Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 36
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR24 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars - dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. steintegund, 6. eftir hádegi, 8. púka, 9. lyftiduft, 11. tveir eins, 12. bit, 14. fet, 16. tveir eins, 17. keraldi, 18. eyrir, 20. 999, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. bein, 3. aðgæta, 4. hagnaður, 5. skítur, 7. merkastur, 10. skamm- stöfun, 13. af, 15. fálma, 16. hald, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. agat, 6. eh, 8. ára, 9. ger, 11. ðð, 12. glefs, 14. skref, 16. tt, 17. ámu, 18. aur, 20. im, 21. króm. LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. gá, 4. arðsemi, 5. tað, 7. helstur, 10. rek, 13. frá, 15. fuma, 16. tak, 19. ró. Það var af ákafri vandlætingu sem ég hristi höfuðið er kunningi minn frá Íran sagði mér sögu frá heimalandi sínu. Sem nemandi í eðlisfræði við Háskólann í Teher- an á níunda áratugnum varð hann var við að framgangur stúdenta við útskrift hélst ekki í hendur við frammistöðu í námi held- ur hversu mikinn þátt menn tóku í starfi íslamista. Af gremju fylgdust þeir sem ekki voru í klíkunni með embættismanna- kerfi borgarinnar fyllast af misvanhæfum flokksgæðingum. Afleiðingar ráðningar- stefnunnar virtust kunningja mínum þó í fyrstu ekki tiltakanlegar. En svo var það einn daginn að verkfræðingar borgarinnar mættu í hverfið hans með fylgispektina og skurðgröfur að vopni og hófu að grafa holu. Verkið sóttist þeim vel og þegar holan hafði náð nokkurri dýpt var dælt í hana vatni. Íbúar hverfisins sem fylgst höfðu efablandnir með framkvæmdunum vörpuðu öndinni léttar. Þeir höfðu eignast þessa fal- legu tjörn. Svo fór að rigna. HÚN draup af mér drýgindaleg sann- færingin um yfirburði eigin samfé- lags þegar kunningi minn lýsti því hvernig sakleysislegur puntpollurinn breyttist skyndilega í voveiflegt fljót sem streymdi hvítfyssandi um götur og stræti. Hefðu flokksgæðingarnir fylgst betur með í verkfræðitímum hefðu þeir vitað að gera þarf fleira en að moka holu og fylla hana af vatni þegar útbúa á tjörn. Ég hafði hins vegar ekki fyrr kvatt kunningjann en mér var kippt niður úr ylhýrri skýjaborg sjálfum- gleðinnar og aftur á jörðina. ÞAÐ fyrsta sem mér kom til hugar þegar ég heyrði af nýlegri ályktun þingflokks Vinstri grænna til höfuðs iðnaðarráðherra var að þarna hefðu þingmennirnir stolið einu helsta stefnumáli Besta flokksins: „Spilling fyrir opnum tjöldum“. Í ályktuninni gagn- rýndi þingflokkurinn harðlega þá ákvörð- un Katrínar Júlíusdóttur að manna stjórn Byggðastofnunar fólki úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu fremur en pólitískt skipuðum fulltrúum. Í ljósi þess að ein af niðurstöðum hrunskýrslunnar svokölluðu var að pólitískar ráðningar og skipanir hefðu valdið íslensku samfélagi stórskaða vekur uppátækið furðu. Ef til vill er til of mikils mælst að lært sé af reynslunni. Maður hefði hins vegar haldið að „ærukær- ir“ alþingismenn sæju sóma sinn í að loka að minnsta kosti að sér í reykmettuðu bak- herberginu áður en þeir stæðu svo blákalt vörð um bitlinga flokksgæðingum til handa. HVORT breytingar hafi verið gerðar á ráðn- ingarstefnu í Teheran kemur vafalítið í ljós innan skamms en þar er nú unnið að því að grafa fyrir stærsta gervistöðuvatni í öllum Mið-Austurlöndum. Við Íslendingar virð- umst hins vegar einfaldlega ætla að halda okkur við gamla siði og hætta á Nóaflóð. Spilling fyrir opnum tjöldum Svona nokkuð getur orðið að alvöru vandamáli ef það fær ekki rétta meðhöndlun strax. 3778. 3778 lög? Inni á þessu? Og nóg pláss fyrir fleiri! Veistu, þegar ég var á þínum aldri hlustuðum við á LP- plötur! Við þurftum að snúa plötunni við eftir svona fimm lög! Vá! Heldur betur. Þetta hafa verið þungir og erfiðir tímar! Algjörlega maður! Lizzy, Priest, Halen... þetta var harður skóli! Haha- hah Koma svo strákar! Það er snjódagur! Gerum eitthvað skemmtilegt! ÞETTAERSNILLD! Hefur mamma alltaf verið svona brjáluð þegar hún slappar af? Einu sinni rifbeinsbrotnaði hún þegar við fórum í berjamó. Þannig að við tökum ekki vítamín af því okkur finnst þau góð. Aha. Og af því að þau eru góð fyrir okkur. Éttu bara fjandans pilluna! Vítamínin eru refsing. Við tökum þau af því við verðum. Rétt. Rétt hjá þér. www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfimina no3 - st. 36-41 verð kr. 2500.- Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 SKÓMARKAÐUR no2 - st. 41-46 verð kr. 6795.- no1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- OÐTILB Bústaðakirkja Englakór, Barnakór og Kammerkór unglinga Innritun fer fram í Bústaðakirkju dagana 31. ágúst og 1. september frá kl. 16 - 18, á netfangi svava@kirkja.is eða í síma 867 7882. Kórstjóri er Svava Kristín Ingólfsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.