Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 16
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR Þó að atvinnuleysi minnki, kaup- máttur aukist, auknum hagvexti sé spáð, útflutningsgreinar séu í bull- andi stuði, fjárlagahalli minnki samkvæmt áætlun, skuldir Íslands séu á niðurleið, og ríkisstjórninni hafi með fyrirhyggju tekist að tryggja allar greiðslur landsins fram til ársins 2016, þá sjá hinir neikvæðu ungu menn sem leiða stjórnarandstöðuna aldrei til sólar. Bjarni Benediktsson og Sigmund- ur Davíð eru njörvaðir í vítahring bölsýni og neikvæðni sem rímar ekki lengur við veruleikann. Átak- anlegt dæmi um það birtist þjóð- inni þegar AGS útskrifaði Ísland með hæstu einkunn, og bar lof og prís á þann einstaka árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Bjarni dró árangurinn í efa. Sig- mundur Davíð talaði á þeim nótum að erfitt var að skilja annað en hann teldi að starfsmenn sjóðsins hefðu falsað myndina. Sjálfstætt efnahagsböl Á síðasta ári settu þessir vonarpen- ingar stjórnmálanna Íslandsmet í upphrópunum um að Íslendinga biði ekkert nema eymd og volæði. Mantra þeirra um „Ísland á leið til glötunar“ dró kjark úr íslensku þjóðinni. Hún hafði lamandi áhrif á frumkvæði einstaklinga sem alltaf þarf til að vinna þjóð hratt upp úr kreppu. Málflutningur þeirra um sérstaka skattaáþján á Íslandi – á sama tíma og við sitjum á neðri hluta skattastiga OECD – á örugg- lega þátt í að íslensk fyrirtæki hafa dregið við sig fjárfestingar. Neikvæðni leiðtoga stjórnarand- stöðunnar er orðin að sjálfstæðu efnahagsböli. Hlutverk stjórnarandstöðu er ekki bara að gagnrýna, held- ur líka að bera fram hugmyndir til mótvægis við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. Alvöruleiðtogar verða að hafa pólitíska dýpt til að móta valkosti sem byggja á öðru en svartagallsrausi. En eftir tvö ár í stjórnar andstöðu við erfið- ustu aðstæður á lýðveldistíman- um hefur þeim félögum ekki tekist að koma fram með aðra efnahags- stefnu en að leika stöðugt kallinn sem Bjartmar Guðlaugsson gerði frægan í „Fúll á móti“. Þessir djúpu veikleikar eru að verða öllum ljósir. Ríkisstjórn- in hefur fram að þessu þurft að taka sársaukafullar og óvinsælar ákvarðanir. Einmitt núna ættu að vera kjöraðstæður fyrir stjórnar- andstöðu til að skapa sér sess trú- verðugs valkosts. Það hefur henni fráleitt tekist. Ástæðan er sú að innmúruð neikvæðni er orðin að vörumerki hennar. Venjulegir Íslendingar eru orðnir dauðleið- ir á úrtölum og svartagalli. Þetta kom skýrt fram í nýlegri könnun MMR. Þar vildu 43% þjóðarinnar fremur að Jóhanna og Steingrím- ur héldu áfram um stjórnartaum- ana en aðeins 33% vildu Bjarna og Sigmund Davíð til valda. Stöð- ug neikvæðni skapar nefnilega vantraust. Gjörbreytt efnahagsstaða Í síðustu viku komu fram upplýs- ingar um að kaupmáttur almenn- ings væri að aukast. Hagvöxtur, sem stjórnarandstaðan spáði að yrði lítill sem enginn á þessu ári, verður næstum 3% samkvæmt nýjum spám bæði Seðlabankans og AGS. Atvinnuleysi fer minnkandi, og er miklu minna en í mörgum ríkjum sem Íslendingar bera sig saman við. Skuldir íslenska ríkis- ins eru sjálfbærar og fara minnk- andi. Athyglisvert er að þær eru nú hlutfallslega miklu minni en margra sterkra þjóða