Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 18
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR18 timamot@frettabladid.is 58 Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Jóhanna M. Aðalsteinsdóttir Hjallahlíð 19b, Mosfellsbæ, sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 23. ágúst sl., verður jarðsungin föstudaginn 2. september frá Grafarvogskirkju kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bendum á Minningarsjóð Karitas í síma 551 5606 milli kl. 08.30 og 10.00 eða netfangið karitas@karitas.is. Björn Júlíusson Unnur Björnsdóttir Ágúst Helgi Jóhannesson Erla Björnsdóttir Guðmundur Þór Reynisson Birna Björnsdóttir Sigursteinn Norðfjörð Kristjánsson Anna Lilja Björnsdóttir Hallgrímur Jónas Ingvason Sædís, Örvar, Tómas, Reynir Þór, Björn Emil, Jóhanna Iðunn. Anna Björk Aðalsteinsdóttir, Lárus S. Aðalsteinsson Magnús Róbert Ríkarðsson Owen flugstjóri. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og minningarathöfn ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, mágs og frænda. Dorothy Butler Owen Róbert Leó Magnússon Owen John Magnusson Owen Jacob Magnusson Owen Magnus Liam Magnusson Owen Ríkarður Owen Alda S. Björnsdóttir Magni Ríkarðsson Owen Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Sylvía Rós Ríkarðsdóttir Owen Hildur Margrét Ríkarðsdóttir Owen Hulda Cathinca Guðmundsdóttir Stefán H. Finnbogason Jón Sigurður Magnússon Marteinn Helgi Þorvaldsson Elín Guðlaug Stefánsdóttir Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stefán Huldar Stefánsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, fóstursonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Markússon fyrrverandi framkvæmdastjóri Sléttuvegi 17, 103 Reykjavík, f. 16. september 1929, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 22. ágúst 2011, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13.00. Ingiríður (Inga) Árnadóttir Guðríður Guðbrandsdóttir Guðríður St. Sigurðardóttir Guðbrandur Sigurðsson Rannveig Pálsdóttir Einar Sigurðsson Elfa Lilja Gísladóttir Antoníus Þ. Svavarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Þórs Ólafssonar Eikjuvogi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu og líknardeild Landspítalans í Kópavogi ásamt læknum og starfsfólki á 11 B fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sigríður Haraldsdóttir Birgir Þór Gunnarsson Ásta Karen Rafnsdóttir Gerða Gunnarsdóttir Guðmundur Arnar Jónsson Lára Guðrún Gunnarsdóttir Gunnar Þór, Íris Ósk, Tara Sif, Arna Rán, Jón Gunnar og langafabörn. OLGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR rithöfundur er fædd þennan dag árið 1953. „Mér finnst ekki nægileg virðing borin fyrir börnum, viðhorfum þeirra og þörfum.“ „Ég byrjaði á rannsókninni 1995 þann- ig að hún er orðinn unglingur,“ segir Linda Björk Ólafsdóttir lyfjafræðing- ur um doktorsverkefni sitt sem hún ver í dag við Háskóla Íslands. Það fjallar um meltingarfærakvilla. Helstu niður- stöður þess sýna að ristilkrampi er mun algengari kvilli hér á landi meðal ungs fólks en annars staðar á Vesturlöndum, einkum meðal kvenna. Linda Björk er lyfjafræðingur í grunninn þótt hún starfi ekki við þá grein heldur í eigin rekstri, óskyldum heilbrigðisgeiranum. Hún kveðst því hafa unnið að doktorsritgerðinni í hjá- verkum, oftast á stofuborðinu heima og gleðst yfir því að hún skuli komin í eina bók. En hvað varð til þess að hún lagði í þessa vinnu? „Þetta byrjaði þannig að kandídats- verkefni mitt í lyfjafræðinni var rann- sókn á tíðni ristilkrampa meðal ungs fólks á Íslandi. Í framhaldinu setti ég upp stærri rannsókn, ásamt tveimur læknum og við keyrðum hana af