Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 23
HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 Kynningarblað Hlaup Vítamín Líkamsrækt Leikfimi Þjálfun Markmið Eitt vinsælasta æfingaform í World Class í dag er Crossfit, sem samanstendur af mörgum greinum og er því bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Framhaldsskólatímar eru nýjung hér á landi, þeir eru í World Class í Kringlunni. Crossfit er það heitasta núna og er vonandi ekki bara tískubóla heldur komið til að vera þannig að fólk temji sér það sem lífsstíl,“ segir Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðinemi og þjálfari hjá Crossfit Iceland. Hann segir Crossfit ekki bara ákjósan- legt æfingaform til að byggja upp vöðva heldur til að styrkja líkam- ann á allan hátt. „Þetta er ekk- ert átaksnámskeið sem stendur í smá tíma heldur er Crossfit fyrir venjulegt fólk sem vill ástunda al- hliða hreyfingu og læra rétta lík- amsbeitingu. Allir geta lent í að þurfa að færa til þungan sófa í stofunni heima.“ Steinar Þór er einn þeirra sex sem þjálfa hjá Crossfit Iceland í vetur. Öll eru þau með Crossfit- þjálfararéttindi. Hin eru Guð- rún Selma Steinarsdóttir, Mark Johnson, Geir Gunnar Mark- ússon, Arndís Ágústsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir. Sú síð- astnefnda er kærasta Steinars. „Við erum á sömu bylgjulengd,“ segir hún brosandi. Fanney er í Lögregluskólanum og hefur verið í starfsþjálfun í sumar. Þar er mikil áhersla á líkamlegt þrek svo henni kemur vel að vera í góðu formi. „Ég var í Boot Camp og byrjaði svo í Crossfit, sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Fanney og heldur áfram. „Það er ekki kvöð að mæta í ræktina held- ur er það ánægjulegur partur af deginum. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar.“ Steinar tekur undir þetta. „Crossfit er samansett úr mörgum greinum. Þar eru fimleikar, ketil- bjöllur, ólympískar lyftingar, at- riði úr frjálsum íþróttum og klif- ur í köðlum. Svo er hlaupið, hjól- að, róið og synt.“ Þau Steinar og Fanney segja mikla eftirspurn eftir Crossfit hér á landi. „Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir þessu formi og eftir að Annie Mist varð heims- meistari hefur orðið sprenging í vinsældunum,“ segir Steinar. „Ég held það séu hlutfallslega fleiri hér á landi sem aðhyllast Cross- fit en nokkurs staðar annars stað- ar. Það eru til dæmis bara örfá- ar stöðvar í London og samt búa milljónir þar.“ Sérstakur Crossfit-salur er í World Class-stöðinni í Kringl- unni. Þar verða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í vetur og einnig framhaldsskólatímar sem er nýjung. „Það eru svo margir framhaldsskólar hér í kring, svo sem Verzlunarskólinn, Mennta- skólinn við Hamrahlíð og Fjöl- braut í Ármúla, og það er gaman fyrir nemendur að koma hing- að saman eftir skólann.“ Fann- ey grípur það á lofti. „Já, við vilj- um skapa hér jákvætt félagslegt umhverfi þar sem smá keppnis- þörf liggur í loftinu en þó eink- um samstaða og góður andi. Þá ætti að vera fínt fyrir unglingana að koma hér við áður en þeir fara heim.“ Keppnisþörf liggur í loftinu Crossfit-þjálfarar í Crossfit Iceland. Mark Johnson, Guðrún Selma Steinarsdóttir, Fanney Sigurgeirsdóttir og Steinar Þór Ólafsson kenna öll í World Class. MYND/BENT MARINÓSSON CrossFit Iceland er í CrossFit- sal í World Class Kringlunni. Þar eru fjölbreyttir tímar og allir kennarar eru með CrossFit- kennararéttindi. CrossFit Grunnnámskeið Farið er í undirstöðuæfingar í CrossFit og grunnurinn lagður. Lögð er áhersla á að þátttak- endur geri æfingarnar rétt. CrossFit Framhaldsnámskeið Fyrir þá sem vilja meira. Byggt er ofan á góðan grunn úr grunnnámskeiðunum með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. CrossFit Framhaldsskólar Sérstakir tímar fyrir framhalds- skólanemendur. Fjölbreyttar æfingar sem henta sérstaklega vel fyrir þennan aldurshóp. CrossFit byggir á fjölbreyttum, hnitmiðuðum og kraftmiklum æfingum. Hver æfing er ný áskorun. CrossFit blandar saman ólympískum lyftingum, fim- leikaæfingum og gömlu góðu leikfimiæfingunum. Það er hlaupið, hjólað, róið og synt. CrossFit er lykillinn að alhliða hreysti og kemur í veg fyrir stöðnun. Kennarar okkar eru allir með CrossFit-kennararéttindi. FRÓÐLEIKSMOLAR Annie Mist Þórisdóttir CrossFit- meistari World Class Laugum Reykjavík Kringlunni Reykjavík Spönginni Grafarvogi Lágafellslaug Mosfellsbæ Ögurhvarfi Kópavogi Vertu með okkur í vetur! r Opið hús hjá World Class Laugardaginn 3. september kl. 10:00-14:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.