Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 27
Kynning - auglýsing Elma Dögg Gonzales er ein þeirra sem hafa stundað magadans í mörg ár og er hvergi nærri hætt. Ég byrjaði fyrir slysni með vinkonum mínum að læra magadans fyrir sjö árum þegar Josy var með Magadans- húsið í Skipholtinu en bjóst aldrei við að ég mundi ílengj- a s t s v on a ,“ s e g i r E l m a Dögg Gonza- les, listförðun- ar- og nagla- fræðingur, sem vinnur á snyrtimiðstöð- inni Lancome. E l m a D ö g g er ein nem- enda Josy í Latín stúdíóinu og nú stendur til að hún fari að kenna þar líka. Elma Dögg lítur greinilega upp til kennarans. „Josy er sú færasta í dansinum hér á norðurhveli jarð- ar og einn mesti listamaður sem ég hef kynnst og þekki ég þó til margra. Fyrir utan dansinn er hún flinkur tónlistarmaður og svo er hún góður listmálari líka.“ Konur þurfa ekkert endilega að vera grannar í magadansi til að vera gjaldgengar, að sögn Elmu Daggar. „Þær þrýstnu eru jafnvel flottari en þær tággrönnu. Það er kosturinn við þessa íþrótt,“ lýsir hún. En hvað um búningana, hvar fást þeir? „Hún Josy sérpantar búninga eftir þörfum hverrar og einnar,“ svarar hún. Spurð hvað magadansinn gefi henni svarar Elma Dögg að bragði. „Ánægju og lífsgleði. Það er svo mikil fegurð og gleði sem fylgir þessum dansi og sú menning sem Josy hefur fært hingað til lands er í raun einstök.“ Að sjálfsögðu ætlar Elma Dögg að læra meiri magadans hjá Josy í vetur. „Ég ætla að vera hjá henni þangað til ég dey,“ segir hún glaðlega. Þrýstnar flottari en tággrannar „Það er svo mikil fegurð og gleði sem fylgir þessum dansi,“ segir Elma Dögg Gonzales. Breiddist um Ísland eins og eldur í sinu Latin stúdíó er að hefja hauststarfsemi sína 5. september í nýjum húsakynnum að Faxafeni 12. Fram undan er litríkur og líflegur vetur með zumba og salsa. Magadansinn á sitt lögheimili þar líka hjá meistaranum Josy Zareen. Upplýsingar á www.latin.is og í símum 581 1800 og 772 2345. Ég var í djassballett þegar ég var yngri og hef alltaf haft áhuga á dansi. Samt er ég tiltölulega nýbúin að kynn- ast magadansi. Ég gekk nefni- lega með hann í maganum lengi áður en ég lét verða af því að læra hann,“ segir Anna Lilja Valgeirs- dóttir, sem stefnir á náttúru- lækningar. Anna Lilja kveðst ekki sjá eftir því að hafa drifið sig af stað í dansinn. „Það gengur bara ágætlega og gamlir taktar rifjast upp. Það er svo ríkt í eðli fólks að dansa, við sjáum það úti um allan heim. Flestir hafa þörf fyrir að dilla sér eftir hljóðfalli, það er eins og það eigi að vera þann- ig. Dans er líka fyrir fólk á öllum aldri. Maður er aldrei of ungur og aldrei of gamall.“ Líkamsræktarstöðvarnar hafa ekki heillað Önnu Lilju en dans- inn er líkamsrækt sem á vel við hana. „Ég geng reyndar mikið líka og hleyp úti, fer til dæmis fótgang- andi í danstímana,“ lýsir hún. En tekur hún á því í magadansinum? „Ég get það ef ég vil en þarf þess ekki. Ég dansa bara eftir því hvern- ig mér líður hverju sinni og hvern- ig ég er stemmd. Reyni að hlusta á líkamann enda eru engar kröf- ur um frammistöðu. Félagsskap- urinn er líka partur af ánægjunni. Það er svo gaman að hitta stelp- urnar, við hlæjum mikið saman.“ Anna Lilja hlakkar greinilega til að mæta í hausttímana í Latín stúdíói. „Ég ætla sko heldur betur að halda áfram,“ segir hún. „Dans- inn hefur gefið mér ómetanlega mikið.“ Gekk lengi með magadansinn í maganum Anna Lilja Valgeirsdóttir nýtur þess að dansa og hlæja með hinum stelpunum í Latín stúdíóinu. „Ég dansa eftir því hvernig mér líður hverju sinni og hvernig ég er stemmd,“ segir Anna Lilja. Josy er meistarinn minn í maga-dansi en ég var samt aðeins byrj-uð að læra hjá gestakennurum áður en ég kynntist henni. Þá var fólk í felum að dansa magadans,“ segir Helga Braga leikkona og rifjar upp smá sögu. „Þegar Josy var nýflutt til landsins frá Brasi- líu sagði einn leigubílstjóri við hana: „Við eigum íslenskan magadansara, hana Helgu Brögu,“ og fannst greini- lega engin þörf á að flytja inn fólk frá Suður-Ameríku til þess arna, en það var sko rangt mat. Ég fór strax í tíma til Josy og við urðum vinkonur. Eftir það breiddist magadans um Ísland eins og eldur í sinu.“ Helga segir þær Josy hafa unnið mikið saman og nefnir námskeið fyrir stúlkur frá tólf ára að tvítugu sem hétu Stelpustuð og annað fyrir konur frá tví- tugu upp í áttrætt. „Ég hef líka bland- að ýmsu saman við magadansinn, til dæmis millistríðsáraþema, og Josy hefur verið með mér í því.“ Helga Braga segir magadansinn ákveðna heilun en líka ótrúlega skemmtun. Hún bendir líka á að í Latín studíói sé kennt margt fleira en maga- dans og segir Josy hafa innleitt dansinn Zumba. Þar er blandað saman samba og rúmba og f leiri suðuramerískum dönsum. „Þannig að Josy hefur verið mikill brautryðjandi hér á landi og hún hefur líka skorað hátt í alþjóðlegum keppnum í dansi. Það komast fáir með tærnar þar sem hún hefur hælana.“ Ákveðin heilun og líka ótrú- leg skemmtun Tíu ár eru frá því að Helga Braga leikkona steig sín fyrstu magadansspor. Hún hefur unnið mikið með Josy Zareen. Helga Braga var byrjuð að dansa magadans meðan Íslendingar voru enn í felum með hann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.