Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGheilsa ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 20112 Við erum að setja á mark-að stóra vítamínlínu frá Bretlandi, undir merkj- um vítamínrisans Vitabiotics,“ segir Sandra K rist jánsdótt ir, vörumerkjastjóri hjá Icepharma, umboðsaðila Vitabiotics á Íslandi. „Þetta eru markhópatengd vítamín sem hugsuð eru þannig að fólk geti tekið eina vítamíntöflu sem inniheldur allt sem viðkom- andi þarf á að halda,“ segir Sandra og útskýrir það nánar: „Allar töfl- urnar eru með sama steinefna- og fjölvítamíngrunninn, þannig að allir fá nauðsynleg grunnvítamín sem líkaminn þarfnast, en hver og ein tegund inniheldur svo alls kyns aukavítamín og bætiefni sem henta þörfum markhópsins hverju sinni,“ upplýsir Sandra og nefn- ir sem dæmi að til séu töflur fyrir konur og karla á öllum aldri, heil- ann og minnið, íþróttafólk, ófrísk- ar konur, börn, konur á breytinga- skeiði og svo mætti lengi telja. Sandra segir að allir geti fund- ið vítamín við sitt hæfi innan Vita- biotics-línunnar. „Fyrirtækið sem framleiðir vítamínin er breskt og vítamín þess eru þau mest seldu þar í landi. Fyrirtækið hefur tvisv- ar sinnum hlotið konunglegu verð- launin „The Queen´s Awards for Enterprise“ í Bretlandi. Einstök vítamín frá Vitabiotics hafa einnig hlotið ýmis verðlaun, til dæmis frá Boots-keðjunni í Bretlandi,“ segir Sandra og bætir við að vítamínin séu öflug og traustsins verð. Vita- biotics hefur einnig stutt vel við bakið á afreksfólki í íþróttum í Bretlandi og eru fjölmargir þeirra á leið á Ólympíuleikana í London 2012 og segja vítamínin hafa skilað sér auknum árangri. Vitabiotis-vítamínin fást í öllum apótekum og einnig í völdum mat- vöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Verðlaunavítamín á markað á Íslandi Vítamínlínan Vitabiotics er nýkomin á markað hér á landi. Vítamínin eru þau mest seldu í Bretlandi en þau eru hugsuð þannig að ein tafla innihaldi allt sem fólk þarf á að halda. Sandra segir að allir geti fundið vítamín við sitt hæfi innan Vitabiotics-vítamín- línunnar. MYND/GVA 1. Ráðfærðu þig við lækni Áður en rokið er af stað er ekki vitlaust að heimsækja heimilis- lækninn. Sérstaklega ef þú ert of þung(ur), ert hjartveik(ur), kom- in(n) yfir fertugt eða hefur aldrei hlaupið neitt áður. 2. Farðu rólega af stað Ef þú ætlar ekki að gefast upp vegna meiðsla eða þreytu strax á fyrstu vikunum skaltu byrja á rólegri göngu. 3. Fylgstu með hjartslættinum Ekki horfa bara á vigtina. Mældu púlsinn áður en þú ferð fram úr á morgnana og fylgstu með hvernig hlaupin styrkja hjartað. 4. Haltu hlaupadagbók Skrifaðu niður hverja æfingu, hversu langt var hlaupið, hve lang- an tíma það tók og hversu hratt var hlaupið. Það virkar hvetjandi. 5. Hlustaðu á líkamann Harðsperrur og þreyta eru eðli- legir fylgifiskar hlaupa. Ef þig fer að svima eftir æfingar eða finnur verki í brjósti, baki eða fótleggj- um á æfingum skaltu staldra við og jafnvel leita læknis. 6. Hlauptu hægt Ef þú getur sagt „ég hefði nú kom- ist lengra“ í lok æfingarinnar hefurðu hlaupið á réttum hraða. 7. Æfðu reglulega og borðaðu hollt Hlauptu þrisvar til fjórum sinnum í viku í hálftíma, frekar en einu sinni í viku í klukkutíma. Lélegt mataræði eyðileggur árangurinn. 8. Hitaðu upp Hitaðu upp vöðvana með göngu og léttu skokki í nokkrar mínútur. Teygðu áður en þú leggur af stað. Undir lok æfingar skaltu hægja á þér og enda á gönguhraða áður en þú teygir aftur. 9. Fáðu hlaup á heilann Gerðu hlaupin að daglegum hluta lífs þíns. Vertu áskrifandi að hlaupatímariti og kíktu í búðir sem selja hlaupaföt og búnað. Taktu þátt í hlaupakeppnum. 10. Settu þér markmið og fagnaðu þegar þú nærð þeim Settu þér raunhæf markmið og mælanleg. Út að hlaupa Útihlaup eru ódýr leið til betri heilsu. Áður en farið er af stað er gott að undirbúa sig vel. Eftirfarandi tíu ráð er að finna á www.runaddicts.net Farðu hægt af stað og settu þér raunhæf markmið. NORDICPHOTOS/GETTY www.runaddicts.net „Cross Bells er ein af þeim nýj- ungum sem við bjóðum upp á núna en það er blanda af Cross- Fit og ketilbjöllum,“ segir Haf- steinn Daníelsson, annar eigenda Veggsports. Cross Bells-tímarn- ir verða kenndir í hádeginu og aftur seinnipartinn þriðjudaga og fimmtudaga og klukkan 10 á laugardögum. „Ketilbjöllur eru uppruna- lega rússneskt æfingaform þar sem notaðar eru þungar bjöllur og allir stærstu vöðvar líkamans þjálfaðir samtímis, en CrossFit er alhliða hreyfing. Það er skemmti- leg tilbreyting að blanda þessu saman,“ segir Hafsteinn, sem einnig hefur blandað styrktaræf- ingum inn í spinning-tímana í Veggsport til að auka fjölbreytni. „Þetta eru mjög vinsælir tímar því þótt það sé gaman að hjóla er tilbreyting að hafa æf- ingar með. Hjólað er í fjörutíu mínútur áður en hópurinn færir sig inn í sal og gerir styrktaræf- ingar fyrir maga, rass, læri og bak og armbeygjur. Við blöndum þannig saman styrk og brennslu. Skvassið er þó alltaf vinsælast hjá okkur, en við erum stærstir í því. Fólk kemur beint inn og spilar en við lánum fólki spaða og bolta. Skvass geta allir spilað, konur og karlar, unglingar og hjón,“ segir Hafsteinn og vill að lokum benda á heimasíðu stöðvarinnar, www. veggsport.is, þar sem nánari upp- lýsingar er að finna um tíma og æfingakerfi. Bjóða fjölbreyttari tíma Hafsteinn Daníelsson og Hilmar Gunnarsson blanda saman æfingum og búa til fjölbreyttari tíma í Veggsporti. MYND/GVA FÆST Í APÓTEKUM Mest seldu vítamín í Bretlandi sem hafa hlotið hin virtu verðlaun „The Queen´s award for enterprise“ Kynntu þér vítamínin nánar á Facebook síðunni okkar. VITABIOTICS VÍTAMÍNLÍNAN Vítamín og bætiefni fyrir mismunandi þarfir einstaklinga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.