á borð við Japan og Belgíu, að ógleymdum Bandaríkjunum. Ríkið stefnir nú hraðbyri að því að skila afgangi á fjárlögum eigi síðar en 2014, þó hugsanlegt sé að jöfnuður náist fyrr. Ríkisstjórninni hefur þar að auki einni allra ríkisstjórna á Vesturlöndum tekist að skýla verst settu þjóðfélagshópunum þannig að ok þeirra vegna kreppunnar varð hlutfallslega minnst. Þar birtist vörumerki jafnaðarmanna. Gríðarsterk gjaldeyrisstaða Í síðustu viku sigldu Íslendingar svo fljúgandi byr gegnum sjöttu og síðustu endurskoðun efnahags- áætlunar okkar og AGS – sem þeir Bjarni og Sigmundur Davíð virtust telja tómt plat. Í gegnum sex end- urskoðanir stóðumst við öll próf. Íslandi er nú hampað í erlend- um fjármálaritum sem dæmi um hvernig hægt er að snúa kol- svartri stöðu upp í jákvæða sókn. Á köflum hefur hins vegar partur af stjórnarandstöðunni farið ham- förum gegn efnahagsáætluninni. Ríkisstjórn Íslands hefur sömu- leiðis sýnt mikla framsýni og varúð. Mat ríkisstjórnarinnar var að önnur fjármálalægð gæti leitt til erfiðleika við að afla fjármagns til afborgana af erlendum skuld- um á næstu árum. Við unnum því hörðum höndum að því að tryggja nægilegan gjaldeyrisforða til að mæta slíkri stöðu – og á það reyndi. Snilld Steingríms birtist í því að hann náði síðasta skipi á erlenda fjármagnsmarkaði áður en heim- urinn tók nýja dýfu og gulltryggði stöðu okkar með því að selja íslensk skuldabréf fyrir milljarð Banda- ríkjadala – á betri kjör- um en stærri þjóðir voru þá að fá. Greiðslur Íslands erlendis eru því tryggð- ar framundir lok ársins 2016. Það er leitun að ríkisstjórn sem hefur tryggt stöðu síns lands svo tryggilega. Innistæða uppsveiflu Ríkisstjórnin stóðst þá freistingu sem kom fram í frýjunarorðum stjórn- arandstöðunnar um að taka meira út úr innistæðu okkar í fiskistofnum í hafinu. Árangur- inn er sá að næstum allar tegundir eru nú á uppleið. Varanleg aukning í þorskkvóta svo nemur þúsundum tonna mun koma fram á næsta fisk- veiðiári, og fyrirsjáanlegt að aukn- ingin mun halda áfram á næstu árum. Þegar er búið að slá undir 10 þúsund tonna kvóta í karfa og auka strandveiðar. Viðbót sem nemur heilli loðnuvertíð virðist í sjónmáli. Samhliða hefur umtalsverð hækk- un orðið á útflutningsvörum eins og fiskafurðum og áli. Ferðaþjón- usta er í sögulegu hámarki. Bók- anir fram eftir hausti hafa aldrei verið jafn miklar, og allt útlit fyrir að sameiginlegt átak ríkisstjórnar og ferðaþjónustunnar um vetrar- ferðamennsku muni skila góðum árangri. Á sama tíma bylgjast skapandi greinar af þrótti eins og stórsókn á mörgum sviðum þeirra sannar. Stórframkvæmdir og orkuöflun Stórframkvæmdir eru í bullandi gangi við Búðarháls. Hundruð manna vinna þar sleitulaust. Búið er að selja orkuna til stækkaðs Straumsvíkurvers þar sem hundr- uð ársverka verða til við endur- bætur á álverinu. Góðar líkur eru á að Hverahlíðarvirkjun fari af stað, og að með samvinnu orku- fyrirtækja takist að afla orku til að Helguvík geti þróast. Lands- virkjun er búin að bjóða út fram- kvæmdir vegna virkjunar fyrir norðan, og hefur áform um frek- ari orkuöflun bæði í Bjarnarflagi, Þeistareykjum og Kröflu. Áætl- anir um orkustreng til Evrópu, og hugsanleg tengsl hans við vatnsafl frá Grænlandi, skapa algjörlega