Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 16
16 31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR Það klúður sem málefni Kvik-myndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvik- myndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samn- ingsbundin framlög til kvikmynda- sjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra list- greina – og hann stendur enn í fjár- lögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niður- skurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmynda- framleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvik- myndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmynda- sjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmynda- efni fyrir 12 milljarða króna. Ein- ungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 millj- örðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunn- ar Bragi Sveinsson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horf- ið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núver- andi ríkisstjórn er í nöp við kvik- myndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að fram- leiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungu- máli kvikmyndarinnar; tungu- máli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðj- andi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í fag- inu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé? Hvers vegna er ríkis- stjórnin á móti fram- leiðslu kvikmynda? Kvikmyndagerð Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður Opið bréf til landbúnaðarráðherra Hæstvirti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason. Á undanförnum mánuðum hefur borið á mikilli fjölmiðla- umfjöllun um velferð eldisdýra. Þar hafa m.a. samtök um dýra- velferð látið til sín taka og bent á að núgildandi reglugerðar- ákvæði heimili framleiðendum dýraafurða að halda eldisdýr við aðstæður sem eru ekki í samræmi við gildandi lög um dýravernd. Í lögunum er m.a. kveðið á um að dýrum skuli séð fyrir viðunandi vistarverum og þeim tryggt eðli- legt frelsi til hreyfingar sam- kvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Þessi skýru lagafyrir- mæli er m.a. að finna í 3. gr. dýra- verndarlaga nr. 15/1994. Upp- lýst hefur verið að þessu er ekki fylgt eftir í tilteknum greinum búfjárhalds, einkum þó í eggja- framleiðslu, alisvínarækt, loð- skinnaframleiðslu (minka) og eggjaframleiðslu þar sem stuðst er við reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Samkvæmt íslenskum stjórn- skipunarrétti hefur ráðherra sem æðsti handhafi framkvæmdar- valds það meginhlutverk að fylgja eftir landslögum, sbr. 2. gr. stjórn- arskrár lýðveldisins nr. 33/1944. Þrátt fyrir ábendingar um veru- lega hnökra í málefnum sem lúta að dýravelferð hefur ekki verið brugðist við þeim nema að mjög takmörkuðu leyti. Margir mán- uðir eru nú liðnir frá því að fyrsta ábendingin kom fram um þetta efni en hún fjallaði um aðbúnað og meðferð alisvína skv. aðbúnaðar- reglugerð. Í framhaldi af þeirri ábendingu var reglugerðinni um alisvínarækt breytt. Ný reglu- gerð nr. 353/2011 er til bóta en þó ekki hnökralaus og má sem dæmi nefna að gotstíur þar sem gylt- ur eru hafðar með grísum voru einungis rýmkaðar lítillega eða um 30 cm á breiddina og 10 cm á lengdina eða úr 1,5x2,4 m í 1,8x2,5 m. Þá þykir orðalag 12. gr. reglu- gerðarinnar afar óljóst með tilliti til dýravelferðar en þar segir m.a. „Ennfremur er óheimilt að gelda grísi án deyfingar eldri en 7 daga gamla“. Spyrja má, er heimilt að gelda grísi án deyfingar yngri en 7 daga gamla? Skv. 15. gr. tillögu að nýjum dýravelferðarlögum verður fyrir það tekið, þau hafa hins vegar ekki tekið gildi og óvíst er hvort þetta bannákvæði verði samþykkt af Alþingi. Í upphafi árs 2010 skoraði Dýra- læknafélag Íslands á ráðherra að beita sér fyrir breytingu á reglu- gerð um loðskinnaframleiðslu svo samrýmdist dýravelferðarsjónar- miðum og til samræmis við dýra- verndarlög. Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 15. mars 2010 kemur fram að það sé eindreginn ásetningur ráðu- neytisins að beita sér fyrir breyt- ingum í þessum efnum. Nú 16 mán- uðum síðar hafa engar breytingar verið framkvæmdar. Á meðan ekk- ert er að gert er dýrunum skv. núgildandi reglugerð búnar óvið- unandi aðstæður þar sem innilok- un við þröngar aðstæður veldur þeim mikilli áþján og langvar- andi kvalræði. Að óbreyttu mun það ástand vara áfram en þess- um dýrum er gert að þola hinar þrengstu aðstæður í allt að fjögur ár sem er sá tími sem bestu eld- isdýrunum er leyft að lifa þar til þau eru aflífuð með útblæstri frá vinnuvélum. Því ber að fagna að sú deyðingaraðferð verður bönnuð, ef ný lög taka gildi, óvíst er þó hvort þau verða samþykkt óbreytt. Eggjaframleiðsla skv. gildandi reglugerð er eitt umdeildasta búfjárhald á Íslandi í dag. Varp- hænur hafa rými sem samsvarar blaðstærðinni A4 og er í þessari framleiðslu á engan hátt komið til móts við eðlislægar þarfir fuglanna til hreyfingar auk þess sem þeir sjá aldrei dagsljós né geta andað að sér heilnæmu and- rúmslofti. Eggjaframleiðendur sem fram- leiða egg samkvæmt reglugerð um vottun vistvænnar landbún- aðarframleiðslu fá undanþágu frá ákvæði í henni sem kveður á um að varphænur skuli fá útivist. Engin haldbær rök eru fyrir því lengur að veita slíkar undanþág- ur skv. upplýsingum frá framleið- endum