Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 2
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Gunnar, tollið þið ekki í matartískunni? „Við gerum það ekki meðan við getum ekki flutt inn það sem ekki er hægt að framleiða á Íslandi.“ Gunnar Skúli Guðjónsson er fram- kvæmdastjóri Subway á Íslandi. Subway getur ekki lengur haft staðlaðar kjúklinga- bringur á matseðli sínum vegna kjötskorts á Íslandi og hárra tolla á innfluttu kjöti. FERÐAÞJÓNUSTA Meira en sextán þús- und ferðamenn hafa skoðað gesta- stofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þor- valdseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mik- inn áhuga á því að fræðast um gosið og afleið- ingar þess, sér- staklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætr- um þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólaf- ur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á. Í gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrif- um við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meiri- hluta þeirra sem sækja gestastof- una heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólaf- ur. Stofan verður opin út septem- ber, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tæki- færi og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kost- aði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“ brjann@frettabladid.is SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi VERSLUN Þýska byggingavöru- verslanakeðjan Bauhaus skoðar nú alvarlega að opna verslun á Íslandi. Fyrirtækið hugðist opna verslun hér á landi í lok árs 2008 en frestaði þeim áætlunum um ótiltekinn tíma þegar bankahrun- ið skall á. „Við teljum að það sé að nást stöðugleiki aftur á Íslandi en það var forsenda þess að við skoðuðum opnun,“ segir Mads Jörgensen, forstjóri Bauhaus á Norðurlöndunum, og bætir við: „Þar sem við eigum byggingu sem er til reiðu fyrir starfsemi væri eðlilegt fyrir okkur að meta núna hvenær rétti tíminn sé til að opna.“ Jörgensen heimsótti Ísland nýverið ásamt Kenn Pedersen, sölu- og markaðsstjóra Bauhaus á Norðurlöndunum. Komu þeir hingað í þeim erindagjörðum að meta stöðuna í hagkerfinu og hafa haft opnun til skoðunar síðan. Þegar bankahrunið varð haust- ið 2008 hafði Bauhaus reist um 20 þúsund fermetra húsnæði undir Úlfarsfelli við Vesturlands- veg. Þá höfðu tugir starfsmanna verið ráðnir til fyrirtækisins en þeim var öllum sagt upp í kjölfar hrunsins. - mþl Forstjóri Bauhaus á Norðurlöndunum segir stöðugleika hafa náðst á Íslandi: Bauhaus íhugar að opna verslun BAUHAUS Stórhýsi Bauhaus við Vestur- landsveg hefur að mestu staðið autt frá því að framkvæmdum við það lauk um mitt ár 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands hefur frestað ákvörðun um refsingu ungrar konu sem dæmd var fyrir manndráp af gáleysi. Konan var ákærð fyrir að hafa laugardaginn 27. nóvem- ber 2010 ekið bifreið yfir gang- braut í Borgarnesi án nægjanleg- ar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður þar sem útsýni var tak- markað vegna sólar sem var lágt á lofti og skein beint í augu henn- ar. Afleiðingarnar urðu þær að önnur kona sem gekk yfir gang- brautina varð fyrir bifreiðinni og hlaut við það mikla áverka, þar á meðal hryggbrot er leiddi til rofs á mænu. Konan lést nær samstund- is. Unga konan játaði brot sitt afdráttarlaust. Við mat á sök hennar hafði dómurinn í huga að við aksturinn þar sem slysið varð blindaðist hún vegna sólar sem skein beint í augu hennar. Þessar aðstæður hafi verið erfiðar fyrir ungu konuna, sem er óreyndur ökumaður. Auk þess er litið til þess að ákærða er ung að árum og með hreint sakavottorð. Unga konan var svipt ökurétti í sex mán- uði frá birtingu dómsins. - jss Ung kona blindaðist af sól og ók á aðra konu á gangbraut í Borgarnesi: Dæmd fyrir manndráp af gáleysi BORGARNES Í nóvember í fyrra lést kona eftir að hafa orðið fyrir bíl þegar hún var að ganga yfir gangbraut. FÓLK Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra og eiginmaður hennar, Bjarni