Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 46
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR34 MORGUNMATURINN „Ég fæ mér safa sem ég pressa sjálf, ristað gulrótarbrauð sem er hollt og gott og svo auðvitað kaffi. Fer ekki í gang nema fái mér kaffi.“ Alda Björg Guðjónsdóttir stílisti. „Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtæk- isins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. Leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefur sýnt land- inu áhuga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru leikstjórinn og framleiðandinn staddir hér í sumar til að skoða hentuga töku- staði í fylgd starfsmanna True North. Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægrar plánetu til að eyða óvinveittum geimver- um. Óvæntur ferðalangur setur hins vegar strik í reikninginn. Samkvæmt kvikmyndavefmiðl- um vestanhafs stendur nú yfir leit að leikkonu fyrir myndina og eru þær Olivia Wilde, Olga Kury- lenko og Noomi Rapace sagðar lík- legastar til að hreppa hnossið, en Rapace var auðvitað stödd hér á landi fyrir skemmstu til að leika í kvikmyndinni Prometheus. En það eru nokkrar varnaglar. Upphaflega stóð til að Disney-ris- inn framleiddi myndina en hann hætti við og tók Universal-kvik- myndaverið þá við keflinu. „Það er auðvitað ekkert fast í hendi og þetta veltur á nokkrum þátt- um, eins og að ný endurgreiðslu- lög verði samþykkt og að myndin verði gerð. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa,“ segir Leifur. Þetta yrði þriðja stóra verk- efnið sem yrði tekið upp hér á landi á skömmum tíma og ljóst að þessi verkefni skila þjóðarbúinu hundruðum milljóna. Ridley Scott reið á vaðið með stórmyndinni Prometheus og svo er tökulið sjón- LEIFUR B. DAGFINNSSON: ÞETTA HEFUR STAÐIÐ LENGI TIL Tom Cruise vill taka upp geimverumynd á Íslandi STÓRSKOTALIÐ Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í Oblivion sem Joseph Kosinski leikstýrir. Universal stjórnar framleiðslu myndarinnar en góðar líkur eru taldar á því að stór hluti hennar verði tekinn upp hér á landi. „Þetta var ótrúlega mikill heiður og frábært að fá að gera þetta fyrir framan húsfylli og finna fyrir þessum hlýleika sem sal- urinn gaf mér,“ segir Geir Ólafsson. Sinatra -söngvarinn kom mörgum á óvart er hann steig sín fyrstu skref sem tenór og söng lagið Hamraborgin í Eldborgarsal Hörpunnar á laug- ardagskvöld. „Hamraborgin er mjög erfitt lag. Þú verður að hafa allan líkamann í tóninum á ákveðnum stöðum í laginu. Þú þarft að syngja út og vera með breiðan tón.“ Geir hefur verið í einkatímum hjá Kristjáni Jóhannssyni og er ánægður með samstarfið. „Hann hefur opnað fyrir mér nýjar dyr hvað varðar þetta hljóðfæri. En þetta er mikil vinna og maður þarf að sinna þessu áfram.“ Hann segist ekki hafa verið stressaður að stíga á svið í Hörp- unni. „En til að syngja klassískt efni þarftu að vera vera mjög vak- andi. Þér leyfist ekkert að fara út fyrir rammann,“ segir Geir. Spurður hvort hann ætli að gefa dægurlögin upp á bátinn fyrir óperutónlistina vill hann ekki vera með neinar yfirlýsing- ar. „Ég ætla að fara inn á þetta svið, það er á hreinu,“ segir hann og stefnir á að halda nokkra klassíska tónleika í vetur. Geir ætlaði að gefa út óperu- plötu með Kristjáni fyrir síðustu jól en ekkert varð af því. „Hún er í undirbúningi. Það er kannski kominn betri tími á að skoða það í dag.“ - fb Ekkert stressaður í Eldborginni GOTT SAMSTARF Geir segir að Kristján Jóhannsson hafi opnað fyrir sér nýjar dyr. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Baltasar Kormákur upplýsti í viðtali við Frétta- blaðið um helgina að hann teldi töluverðar líkur á því að Oblivion, nýjasta kvikmynd Tom Cruise, yrði tekin upp hér á landi. Baltasar ætti að hafa ágætis vitneskju um það enda einn af þremur stærstu eigendum True North. Þar að auki framleiðir Universal-kvikmyndaverið Contraband, Hollywood-kvikmynd leikstjór- ans. Þriðja tengingin er loks að handritshöf- undurinn Karl Gadjusek var nýlega fenginn til að skrifa handritið að víkingamynd Baltasars. Sá skrifar einnig handritið að Oblivion. BALTI MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM varpsþáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í vetur. Þá má ekki gleyma þeirri miklu athygli sem sjónvarpsþátturinn Man vs. Wild fékk, en þar reyndi Jake Gyllenhaal að lifa af í nágrenni Eyjafjallajökuls. freyrgigja@frettabladid.is NORDICPHOTOS/GETTY „Ég athugaði með einkaleyfið hjá Einkaleyfisstofu og það á enginn einkaleyfið á þessu nafni. Ég var búin að ganga úr skugga um það,“ segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að Margit Sandemo, höfundur bókanna um Ísfólkið, væri ósátt við nafnið á nýjum sjón- varpsþætti Ragnhildar, Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni. Sigrún Halldórsdóttir, útgefandi bókar- innar, sagði að nafnið væri höfund- arverk Sandemo og RÚV hefði því ekkert leyfi til að nýta sér þetta heiti. Hefur hún óskað eftir því að þátturinn fái annað nafn. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi upp- runalegu bækurnar fyrir Prent- húsið á sínum tíma en þær hafa verið endurútgefnar í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Ari Matth- íasson, framkvæmdastjóri Þjóð- leikhússins og sonur Ingibjargar, kvaðst í samtali við Fréttablað- ið hafa miklar efasemdir um að Sandemo gæti gert tilkall til titils- ins Ísfólkið. Það hefði verið móðir hans sem hefði gefið þessum bóka- flokki nafn á íslensku. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að þáttur Ragnhildar fái nýtt nafn. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún stödd í ísbúðinni Ísfólkið í Spönginni. „Það er auðvitað innihald þáttanna sem skiptir máli og ef við þurf- um að breyta nafninu út frá lög- fræðilegum eða siðfræðilegum sjónarmiðum gerum við það að sjálfsögðu. Mér finnst það samt svolítið skrýtið að Íslending- ar megi ekki nota orð með forskeytinu ís.“ - fgg Það á enginn einkaleyfi á nafninu Ísfólkið Í HNÚT Deilan um Ísfólkið er í hnút. Ragnhildur Steinunn segist hafa gengið úr skugga um að enginn eigi einkaleyfið á Ísfólksnafninu og Ari Matt- híasson segir að móðir sín, Ingibjörg Jónsdóttir, hafi gefið þessum bókaflokki fyrst nafn. TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl GRÍMAN 2011: Áhorfenda- sýning ársins Sala áskrift arkorta í fullum gangi – vertu með í vet ur SÝNINGAR H EFJAST 9. SE PT. FEÐGAFLOKKUR Í VATNASKÓGI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.