Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 46
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR34 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Það hefur nú heldur betur þróast í gegnum tíðina. Fyrst voru Prúðu- leikaranir í uppáhaldi, svo varð ég stjörnuvitlaus í Star Trek: The Next Generation, Arrested Development, Sopranos og LOST. En ætli uppá- haldssjónvarpsþátturinn minn sé ekki Mad Men.“ Dröfn Ösp Snorradóttir, slúður- blaðamaður og skartgripaföndrari 4949 hálsmenanna. „Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluð- um alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gisti- hússins KEX. Matreiðslumaðurinn Friðrik Valur Karlsson, eða Friðrik V, er hættur að elda í eldhúsi staðarins. Pétur segir matreiðslumanninn munu verða þeim innan handar við gerð matseðla. „Hann er algjör snillingur í að tala um mat og þessi ákvörðun var sameiginleg.“ Pétur segir að þeir ætli sér að ná enn betri tökum á svokölluðum kráarmat og að Friðrik verði þeim innan handar í þeirri nálgun. Matreiðslumaðurinn Tóti, sem áður var kokkur á Hótel Rangá og Einari Ben., hefur nú tekið við keflinu af Friðriki en Pétur tekur fram að ekki verði mikilla breytinga að vænta þrátt fyrir brotthvarf Friðriks. Fréttablaðið reyndi að ná í Friðrik í gær en án árangurs. KEX Hostel hefur farið ákaflega vel af stað, gisti- heimilið hefur verið þétt setið og þá hefur barinn slegið í gegn. „Þetta hefur gengið mjög vel og við hefðum bara ekki viljað hafa þetta betra,“ segir Pétur en athygli hefur vakið að stjörnurnar sem sinntu barþjónahlutverkinu fyrr á þessu ári eru flestar flognar á braut. „Rúnar Freyr var náttúrlega bara æskuvinur minn, við bjuggum í sömu blokk- inni í Breiðholtinu og hann er núna byrjaður að æfa aftur fyrir eitthvert hlutverk. Björn Ingi Hilmars- son er síðan farinn aftur til Svíþjóðar þar sem hann býr. Við erum því bara búnir að ráða fólk í þeirra stað.“ - fgg Friðrik V hættur á Kexinu Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast. Aðspurður segir hann það ekkert trufla sig að vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég held að þetta sé skemmtilegra svona. Það eru minni líkur á að maður staðni í einhverju formi. Ég hef ekki áhuga á því,“ segir Eyþór Ingi, sem sló í gegn í þáttunum Bandið hans Bubba. Hann sendi nýlega frá sér lagið „Þá kem ég heim“ sem er fáanlegt á Tónlist.is. Það verður að finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur að öllum líkindum út fyrir jólin. Hinar plöt- urnar tvær eru frumburður proggsveitarinnar Eldbergs, sem er nýkominn út, og nýjasta plata Todmobile þar sem Eyþór Ingi er orðinn fullgildur meðlimur. „Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ævintýri,“ segir hann um tímann með Todmobile. Auk vinnunnar við plöturnar þrjár hefur hann tekið þátt í tveimur söngleikjum á árinu. Fyrst í Rocky Hor- ror og síðan í Hárinu sem verður sýnt áfram í Hörpunni í september. „Ég reyni að lifa á því að gera alltaf eitthvað nýtt, alveg sama hvað það er. Mér þykir vænt um öll verkefnin sem ég tek að mér en þetta sameinast allt í einu hjarta sem er þetta sólóalbúm sem er á leiðinni,“ segir hann. Nýjustu fregnir af Eyþóri Inga og verkefnum hans má sjá á síðunni Facebook.com/eythoringimusic. -fb NÓG AÐ GERA Eyþór Ingi hefur unnið við þrjár nýjar plötur að undanförnu. ENGIN LEIÐINDI Pétur Hafliði Marteinsson segir engin leiðindi vera á bak við brotthvarf Friðriks V af Kexinu en hann er hættur að kokka á veitingastað gistiheimilisins. Hér eru þeir Pétur og Kristinn Vilbergsson ásamt Friðriki V þegar Kexið opnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég er nú vön þessu, er yfirleitt fengin til að leika ráðríku, leiðin- legu og freku eiginkonuna,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. Búið er að skipa í helstu radd- hlutverk teiknimyndarinnar Þórs sem frumsýnd verður seinna á þessu ári. Eins og Fréttablað- ið hefur þegar greint frá mun Atli Rafn Sigurðarson tala fyrir þrumuguðinn en Laddi fyrir ham- arinn hans, Mjölni. Katla Margrét verður hins vegar helsti óvinur Þórs, sjálf Hel sem reynir að gera Þór lífið leitt. Árið hjá Kötlu virðist ætla að verða tileinkað vondum konum því hún leikur einnig illa innrættu nornina í uppfærslu Borgarleik- hússins á Galdrakarlinum í Oz sem frumsýnd verður um miðjan september. „Þetta helgast af því að ég er svo góð. Ekki leikkona, heldur manneskja. Leikstjór- ar virðast álíta að þetta sé mikil áskorun fyrir mig að leika svona vondar konur,“ segir Katla Mar- grét og hlær. Hún segist ekki hafa sett sig í neinar stellingar í pruf- unum heldur hafi hún reynt að elta einhvern útlending sem hafði þegar talað inn á hlutverkið. „En ég var látin prófa nokkrar rullur.“ Það verður valinn maður í hverju rúmi í öðrum hlutverk- um. Egill Ólafsson talar fyrir Óðin sem er æðstur allra ása og Örn Árnason mun tala fyrir hinn góðglaða Heimdall. Esther Talía Casey verður síðan í hlutverki Freyju, Þröstur Leó Gunnarsson verður stórvinur Þórs og Ágústa Eva Erlendsdóttir talar fyrir Eddu, aðra vinkonu Þórs. Teiknimyndin Hetjur Valhall- ar: Þór er dýrasta kvikmynd sem Íslendingar hafa ráðist í að gera en hún er jafnframt fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson, handritshöfund- ur er Friðrik Erlingsson, útlits- hönnuður er Gunnar Karlsson en það er teiknimyndafyrirtæk- ið Caoz sem sér um framleiðslu hennar. freyrgigja@frettabladid.is KATLA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR: LEIKUR HEL Í TEIKNIMYNDINNI ÞÓR Látin leika vondar konur af því ég er svo góð manneskja VOND Í ÁR Katla Margrét Þorgeirsdóttir verður vond í ár en hún talar fyrir Hel í teiknimyndinni Þór og leikur vondu nornina í Galdrakarlinum í Oz. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA lifestream™ lífræn næring. - engin málamiðlun í gæðum Útsölustaðir: Apótek, heilsubúðir, Krónan og Fríhöfnin. www.celsus.is - gefur mér aukið þol, laus við krampa og harðsperrur, flýtir endurheimt. NOTA LIFESTREAM TIL AÐ BÆTA ÁRANGUR MINN Stefán Guðmundsson læknanemi: Margfaldur Bikar- og Íslandsmeistari í 3000 m hindrunarhlaupi. Sigraði Powerade mótaröðina 2010 -11 Þrjár plötur og tveir söngleikir á árinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.