Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 14
14 30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ egar indverski hugsuðurinn og baráttukonan Vandana Shiva kynnir sig segir hún frá veganestinu sem for- eldrar hennar sendu hana með út í lífið og felst í að vera meðvituð um fegurð einfaldleikans. Þannig leggur baráttukonan áherslu á að verkefni nútímamannsins sé að tengja að nýju það sem í samfélagi nútímans hefur verið slitið í sundur og þar með glatað merkingu sinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún fjármálakerfi sem öðlast hefur sjálfstætt líf óháð þeim fjölmörgu þáttum sem eru því þó nauðsynlegir til að viðhalda sér. Mikilvægast er að mati Vandönu að tengja að nýju mann og nátt- úru því milli manns og náttúru hafi alvarlegasti aðskilnaðurinn átt sér stað. Baráttan fyrir sjálfbærri þróun og líffræðilegum fjöl- breytileika, lýðræði, mann- réttindum, réttindum kvenna og síðast en ekki síst gegn framgangi erfðabreyttra mat- væla hefur orðið ævistarf Vandönu Shiva. Hún vill hverfa frá verksmiðjubúskap þar sem bændurnir sjálfir missa völd og verða háðir alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hún vill hverfa frá einhæfri framleiðslu með áherslu á magn, búskap sem byggir á eiturefna- notkun og margfalt meiri vatnsnotkun en þarf þegar unnið er í anda hefðbundinna fjölbreytilegra búskaparhátta. Hún leggur þannig áherslu á að rækta og viðhalda fjölbreytileikanum í land- búnaði og matvælaframleiðslu og lítur ekki á það sem munað heldur beinlínis forsendu þess að maðurinn lifi af. Stærsta verkefnið í heiminum á næstu árum og áratugum er að fæða sífellt fleira fólk. Til þess að svo megi verða er nauðsyn- legt að mennirnir fari betur með gæði náttúrunnar en þeir hafa gert á umliðnum árum með því að auka fjölbreytileikann og efla lífrænan landbúnað. Vandana bendir á að vegna þess hversu óspillt Ísland sé þá eigi landið möguleika á að vera í fararbroddi í lífrænni framleiðslu. Henni finnst því að íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á lífræna framleiðslu og styðja við hana. Hún bendir á að með því að hefja góðan og hollan mat til vegs og virðingar og með því að sýna fram á að matur sem framleiddur er samkvæmt gildum líf- fræðilegs fjölbreytileika er betri matur en sá sem er framleiddur úr erfðabreyttum hráefnum þá ætti leiðin í átt til sjálfbærni og fjölbreytileika að verða greið. Hvernig sem litið er á málin og hversu þróuð sem ríki teljast þá er málið í raun svo einfalt að maðurinn lifir á jörðinni. Forsenda þess að svo megi vera áfram hlýtur að vera friðsamleg sambúð manns og náttúru; að þeir milljarðar manna sem nú eru á dögum skili ekki jörðinni verr búinni til að sjá fyrir enn fleira fólki eftir 100 ár eða 1.000 ár. Til þess að svo megi verða liggur í augum uppi að sú umgengni við gæði jarðar sem nú tíðkast verður að breytast. Mennirnir geta ekki haldið áfram að menga jörð, vatn og loft eins og þeir hafa gert síðustu áratugina. Einfaldleikinn er þannig ekki bara fagur heldur beinlínis lykillinn að því að líf þrífist áfram á jörðinni. Upphaf skólaársins er alltaf frétta-efni í fjölmiðlum hvar sem er í heiminum. Ég horfði t.d. á fréttir frá Frakklandi um styrki vegna upphafs skólaársins. Hver fjölskylda fékk um 50 þúsund krónur og í fréttinni var fylgst með því hvernig þetta létti þeim lífið. Svona stendur franska velferðarkerfið sig í stykkinu. En hér á Fróni urðu nokkuð óvænt tíð- indi í skólabyrjun