Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2011 15 Hagsmunir okkar allra Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögn- unum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á september- þingi að ósk stjórnarandstöð- unnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning afla- heimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi for- gang og að úthlutun veiðiheim- ilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjan- lega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingis- kosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breyting- ar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignar- hald og fullt forræði þjóðarinn- ar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og vernd- un atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbær- um hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávar- útvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá ríma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auð- linda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóf- legs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrund- velli og þau leiði aldrei til eign- arréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horf- ast í augu við að þeirra hags- munir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegs- fyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarút- vegsins s.l. 20 ár og fjárfesting- ar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyr- andi tapi fyrir viðkomandi sam- félög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annars staðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verð- ur útlánastarfsemi til sjávarút- vegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskipta- fyrirtækja sem eru fjármögn- uð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að við- brögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núver- andi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjár- málakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðar- lega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetn- ing aflaheimilda hefur ekki skil- að sjávarútvegi þeirri innri upp- byggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða grein- arinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einka- neyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheim- ilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því mark- miði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám. Sjávarútvegsmál Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. AF NETINU Íslenski krónukúrinn Nú þegar hausta tekur og inn um lúguna streyma tilboð um leiðina að granna mittinu, sléttum maga – vil ég minna á að áhrifaríkasta megr- unin er alveg ókeypis. Í kúrnum felst nefnilega sú stað- reynd að hér í Krónulandi hækka verðbólga og vextir jafnt og þétt og því má gera ráð fyrir að afar lítill pen- ingur sé eftir á hverju heimili til að kaupa mat. Nú ef einhver afgangur er, má reyna að skrapa saman fyrir íslenskri mjólkur- og kjötframleiðslu en verðinu á þeim nauðsynjavörum er tryggilega haldið uppi með sér- staklega háum verndartollum sem heldur þjóðinni alfarið frá öllu ofáti. Það gleymist gjarnan að höfum þegar niðurgreitt tvisvar sinnum meira til þessarar framleiðslu en nágrannar okkar í Evrópusambandinu gera fyrir sambærilega landbúnaðarfram- leiðslu. En allt skal í sölurnar lagt til að forðast fitudrauginn ógurlega. http://blog.eyjan.is/bryndisisfold/ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Líbísk ástæða stjórnarslita Ríkisstjórnarflokkarnir hvor um sig vígbúast ástæðum til að slíta stjórnarsamstarfinu. Líbía og NATO hentar Vinstri grænum ágætlega sem stjórnarslitamál. Jóhanna veit það og snýr málinu upp í það að annar stjórnarflokkurinn megi ekki skamma hinn opinberlega með ályktunum. Sjálf hefur Jóhanna látið gamminn geysa um þingmenn Vinstri grænna og nefnt þá nöfnum úr dýraríkinu. Báðir stjórnarflokkanna vita að þeir munu ekki mynda næstu ríkisstjórn. Þess vegna er beðið eftir vinki frá Bjarna Ben. formanni Sjálfstæðis- flokksins. http://pallvil.blog.is/ Páll Vilhjálmsson Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is Í boði verður léttur hádegisverður. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skráning í síma 440 4900 og á vib.is. Opinn hádegisfundur VÍB stofunnar fimmtudaginn 1. sept. kl. 11.45–12.45

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.