stað 1996. Risastór spurningalisti var send- ur út til 2.000 manns sem valdir voru af handahófi. Listinn fór til sama hóps tíu árum seinna og 800 manns svöruðu báðum listunum. Rannsóknin kemur inn á marga þætti en kvillarnir sem ég er að rannsaka skapa langvarandi verki og vanlíðan þó enginn deyi af þeim. Margt bendir til að þeir séu tengdir streitu,“ segir Linda Björk og bætir við að lítið sé um lyf sem virki á þessa sjúkdóma. „Besta ráðið er að auka þekkingu meðal fólks þannig að það læri inn á einkennin og breyti lífsstílnum,“ segir hún. Þegar hafa birst greinar um niður- stöður rannsóknar Lindu Bjarkar og hún segir þær hafa vakið eftirtekt í alþjóðasamfélaginu. „Það eru í raun bara þrjár aðrar rannsóknir sem hafa verið birtar um svipað efni í heimin- um á síðustu árum. Þetta er sú fjórða sem er svona víðtæk og hægt er að bera saman við þær.“ Andmælendur við vörnina í dag verða Lars Agréus, prófessor við Kar- olinska Institutet í Stokkhólmi, og dr. Guðjón Kristjánsson, sérfræðingur í meltingarlækningum og yfirlæknir við Speglunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Linda Björk segir Agréus þekktan á sínu sviði og hafa birt eina af þeim þremur rannsóknum sem hún getur borið sína saman við. Að sjálfsögðu ætlar Linda Björk svo að gera sér dagamun þegar doktors- gráðan er í höfn. „Það verður veisla fyrir fjölskyldu og vini, alla sem hafa komið að þessu verki og fagna með mér þessum áfanga,“ segir hún og bætir við: „Þetta verður skemmtileg- ur dagur.“ gun@frettabladid.is LINDA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR: VER DOKTORSRITGERÐ Í LÍF- OG LÆKNAVÍSINDUM Rannsóknin er orðin unglingur VERÐANDI DOKTOR Linda Björk hefur unnið mikið að verkefninu við stofuborðið heima og gleðst yfir að það skuli nú vera komið í eina bók. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Málverkin Ópið og Madonna eftir norska snillinginn Edvard Munch komu í leitirnar þennan dag árið 2006 eftir að hafa verið týnd í tvö ár. Þau voru í sæmilegu ástandi, að sögn sérfræðinga. Grímuklæddir byssumenn réðust inn í Munch-safnið í Ósló um hábjartan dag tveimur árum fyrr og rændu málverkunum. Síðan hafði ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að þrír menn hafi verið dæmdir í tengslum við ránið. Höfuðpaurarnir gengu þó enn lausir. Óslóarborg hafði lofað sem samsvarar 22 milljónum íslenskra króna í fundarlaun. Sérfræðingar Munch-safnsins gengu úr skugga um að málverkin væru ófölsuð og reyndist svo vera. Örlítil rifa var á öðru þeirra og jaðar á hinu hafði skemmst lítillega. Lögregla taldi meistaraverkin hafa verið í Noregi síðan þeim var rænt. ÞETTA GERÐIST: 31. ÁGÚST 2006 Ópið finnst eftir mikla leit Merkisatburðir 1919 Fyrsta listsýning á Íslandi er opnuð almenningi í barna- skólanum í Reykjavík. 90 verk eftir 15 listamenn eru sýnd. 1919 Leikrita- og ljóðskáldið Jóhann Sigurjónsson deyr í Dan- mörku, 39 ára að aldri. 1955 Langt suðvestur í hafi, um 100 mílur úti af Reykjanesi, sjást borgarísjakar á reki. 1980 Á Fljótsdalshéraði finnst silfursjóður mikill, talinn frá land- námsöld. 1992 Stærsta og íburðarmesta skemmtiferðaskip, sem lagst hefur við bryggju í Reykjavík er bundið í Sundahöfn. 1994 Lengsta skák í sögu Íslands endar með jafntefli eftir 183 leiki. Hún er milli Jóhanns Hjartarsonar og Jóns Garðars Viðarssonar. 1997 Díana prinsessa af Wales og Dodi Al-Fayed deyja í bílslysi í París. AFMÆLI JÓHANNES JÓNSSON, kaupmaður og athafna- maður, er 71 árs. VERN- HARÐUR LINNET fjöl- miðlamaður er 67 ára. INGIBJÖRG STEFÁNS- DÓTTIR jógakennari er 39 ára. ÖRN ARNARSON sundmaður er þrítugur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.