þegar borgarstjórinn lýsti því yfir að leggja ætti niður skóla- skyldu og hvetja fólk til að kenna börnum sínum heima, ef svo bæri undir. Mér finnst þessi hugmynd allrar umræðu verð og hvet fólk til að ræða hana í þaula, s.s. út frá hugmyndum um frelsi og mannréttindi. Sá vinkill á þessa skoð- un borgarstjórans sem mér er nú hug- leikinn er að hugmyndin um að leggja niður skólaskylduna er býsna náin hug- myndinni um tilgang skólagöngu. Hvers vegna fer fólk í skóla? Ég á ekki við því eitt svar, en vek athygli á að það skortir verulega á það í íslensku skólakerfi að bent sé á það með kerfisbundnum hætti að nemendur eru í skóla til að búa sig undir starf. Kannanir sýna að einungis um 30% skóla fræða börn og ungmenni skipulega um nám og störf og hvernig þau sjálf geta fundið sig í námi eða starfi eftir grunnskóla og framhaldsskóla. Þessi tengsl á milli þess sem hver og einn hefur fram að færa og svo þess veruleika sem blasir við í atvinnulífinu verður að styrkja. HALLDÓR Sá vinkill á þessa skoðun borgarstjórans sem mér er nú hugleikinn er að hugmyndin um að leggja niður skólaskylduna er býsna náin hugmyndinni um tilgang skólagöngu. SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Tilgangsleysi skólastarfs – óvænt tíðindi í skólabyrjun Menntamál Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf við HÍ Velferðin varin Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgar- fulltrúi VG, sagðist í samtali við mbl. is á sunnudag vilja hækka fjármagns- tekjuskatt úr tuttugu í þrjátíu prósent. Þorleifur sagði að nú þegar fjöldi fólks ætti ekki í sig og á þyrfti að auka jöfnuð í samfélaginu. Ein leið til þess væri að skattleggja þá sem ættu meira en aðrir, til að standa undir velferðinni. Þá vísaði hann sér- staklega til þeirra sem ekki hefðu efni á húsnæði á leigumarkaði í þessu sam- hengi. Bjarnargreiði Leið Þorleifs er þó varla heppileg fyrir leigjendur. Tekjur af leiguhúsnæði teljast nefnilega til fjármagnstekna en sjötíu prósent leigutekna eru skattskyld. Því þyrfti eigandi leigu- húsnæðis sem leigði það út á 150 þúsund krónur á mánuði að hækka leiguna um 13.291 krónu til að fá það sama í sinn hlut eftir skattahækkun. Einhver hluti skattbyrðinnar myndi leggjast á eiganda húsnæðisins en eins og leigumarkaðurinn er um þessar mundir myndi lunginn af byrðinni leggj- ast á leigjandann. Í þessu dæmi þyrfti hann því að greiða allt að 159.492 krónum meira á ári. Erlent eignarhald Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra skrifaði á vefsíðu sinni á sunnudag um fjárfestingaráform kínverska auðjöfursins Huang Nobu hér á landi. Ögmundur benti á að sala á íslenskri jörð til erlends ríkisborgara væri óheimil nema að veittri undan- þágu frá innanríkisráðuneytinu. Síðan bætti Ögmundur því við að honum fyndist þessi fyrirvari í lögunum ekki úreltur. Sjálfsagt er að hafa skýran ramma um kaup og sölu á íslenskum jörðum og vita- skuld á að fara eftir lögum. Sú spurning stendur hins vegar eftir hvað þjóðerni kemur viðskiptum með séreignir við. magnusl@frettabladid.is Kattamatur 1,5kg. Aðeins 290kr. Hundanammi margar teg. Aðeins 290kr. Klór 1l. Aðeins 190kr. Bodylotion 500ml. Aðeins 190kr. Sjampó 500ml. Aðeins 190kr. Sturtusápa 650ml. Aðeins 190kr. Opnunartími Mán. - fös. 11 - 18 Lau. 10 - 18 Sun. 13 - 18 Tilboðsvörur Smáratorgi Líffræðilegur fjölbreytileiki er lykill að framtíð. Fegurð einfaldleikans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.