sem framleiða skv. vottun- inni. Þrátt fyrir að ekkert sé því til fyrirstöðu lengur hafa fram- leiðendur ekki sýnt neitt frum- kvæði í þá veru að breyta þessu til samræmis við gildandi reglugerð og bæta þannig aðbúnað varp- fuglanna. Þá er eftirlit með þess- ari framleiðslu í algeru lágmarki skv. upplýsingum frá framleið- endunum sjálfum. Það eftirlit er á vegum Matvælastofnunar og við- komandi búnaðarfélaga undir yfir- stjórn sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra. Það er borgaraleg skylda hvers manns að standa vörð um dýrin og huga að velferð þeirra. Sérstaklega ber að huga að eldisdýrunum, mál- lausum og oft á tíðum málsvara- lausum, sem í mörgum tilvikum er gengið svo hart í fénýtingarskyni að ýtrustu þolmörkum þeirra er ofboðið. Helsti tilgangur og mark- mið starfshóps Samtaka lífrænna neytenda – Velferð búfjár, er að bæta aðbúnað eldisdýra og jafn- framt að hvetja almenning til að breyta neysluvenjum sínum í átt til sjálfbærrar nýtingar náttúru og dýralífs. Með þessu bréfi óskar starfs- hópurinn, Velferð búfjár, eftir svörum frá ráðherra sem fram- kvæmdarvaldshafa skv. íslensk- um stjórnlögum og æðsta hags- munagæsluaðila íslensks búfjár. Þess er góðfúslega farið á leit að hann svari því hvernig og hve- nær hann hyggst beita sér fyrir því að reglugerðarákvæðum sem kveða á um velferð dýra verði breytt í þá veru að þau samrým- ist dýraverndarlögum. Hópurinn bendir á að þrátt fyrir að tillaga að nýjum dýravelferðarlögum geri ráð fyrir verulegum áherslubreyt- ingum í átt að aukinni dýravelferð þá sé óviðunandi að láta dýrin þola meiri bið hvað varðar velferð þeirra enda með öllu óljóst hvaða meðferð hin nýja tillaga hlýtur hjá löggjafanum. Núgildandi reglu- gerðir eru ekki í samræmi við þau ákvæði sem kveða á um dýravel- ferð í gildandi lögum og því ber að breyta án frekari tafa að mati hópsins. Þá skorar hópurinn á ráð- herra að leita til þeirra sem láta sig málefni dýraverndar og dýra- velferðar varða í því skyni að afla sér sérfræðiþekkingar í sem víð- ustum skilningi. Þar telur starfs- hópurinn Velferð búfjár hjá Sam- tökum lífrænna neytenda sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Dýravernd Velferð búfjár – starfshópur Samtaka lífrænna neytenda Anna Lilja Valgeirsdóttir Árni Stefán Árnason Guðríður Ragnarsdóttir Guðrún Garðarsdóttir Halldóra Snorradóttir Dr. Helga Ögmundardóttir Linda Björk Kvaran Linda Pétursdóttir Oddný Anna Björnsdóttir Dr. Ólafur R. Dýrmundsson Óskar Halldór Valtýsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Steinunn Friðgeirsdóttir Þá skorar hópurinn á ráðherra að leita til þeirra sem láta sig málefni dýraverndar og dýravelferðar varða í því skyni að afla sér sérfræðiþekkingar í sem víðustum skilningi. Spurningunni hvers vegna nú- verandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skyn- samleg rök fyrir þessum niðurskurði. Dalvík Sparisjóður Svarfdæla – söluferli Fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf. hefur til sölumeðferðar, fyrir hönd Bankasýslu ríkisins, 90% stofn- fjárhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla. Um Sparisjóð Svarfdæla Sparisjóður Svarfdæla hefur verið starfræktur í yfir 120 ár. Skrifstofa Sparisjóðs Svarfdæla og aðal - afgreiðsla er í ráðhúsinu á Dalvík, en auk þess er rekin afgreiðsla í Hrísey. Alls starfa nú níu starfs- menn hjá sjóðnum. Sparisjóðurinn er eina fjármálafyrirtækið á Dalvík og því mikilvægur í fjölbreyttu atvinnulífi Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu eru sterk fyrirtæki sem hafa skapað sér sérstöðu og er Dalvíkurhöfn stór og umsvifamikil fiski- og vöruhöfn. Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk í desember 2010 og er stofnfé að henni lokinni 424,4 milljónir króna. Í kjölfar endurskipulagningarinnar varð ríkissjóður eigandi stofnfjár að nafnverði 382,0 milljónir króna eða 90% af heildarstofnfé. Á grundvelli laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins fer Bankasýslan með hlut ríkisins. Sparisjóður Svarfdæla hefur að undanförnu starfað á grundvelli undanþágu frá kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall, en eiginfjárhlut- fall sjóðsins skv. ársreikningi fyrir árið 2010 er 10,5%. Söluferlið Frá og með mánudeginum 5. september n.k. geta áhugasamir fjárfestar nálgast samantekt um Spari- sjóð Svarfdæla og önnur gögn vegna fyrirhugaðrar sölu hjá H.F. Verðbréfum hf. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til kl 12:00 mánudaginn 19. september n.k. Tilboð skulu berast á sérstöku formi sem nálgast má hjá H.F. Verðbréfum hf. Söluferlið er aðeins opið hæfum fjárfestum, sbr. 9. tölulið 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Auk þess þurfa fjárfestar að uppfylla tiltekin skilyrði sem gerð er grein fyrir í sölugögnum og lúta einkum að fjárhagslegum styrk og hæfi að öðru leyti til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Fjárfestum er frjálst að bjóða í allan eignarhlut seljanda og/eða hluta hans. Seljandi áskilur sér rétt til þess að breyta söluferlinu og/eða stöðva það án fyrirvara. Einnig áskilur seljandi sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Fjárfestar sem vilja taka þátt í söluferlinu geta haft samband við fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf. í síma 585 1700 eða sent tölvupóst á spsv@hfv.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.