Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 20
30. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
Fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir hafði lengi barist við að ná jafnvægi í mataræði sínu þegar hún ákvað að
skella sér á Heilsuhótelið og dvelja þar í
tvær vikur og fara í gegnum hreinsunar-
prógramm. Hún missti sjö kíló á þeim
tíma og hefur viðhaldið þeim lífsstíl sem
hún tileinkaði sér á hótelinu. Sex kíló í
viðbót hafa farið síðan þá. „Jónína Bene-
diktsdóttir hefur alltaf verið afar sæt við
mig í gegnum árin, en ég kynntist henni
árið 1998 og hún hefur fylgst með mér og
sá hvert stefndi með mína heilsu. Ég hef
alltaf átt í veseni í sambandi við mat og
var orðin of þung,“ segir Sigrún.
Fiðluleikarinn hafði fylgst með starfi
Jónínu og hitti hana einu sinni þegar hún
var að auglýsa heilsunámskeið og hafði
þá hrifist af. „Það urðu fagnaðarfundir
og hún hvatti mig til að fara á Heilsu-
hótelið í tveggja vikna hreinsunar-
prógramm. „Þetta er það besta sem þú
getur gert fyrir þig,” sagði Jónina og þar
sem ég var búin að reyna mikið sjálf að
koma mínum málum í lag, án árangurs,
ákvað ég að slá til.“
Sigrún segist hafa upplifað einhverja
töfra í líkamanum þegar hún fór á
Heilsuhótelið. „Matseðillinn saman-
stóð af miklu grænmeti og öll kolvetni
voru alfarið tekin út í þessar tvær vikur
ásamt sykri og áfengi. Fyrst fóru sjö kíló-
in og þá var mér sagt að ef ég héldi mínu
striki væru þetta kíló sem kæmu aldrei
aftur, sem var mikil hvatning til að halda
áfram. Þá fór ég í sex mánaða áfengis-
bindindi eftir dvölina, því mikill sykur
er í áfengi, og í dag er ég þrettán kílóum
léttari en ég var. Nú passa ég mig á venju-
legu brauði og borða bara súrdeigsbrauð
frá Grímsbæ.“
Sigrún segir stemninguna á Heilsu-
hótelinu vera afar góða, bæði séu þar frá-
bært starfsfólk og fyrirlesarar og svo
hafi verið gaman að vera í hópi með fólki
sem allt hafi verið að keppa að því sama.
„Ég uppskar mjög mikið, hvíldist vel og
naut dvalarinnar. Tónlistarmenn eiga
það til að keyra sig út og hugsa ekki nóg
vel um sjálfa sig. Þeir gleyma sér bara,
lenda gjarnan í meiðslum og alls konar
kvillar geta hrjáð atvinnutónlistarfólk.
Þeir ranka stundum við sér of seint og ég
var nálægt því, en nýja lífið mitt gerir það
að verkum að ég hef miklu meira úthald,
sem skiptir öllu máli,“ segir Sigrún og
bætir við að æfingar í ketilbjöllum hafi
líka hjálpað mikið.
„Ég kynntist yndislegu fólki og ef ég
þyrfti að velja milli tveggja vikna á fimm
stjörnu lúxushóteli á Taílandi eða tveggja
vikna á Heilsuhótelinu myndi ég velja
Heilsuhótelið, þetta var svo mikill lúxus
og mikill styrkur sem maður öðlaðist,“
segir Sigrún, sem segist hafa komið út úr
meðferðinni með hlaðin batterí og tilbúin
að halda sig á beinu brautinni.
Komst á beinu brautina á
Heilsuhótelinu
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari hóf nýtt líf á Heilsuhótelinu og hefur misst þrettán kíló.
„Tónlistarmenn eiga það til að keyra sig út og hugsa ekki nóg vel um sjálfa sig. Þeir gleyma sér bara, lenda gjarnan í meiðslum og alls konar kvillar geta hrjáð
atvinnutónlistarfólk. Þeir ranka stundum við sér of seint, og ég var nálægt því,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. MYND/GVA
Kynning - auglýsing
Fjöldi spennandi námskeiða er
hjá Heilsuhóteli Íslands á næst-
unni.
Næstu heilsunámskeið hótels-
ins eru:
Árið 2011
9.-23. september
14.-28. október
Árið 2012
6.-20. janúar
2.-16. mars
Nánari upplýsingar í síma 512-8040
eða heilsa@heilsuhotel.is
Heilsuhótel Íslands,
Ásbrú, Reykjanesbæ.
www.heilsuhotel.is
Afeitrun eða hreinsun er eitt það
besta sem hægt að að bjóða
sjálfum sér upp á í önnum dags-
legs lífs.
Rannsóknir sýna að fólk er
orkuminna en áður og því er
skiljanlegt að nokkur hundruð
manns leiti árlega í að endurnýja
orku sína á Heilsuhóteli Íslands.
Rannsóknir sýna líka að veik-
indadögum fækkar, gæði svefns
aukast og þreyta minnkar eða
hverfur í kjölfar dvalarinnar.
Það skiptir öllu hvaða við borðum
og hvernig við nýtum tíma okkar
við að auka lífsgæði daglegs lífs.
Þessi atriði eru einnig kynnt á
milli þess að gestir njóta þeirrar
þjónustu sem stendur þeim til
boða.
ENDURNÝJUÐ ORKA
Efnið Bioflavinoid skortir í nútímafæði mannsins
en er nauðsynlegt mannslíkamanum,
meðal annars til þess að vinna á og
útrýma candida-sveppnum og sveppa-
sýkingum í líkamanum. Bioflavinoid er
unnið úr hvítu himnunni sem umlykur
greipaldinávöxtinn.
■ Citrosept dregur úr sykurlöngun
■ Gott fyrir alla sem sækja í sætindi
■ Citrosept er ríkt af andoxunarefnum og forvörn gegn krabbameini
■ Citrosept er frábært eftir sýklalyfjanotkun
Pöntunarsími: 512-8040
www.heilsuhótel.is
CITROSEPT BIOFLAVINOID LOKSINS Á ÍSLANDI
NÆSTU HEILSUNÁMSKEIÐ
Starfsfólk Heilsuhótels Íslands tekur
vel á móti gestum.