig, meðal annars að hann væri að rukka og selja eiturlyf með mér,“ sagði Davíð um fórnarlambið. Hann kvað engum hótun- um né bareflum hafa verið beitt. Þegar sak- sóknari spurði Davíð Frey hvort hann væri að vernda Ríkharð eða láta undan hótunum hans með því að breyta framburði sínum og taka á sig sök kvað Davíð Freyr svo alls ekki vera. Hann rakti síðan ferðir sínar með fórnar- lambinu eftir dvölina heima hjá Ríkharði. Hann kvaðst meðal annars hafa komið við á Bústaðaveginum til að kaupa sér amfetamín. Aftur hefði verið haldið heim til Ríkharðs og þaðan í iðnaðarhúsnæði í Dugguvogi, þar sem dvalið hefði verið um hríð en síðan aftur heim til Ríkharðs. Ríkharð gerði lítið úr sínum þætti málsins, en kvað fórnarlambið þó „rosalega lyga- sjúkt kvikindi“ sem skuldaði sér persónulega tvær milljónir fyrir að koma honum út úr vandræðum. Fyrir dómi lýsti fórnarlambið hvernig sér hefði verið haldið nauðugum, hann bar- inn með rafmagnssnúrum og moppuskafti, honum hótað að úr honum yrðu dregnar tenn- ur, skorið á sinar hans og neglur fjarlægðar afhenti hann ekki ferðatölvu, tvö sjónvarps- tæki, fasteign, mótorhjól og bíla, auk tíu milljóna. „Þeir sögðu að ég hefði svikið þá og lömdu mig í bak og fyrir,“ sagði fórnarlambið og bætti við að þeir hefðu svo látið stelpu farða sig, en í gögnum málsins eru myndir af unga manninum sem sýna mikla áverka í andliti. Eftir þetta lá leiðin í Borgartún, þar sem Davíð Freyr lét klippa sig. Fórnarlambið bað þá um að fá að fara á salernið, en hljóp þaðan beint á lögreglustöðina á Hverfisgötu. jss@frettabladid.is Annar tveggja Black Pistons- manna tók á sig meginsök Annar tveggja meðlima vélhjólagengisins Black Pistons tók á sig meginsök í hrottalegu ofbeldismáli við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hinn maðurinn, meintur forsprakki Black Pistons, sagði þó að fórnarlambið væri „rosalega lygasjúkt kvikindi“ sem skuldaði sér tvær milljónir. Foreldrarnir táruðust í dómsal Foreldrar fórnarlambsins táruðust þegar þeir báru vitni fyrir dómi í gær. Þeim bar saman um að sonur þeirra hefði verið vitstola af hræðslu þegar hann hefði talað við þau frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Skömmu eftir að hann hefði sloppið frá árásarmönnunum hefðu þau orðið vör við að tveir menn hefðu verið að ræða við fólk í hverfinu og leita að heimili þeirra. „Maður er orðinn fangi á sínu eigin heimili,“ sagði móðirin og faðirinn bætti við að fjölskyldan væri stöðugt á varðbergi. „Við erum ekki sama fólkið eftir þetta,“ sagði hann. „Okkur hefur dottið í hug að yfir- gefa landið. Við höfum aldrei kynnst þessum heimi.“ ÓSLÓ Þrír norskir frumkvöðlar hafa kynnt borgaryfirvöldum í Ósló hugmyndir um að koma upp stúdentagarði í skemmtiferða- skipi sem komið verði fyrir við höfnina. Á vef Aftenposten segir að fjárfestarnir hafi ákveðið skip í huga og þar verði íbúðir fyrir um 200 námsmenn, en stúdentaíbúð- ir skortir í borginni. Borgaryfirvöld munu nú meta möguleika verkefnisins, meðal annars hvort það muni trufla umferð annarra skemmtiskipa. - þj Húsnæðishallæri í Ósló: Stúdentaíbúðir í skemmtiskip? LÖGREGLUMÁL Íslenskur maður var handtekinn á Gardermoen- flugvelli í Ósló í síðustu viku með sautján kíló af fíkniefninu khat í fórum sínum. Hann var að koma frá Amsterdam. Lögregla yfir- heyrði manninn og sleppti honum síðan úr haldi, að því er fram kemur í norskum miðlum. Khat er planta sem vex aðal- lega í norðausturhluta Afríku. Lauf hennar eru tuggin eða þau soðin í te til að ná fram örvunar- áhrifum. Efnið er ekki ólöglegt alls staðar í Evrópu. Smygl á khat til Noregs hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Í fyrra var lagt hald á 3,7 tonn af því þar ytra. Nokkur slík mál hafa komið upp á Íslandi síðustu misseri. Dómar fyrir þau hafa verið vægir. - sh Íslendingur gripinn í Ósló: Með sautján kíló af khat á Gardermoen VÆGT FÍKNIEFNI Menn sem fluttu tugi kílóa af khat til Íslands hlutu fyrr á árinu nokkurra mánaða fangelsisdóma fyrir smyglið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 22° 18° 17° 20° 20° 17° 18° 27° 20° 30° 27° 33° 18° 22° 21° 18° Á MORGUN víða 3-10 m/s. FIMMTUDAGUR 8-13 m/s S-til, annars hægari 9 11 12 14 15 15 16 13 13 13 6 5 5 9 2 2 2 3 2 4 6 12 13 12 15 15 12 13 11 14 14 SUMAR OG HAUST Sumarið er ekki alveg úti enn. Hlýtt og bjart norðaust- an til í dag en væta vestan til. Dregur þó fyrir til morguns og verður víða úr- koma með köfl um þó síst austan- lands. Á fi mmtudag hvessir af suðaustri sunnanlands með úrkomu suðvestan og vestan til. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Frumvarpsdrög stjórnlaga- ráðs að nýrri stjórnarskrá verða tekin til umræðu á Alþingi eins fljótt og kostur er í október. Engar hömlur verða á umræðunni af hálfu þingforseta. Þetta var ákveð- ið á árlegum fundi forsætisnefnd- ar Alþingis til undirbúnings fyrir þinghald vetrarins sem haldinn var í gær. Ákveðið var að tillögur stjórn- lagaráðs yrðu lagðar fyrir þingið í formi skýrslu frá forsætisnefnd- inni, vegna þess að í því formi felst engin efnisleg afstaða málflytj- endanna til tillagnanna. Í tilkynningu um fund- inn frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þing- forseta segir að hún hafi ekki talið heppilegt að leggja tillögur ráðs- ins fram á fundadögum þingsins í september því að þeir séu aðeins níu og þá yrði tíminn til umræðnanna mjög knappur. Þegar umræðu um málið lýkur gengur það ti l stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem fjallar um stjórnarskrármál. Í minnisblaði forseta af fundinum er hvatt til þess að umfjöllun nefndarinn- ar verði ítarleg og opin. Nefndin kalli til fundar við sig fólk sem unnið hafi að málinu á fyrri stig- um og gefi almenningi kost á að senda inn umsagnir. - sh Tillögur stjórnlagaráðs lagðar fyrir Alþingi í formi skýrslu í októberbyrjun: Hömlulaus umræða um stjórnarskrá ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Í DÓMSAL Davíð Freyr Rúnarsson og Ríkharð Júlíus Ríkharðsson mættu í lögreglufylgd í dómsal í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.