Bjarnason, eiga von á tvíburum. Katrín mun eiga um mánaðamótin febrúar/mars. Katrín og Bjarni gengu í hjónaband í apríl. Fyrir eru aðrir tvíburar í fjölskyldu ráð- herrans, því Katrín á sjálf tvíburabræður, Stefán og Lúð- vík Júlíussyni. Ætla má að Katrín muni taka sér frí frá ráðherrastörfum á fyrri hluta næsta árs. Nafna hennar, Katrín Jakobsdóttir, er nú í barneignarleyfi frá störfum menntamálaráðherra, en hún var fyrsti ráðherra Íslandssögunnar sem varð barnshafandi í emb- ætti. Svandís Svavarsdóttir gegn- ir starfi hennar á meðan. - sh Iðnaðarráðherra með barni: Katrín gengur með tvíbura KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Yfir sextán þúsund gestir hafa heimsótt gestastofu við bæinn Þorvaldseyri með myndum og minjum frá gosinu í Eyjafjallajökli í sumar. Mikill áhugi hjá ferða- mönnum sem vilja vita sem mest um eldgosið og áhrif þess á bændur og búalið. VEL SÓTT Ferðamenn geta horft á heim- ildarmynd um gosið í Eyjafjallajökli í gestastofunni, og sumir verða fyrir miklum áhrifum af henni segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. MYND/ÓLAFUR EGGERTSSON ÓLAFUR EGGERTSSON Sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við kom- umst í gegnum þetta. ÓLAFUR EGGERTSSON BÓNDI Á ÞORVALDSEYRI STJÓRNMÁL Kvótafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, verði það að lögum, mun hafa meiri áhrif á samfélag Vestmannaeyja en nokkur annar atburðir í sögunni, nema ef vera skyldu Tyrkjaránið 1627 og eldgosið 1973. Þetta segir í umsögn bæjarráðs Vestmanna- eyja um frumvarpið. Að mati ráðsins munu um hundrað manns, sem starfa við veiðar og vinnslu í Eyjum, missa vinnuna og með afleiddum störf- um megi gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf glatist. Forsendur á annað hundruð fjölskyldna fyrir búsetu þar muni bresta og því væri mikil fólksfækkun fyrir- séð. - sh Kvótafrumvarpið skekur Eyjar: Jafnast á við Tyrkjaránið og eldgosið 1973 ASKA Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Væntingavísitala Gallup lækkaði í ágúst, þriðja mán- uðinn í röð. Vísitalan lækkaði um 12 stig í mánuðinum og mælist nú 50,1 stig. Vísitalan hefur ekki mælst lægri á þessu ári og er nú heilum 20 stig- um lægri en hún var í ágúst í fyrra sem var hæsta gildi frá hruni. Væntingavísitalan mælir vænt- ingar neytenda um þróun efna- hags- og atvinnumála. Gildi yfir 100 merkir að fleiri séu bjartsýnir en svartsýnir en gildi undir 100 merkir að fleiri séu svartsýnir. - mþl Væntingavísitala Gallup: Væntingavísi- talan lækkar SAMGÖNGUR Samgönguráðherrar Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna ræddu hvernig bregð- ast megi við öskuskýjum frá eld- gosum og stjórn flugumferðar í kringum þau á fundi í Reykjavík í gær. Fundinn sátu samgönguráð- herrar Íslands, Finnlands, Sví- þjóðar, Eistlands, Litháen og Álandseyja, auk fulltrúa frá Danmörku, Noregi og Lettlandi, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Á fundinum var einnig rætt um aukna samvinnu um rann- sóknir á umhverfisvænum sam- göngum, og aukna áherslu á flutninga á sjó og með járnbraut- um. - bj Norrænir ráðherrar funda: Ræddu eldgos og flugumferð EFNAHAGSMÁL Tæplega tuttugu og sexþúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum hér á landi en þeim hefur fjölgað um tæp tíu prósent frá áramótum, sam- kvæmt tölum frá Creditinfo 25.518 einstaklingar voru í alvarlegum vanskilum um síð- ustu mánaðarmót, en það merkir að kröfur hafa verið í vanskilum í 90 til 180 daga, og oft hafa málin farið fyrir dóm. Einstaklingum í slíkum skulda- vandræðum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2008, eða um tíuþúsund. Hlutfall einstaklinga í alvarlegum vanskilum er hæst á Reykjanesi en lægst á Norðvest- urlandi. Fjölmargt ungt fólk er í alvarlegum vanskilum, níu pró- sent fólks á aldrinum 18 til 29 ára og fimmtán prósent fólks á aldr- inum 30 til 39 ára. - hh Fólki í vandræðum fjölgar: Tæplega 26.000 eru í alvarleg- um vanskilum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.