nýja möguleika um hærra orku- verð, betri nýtingu framleiddrar orku og aukið orkuöryggi fyrir Ísland – fyrir utan þá innspýtingu sem lagn- ing slíks strengs gæti orðið fyrir íslenskan vinnumarkað. Rammaáætlun, sem við Þórunn Sveinbjarn- ardóttir hleyptum af stokkum 2007, liggur nú fyrir og er lykill að sátt milli nýtingar og vernd- unar. Þó deilt sé um ein- staka kosti er ljóst að á grunni hennar verður hægt að ráðast í stór- fellda orkuöflun á næstu árum. Það rímar við þá staðreynd, að aldrei hafa jafnmargir erlend- ir aðilar sýnt áhuga á hreinni, endurnýjanlegri orku og nú. Öflun nýrrar orku mun sömu- leiðis skapa möguleika á því að flytja áherslu úr frumframleiðslu yfir í þjónustustarfsemi, sem skap- ar meiri verðmæti fyrir Ísland og fleiri hátæknistörf. Ákvörðun um nýjan fjarskiptastreng milli Evr- ópu og Ameríku, sem liggur um Ísland, er líkleg til að gjörbreyta möguleikum okkar á þessu sviði, og gera Ísland að leiðandi landi á sviði gagnavera. Tölum ekki niður Ísland Staðreyndin er sú, að Ísland er á góðri uppleið. Vissulega eru enn erfið verkefni framundan. Sumt hefði sannarlega mátt vinna betur. En um það verður ekki deilt að mik- ill árangur hefur náðst. Við erum á leið út úr kreppunni. Vandamálið í dag er vantrúin á okkur sjálf. Svartagallið hefur deyft bragðskyn okkar á tækifærin. Við þurfum sameinað átak allra, bjartsýni og góða blöndu af liðsinni stjórnvalda og framtaki einstaklingsins til að ýta leifum efnahagshrunsins aftur fyrir okkur. Við þurfum að byggja upp nýtt Ísland. Stjórnarandstað- an þarf að taka þátt í því, og leyfa sér þann munað að sjá öðru hvoru til sólar. Sérstaklega þeir Bjarni og Sigmundur Davíð. Tölum ekki niður Ísland. Við þurfum að byggja upp nýtt Ís- land. Stjórn- arandstaðan þarf að taka þátt í því … Ísland á betra skilið Efnahagsmál Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Félag um Hugræna atferlismeð-ferð (FHAM) var stofnað árið 1987 af sjö sálfræðingum. Varla datt nokkru okkar í hug að tutt- ugu og fjórum árum síðar yrði tala félaga orðin 260 og komið yrði á skipulegt eins og tveggja ára nám í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands og The Cognitive Therapy Centre í Oxford í Englandi. Þegar hafa 79 HAM-sérfræð- ingar útskrifast úr tveggja ára námi auk 12 handleiðara með viðbótarmenntun. Einnig hefur verið boðið upp á eins árs þver- faglegt(u) hagnýtt(u) grunnnám(i) í HAM og 80 lokið námi eða sam- tals hátt í tvö hundruð einstakling- ar. Í náminu er áhersla lögð á hag- nýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar. Lagt hefur verið upp úr hagnýtum, reynslu- miðuðum kennsluaðferðum og að meta hugsanir, líðan og atferli. Einnig er lögð áhersla á hug- ræna atferlismeðferð klínískra vandkvæða byggða á rannsókn- arniðurstöðum og klínískar rann- sóknaraðferðir. Handleiðsla er veitt af sérfræðingum í HAM. Mat á árangri er byggt á þátttöku, hóp- vinnu, einstaklingsverkefnum og meðferð. Klínísk meðferðarvinna er metin og þátttakendur hljóta skírteini í lok formlegrar þjálf- unar, en námið uppfyllir kröf- ur Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð (EABCT) og er metið til eininga hjá EHÍ. FHAM hefur tekið þátt í starfi Evrópsku samtakanna um hug- ræna atferlismeðferð (EABCT) í meira en 20 ár og hefur einn félaganna verið formaður þeirra. Félagið hefur verið ötult við að kynna HAM á Íslandi með því að bjóða upp á námskeið og fyrir- lestra þekktra fræðimanna. FHAM hélt vel heppnað Nor- rænt þing um hugræna atferlis- meðferð á árinu 1992 og tóku 150 manns þátt. Vinsældir HAM á Íslandi og vaxandi styrkur FHAM varð félaginu hvatning til að taka þeirri áskorun að halda 41. EABCT ráðstefnuna á Íslandi dagana 31. ágúst - 3. September n.k. og hafa 1.200 þátttakendur frá 38 löndum og öllum heimsálfum skráð sig á ráðstefnuna . HAM sækir aðferðarfræði sína til atferlisfræði og atferlisgrein- ingar. Þannig eru hugsanir litnar svipuðum augum og atferli. Það má fylgjast með hugsunum og skrá hvenær þær skjóta upp kolli, við hvaða aðstæður, stiga ágengni þeirra og hve oft þær láta á sér bæra. Þannig má greina hvernig þær tengjast atferli. Með því að skrá einnig líðan má sjá hvernig hugsanir tengjast henni. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að meta árangur HAM eftir megindlegri aðferðarfræði. Á þann hátt hefur verið unnt að setja fram kenningar, skrá og vinna úr upplýsingum, sjá hvernig fram vindur og marka leið fram á við. Þannig þróaðist meðferðin úr því að vera einungis ætluð þunglynd- um í að vera kjörmeðferð fyrir mörg geðræn vandamál. HAM einkennist af samvinnu byggðri á reynslu og er meðferð- in aðgengileg því skjólstæðing- ur tekur virkan þátt í meðferð. Reynslusamvinnan býður upp á sameiginlega nálgun í meðferð þar sem skjólstæðingur safnar gögnum, sem hann fer yfir með þerapista. Þeir vinna saman, skil- greina vanda, gera tilraunir, prófa tilgátur og bera saman leiðir til að greiða úr vanda. Þerapisti er allt- af virkur og beitir s.n. Sókratískri samtalsaðferð og leiðbeinir. Virð- ing fyrir skjólstæðingi er hluti af ferlinu. Samvinna einstaklinga við að fá hugræna mynd af vanda- málum skjólstæðings er miðlæg, hún gerir ferlið og stefnuna skýra og leiðir til markmiða, sem eru í stöðugri mótun og leiðarvísir fyrir meðferð. Stjórnvöld og heilbrigðistrygg- ingakerfið gera kröfu um að með- ferð sé markviss, skilvirk, byggð á lausnum og vísindalega sannreynd. Þegar fólk hefur meðferð, tekur frá tíma, leggur fram peninga og tilfinningalega orku vill það vera visst um að líkur á árangri séu góðar. Niðurstöður vísindalegra rannsókna á HAM hafa leitt í ljós að hún er árangursrík aðferð til að draga úr einkennum og tíðni bak- slaga geðraskana með eða án lyfja- gjafar og m.t.t. tíma og kostnaðar telst meðferðin hagkvæm . Þegar útgjöld heilbrigðismála takmarka svigrúm til að veita sál- fræðilega meðferð er mikilvægt að horft sé til gagnreyndrar sál- fræðimeðferðar, en vinna þarf að því að bæta aðgengi að sálfræði- legri meðferð. Talið er að HAM muni vaxa fisk- ur um hrygg eftir því sem kröfur um góða geðheilsu almennings eykst. Enn er ónefnt að aðferð- ir byggðar HAM gætu komið að góðu gagni í heilbrigðis-, félags- og skólakerfinu við það að fyrir- byggja þróun ýmissa sálrænna vandkvæða. Þar er óplægður akur og verk að vinna. Hugræn atferlismeðferð Camo, 25 skot. M88 12GA 28DR. Heilbrigðismál Eiríkur Örn Arnarson forseti Evrópuráð- stefnunnar um hugræna atferlismeðferð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.