Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2011 3 Starfsemi Sjúkraflutningaskól- ans hefur dregist töluvert saman undanfarin þrjú ár og hefur nám- skeiðum og fjölda þátttakenda fækkað um helming. Mest hefur fækkað í endurmenntunarnám- skeiðum sjúkraflutningamanna en hins vegar hefur fjöldi þátt- takenda í grunn- og neyðarflutn- inganámskeiðum staðið í stað. Skólaárið 2008 til 2009 voru hald- in 45 námskeið og þátttakendur voru 650, þar af voru 29 endur- menntunarnámskeið. Skólaárið 2010 til 2011 var haldið 21 nám- skeið og nemendafjöldi var um 280 en þar af voru einungis níu endurmenntunarnámskeið. „Rekstraraðilar sjúkraflutninga drógu saman í endurmenntun haustið eftir hrun. Fjárhagslegar ástæður eru því greinilega stór þáttur í þessu,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkra- flutningaskólans. „Rekstraraðil- ar sjúkraflutninga fá fjármagn til að reka sjúkraflutninga og inni í því ætti endurmenntunin að vera, en það er auðvelt að skera hana niður.“ Hildigunnur tekur fram að einhverjir rekstraraðilar hafi þó ákveðið að sjá um þjálfun og endurmenntun sjúkraflutninga- manna sinna og fara ekki í gegnum Sjúkraflutningaskólann. Hildigunnur segir að mikil þörf sé á endurmenntun sjúkra- flutningamanna því grunnmennt- un þeirra sé þrjár vikur, eða 128 klukkustundir. „Það er bara allt of lítið,“ segir Hildigunnur og tekur fram að ofan á grunnnám- ið sé möguleiki á tveggja mánaða framhaldsnámskeiði sem ljúki með neyðarflutningaréttindum. Í námskrá Landlæknisembætt- isins varðandi menntun sjúkra- flutningamanna eru tilmæli um endurmenntun. „Þau eru í raun og veru mjög góð og meiri en við sjáum hjá mörgum öðrum fagstéttum. Sjúkraflutninga- menn með grunnmenntun eiga til dæmis að taka 24 stundir í endurmenntun á tveggja ára tímabili, samkvæmt til- mælunum,“ útskýr- ir Hildigunnur og bætir við að þó sé ekki fylgst nógu vel með því. „Sjúkraflutn- ingaskólinn kemur hins vegar með til- mæli um að tími sé kominn á endurmenntun.“ Hildigunnur segir að endur- menntun sé nauðsynleg vegna þess að fræðin breytist hratt. „Svo á það sérstaklega við þá sem starfa úti á landi að tilfelli eru fátíð. Til þess að þeir sjúkraflutningamenn séu tilbúnir að takast á við öll hugsan- leg tilfelli verða þeir að fá meiri þjálfun sem fá færri raunveruleg tilfelli,“ segir Hildigunnur og tekur fram að þegar á hólminn sé komið sé ekki tími til að fletta upp í bókunum. martaf@frettabladid.is Færri í endurmenntun Færri sjúkraflutningamenn ganga í gegnum endurmenntunarnámskeið hjá Sjúkraflutningaskólanum en fyrir hrun. Skólastjóri skólans segir námskeiðin nauðsynleg þar sem fræðin breytist hratt. Hildigunnur Svavars- dóttir, skólastjóri Sjúkra- flutningaskólans, segir fjárhagslegar ástæður liggja að baki fækkun þátttakenda á sjúkraflutn- inganám- skeiðum. Við erum danskennarar Kramhússins Danspotturinn opnast 12. september http:// kvoldskoli.kopavogur.is ICELANDIC FOR FOREIGNERS 10 weeks courses – 60 class hours Courses start on 13th of Sept. ICELANDIC I ICELANDIC II ICELANDIC III ICELANDIC IV Tuesday and Thursday 19:00 – 21:10 Price: 23.000 kr. Registrations and information: http://kvoldskoli.kopavogur.is Tel: 564 1507 KURS JEZYKA ISLANDZKIEGO DLA OBCOKRAJOWCOW Kurs 10-tygodniowy-60 godzin lekcyjnych Zajecia rozpoczynaja sie13. Wrzesnia ISLANDZKI I ISLANDZKI II ISLANDZKI III ISLANDZKI IV wtorki i czwartki 19:00 – 21:10 Cena: 23.000 kr. Zapisy i informacje na stronie szkoly: http://kvoldskoli.kopavogur.is pod nr telefonu: 564 1507 Ath. Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs. ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA 10 vikna námskeið – 60 kennslustundir Kennslan hefst 13. september. ÍSLENSKA I ÍSLENSKA II ÍSLENSKA III ÍSLENSKA IV þriðjudag og fimmtudag 19:00 – 21:10 Verð: 23.000 kr. Innritun og upplýsingar á vef skólans http://kvoldskoli.kopavogur.is Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar, en hvönnin var notuð á Íslandi allt frá land- námi. Ætihvönnin var vel þekkt meðal fyrstu landnema á Íslandi. Auk þess að vera mikilvæg mat- jurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekkt- ur meðal norrænna manna. www.visinda- vefur.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.