Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 10
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 JAPAN, AP Japanska þingið sam- þykkti í gær að Yoshihiko Noda, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Naoto Kan, tæki við af Kan sem forsætisráðherra. Kan sagði af sér á föstudaginn eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu vel á afleiðingum náttúruhamfaranna í vor. Vandamálin sem Noda tekur í arf frá Kan eru ekki af smærra taginu. Fyrir utan eyðilegginguna sem jarðskjálftinn í mars og flóðið mikla skildu eftir sig sliga miklar og vaxandi ríkisskuldir efnahag landsins. Mikil óánægja er meðal almennings með stjórn landsins og stjórnmálamenn almennt. Lýðræðisflokkurinn, sem fer með stjórn landsins, hefur átt erf- itt með að koma málum í gegn- um þingið þrátt fyrir meirihluta í neðri deild, því stjórnarandstaðan er með meirihluta í efri deildinni þar sem hún getur stöðvað eða tor- veldað framgang mála. Þar á ofan eru harðvítugar innbyrðis deilur í Lýðræðisflokknum, sem hefur þar af leiðandi átt erfitt með að ná einingu um stefnu í mikilvægum málum. Enn er gríðarmikið verk óunnið við hreinsun og uppbyggingu á flóðasvæðunum í norðvestan- verðu landinu. Um hundrað þús- und manns hafa ekki komist heim til sín vegna geislamengunar frá kjarnorkuverinu í Fukushima, auk þess sem orkuframleiðsla í landinu er illa löskuð eftir að kjarnorku- verið þar var tekið úr notkun. Sem fjármálaráðherra hefur Noda reynslu af því að glíma við fjárhagsvanda ríkisins en þarf nú að takast á við innanflokksvanda Lýðræðisflokksins og reyna að efla trú almennings á stjórnmál- in, sem hefur komist í nýjar lægðir eftir að almenningur hefur horft upp á ráðleysi stjórnvalda gagn- vart náttúruhamförunum í vor. Noda aðhyllist aðhaldssemi í ríkisfjármálum og nýtur vin- sælda meðal stórlaxa í viðskipta- lífinu en þykir skorta persónu- töfra og ákveðni. Hann verður sjötti forsætisráðherra landsins á fimm árum, enda áttu stjórnvöld í mestu erfiðleikum með langvar- andi stöðnun í efnahagsmálum áður en áfallið reið yfir í vor. Noda var í gær kosinn leið- togi Lýðræðisflokksins með 215 atkvæðum eftir að Naoto Kan sagði af sér fyrir helgina. Noda tekur því formlega við sem for- sætisráðherra á næstu dögum. gudsteinn@frettabladid.is Tekur við ógrynni vandamála af Kan Yoshihiko Noda verður sjötti forsætisráðherra Japans á sex árum. Hann er flokksbróðir og fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn forvera síns, Naoto Kan. Fáir spá honum langlífi í embætti, enda helstu verkefnin illviðráðanleg. YOSHIHIKO NODA Nýr leiðtogi Lýðræðisflokksins og verðandi forsætisráðherra hneigir sig á flokksþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Hópur Dana vonast til þess að geta hjálpað sjóræningjum í Sómalíu að segja skilið við glæpa- starfið og leggja fyrir sig fiskveið- ar á ný, en margir þeirra eru sjó- menn sem enga atvinnu hafa og stunda því sjórán. Danirnir ætla, í samvinnu við stjórnvöld og hjálparstofnanir, að kaupa eða leigja færeyska eða grænlenska togara til að veiða á miðum úti af strönd Sómalíu. Frá þessu er skýrt á vefsíðum danska dagblaðsins Politiken. Undanfarin ár, meðan sjórán hafa fælt fiskiskip annarra þjóða frá miðunum úti af Sómalíu, hafa fiskistofnarnir fengið frið til að stækka. Hugmyndin er sú að fara með stóra verksmiðjutogara á þessar slóðir og fara þar að dæmi Grænlendinga og bjóða heima- mönnum að sigla upp að togurun- um og kaupa þar af þeim fisk sem þeir hafa veitt á eigin bátum. Það er danskur blaðamaður, Jakob Johannsen, sem er frum- kvöðull þessarar tilraunar. Hann hefur áður starfað með hjálpar- stofnunum á borð við Barnaheill og Lækna án landamæra. „Hugmyndin er sú að sjómenn á staðnum, sem taka þátt í verk- efninu, fái borgað svo mikið reiðufé fyrir útflutninginn að þeir kjósi að vera sjómenn frekar en sjóræningjar,“ segir Johannsen. - gb Danir hyggjast sigla með gamla verksmiðjutogara á miðin úti af Sómalíu: Ætla að fá sjóræningja til að veiða SÓMALSKIR SJÓRÆNINGJAR Fiskistofnar úti af ströndum Sómalíu hafa dafnað í skjóli sjórána síðustu árin. NORDICPHOTOS/AFP GERIR GUÐ ÚR PAPPÍRSMÁLUM Indverski listamaðurinn K. Surya Prakash leggur lokahönd á styttu af hindúaguðinum Ganesh, sem hann hefur búið til úr pappírsmálum. NORDICPHOTOS/AFP Allra síðustu sætin 10. september í 10 nætur Frá kr. 88.400 Costa del Sol Aguamarina ★★★ Kr. 88.400 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð 10 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.900. Heimsferðir bjóða frábæra 10 nátta ferð til Costa del Sol þann 10. september. Í boði er einstakt sértilboð á Aguamarina íbúðahótelinu. Gríptu þetta tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til Costa del Sol og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum. Einnig önnur sértilboð í boði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða - verð getur hækkað án fyrirvara. Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing DANMÖRK Bandalag Íhaldsflokksins og Róttæka flokksins, tveggja danskra stjórnmálaflokka af sitthvorum væng stjórnmálanna, hefur haft óvænt áhrif á kosningabaráttuna þar í landi. Lars Barfoed, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Margrethe Vestager, leiðtogi Róttækra, hafa lofað hvort öðru því að ganga ekki til stjórnar- samstarfs nema báðir flokkarnir verði með í stjórn. Þar með hafa þau í reynd útilokað að Danski þjóðarflokkurinn, sem leggur alla áherslu á að takmarka möguleika útlendinga í Danmörku, geti haft áhrif á stjórnarstefnuna, eins og hann hefur gert undanfarin ár með því að styðja minnihlutastjórn Íhaldsflokksins og frjálslynda Venstre-flokksins. Nú strax eru áhrifamiklir einstaklingar innan Venstre byrjaðir að hvetja til þess að Venstre gangi til liðs við bandalag Íhaldsflokksins og Róttækra. Vinstriblokkin í Danmörku, sem inniheldur Róttæka flokkinn, er þó enn með gott forskot á hægriblokkina samkvæmt skoðanakönnunum. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi Venstre, ákvað fyrir helgi að boða til þingkosninga 15. september næstkomandi þrátt fyrir slæma stöðu hægriflokkanna. - gb Rúmar tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í Danmörku: Útlendingastefna mætir aukinni andstöðu LEIÐTOGAR STÆRSTU FYLKINGANNA Helle Thorning- Schmidt, leiðtogi sósíaldemókrata, og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra að loknum sjónvarps- umræðum um helgina. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.