Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGfyrirtækjaþjónusta MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 20114 Stórum hluta lífs okkar eyðum við í vinnunni og því skiptir máli að hafa gaman af starfinu. Til að líða vel í vinnunni er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga. 1. Vertu viss um að starfið henti þér. Fyrsta skrefið til að bæði þér og fólkinu í kringum þig líði vel í vinnunni er að þér líki við starfið. Vertu viss um að þig langi í stöð- una áður en þú sækir um og þú getir hugsað þér að sinna starfinu um lengri tíma. 2. Vertu jákvæð(ur). Vingjarnlegt viðmót skapar gott andrúmsloft. Brostu og náðu augnsambandi við vinnufélaga þína á göngunum og sýndu áhuga á þeirra málum. Vertu skemmti- leg(ur), kvartaðu ekki og forðastu að slúðra. 3. Axlaðu ábyrgð. Það er undir sjálfri/sjálfum þér komið hver frami þinn í starfi verður. Ekki dvelja í starfi þar sem þú nærð ekki að þroska hæfi- leika þína – það er ávísun á leiða og óyndi. Talaðu við yfirmanninn um hverju þú gætir bætt við þig og hvar kraftar þínir nýtast best. Ef það skilar ekki árangri ættirðu að íhuga að leita að annarri vinnu sem á betur við þig. 4. Eigðu samskipti við yfirmanninn Talaðu reglulega við yfirmann þinn um væntingar hans til þín og láttu hann vita af markmiðum þínum og hvernig verkefnin þín standa. Þannig sýnirðu að þér er treystandi fyrir mikilvægum verk- efnum. 5. Blandaðu geði Eyddu tíma með vinnufélög- unum utan vinnutíma. Skráðu þig í vinnustaðaliðið í fótbolta eða stingdu upp á leikjum til að leika í hádegishléinu. Haltu upp á afmæli og skipuleggðu íþrótta- keppnir eða matarboð þar sem allir leggja í púkkið. Fylgirðu þessum ráðlegging- um ætti þér að þykja skemmti- legt að mæta í vinnuna á hverjum morgni. Sjá www.lifeoptimizer.org Brostu til vinnufélaganna Markmið bankans er að veita sem besta þjónustu og hafa allar boðleið- ir sem stystar,“ segir Lárus Sig- urðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni, og bætir við að í mark- hópi bankans séu bæði fólk og fyrirtæki. Á fyrirtækjamarkaði er aðaláhersla lögð á lítil og meðal- stór fyrirtæki ásamt því að vera viðskiptabanki númer tvö fyrir stærri fyrirtæki. „Undanfarin tvö ár hefur MP banki byggt upp viðskiptabanka- starfsemi sína með mjög góðum árangri og rekur bankinn nú tvö útibú, annað í Ármúla 13a, þar sem jafnframt eru höfuðstöðvar bankans, og hitt í Borgartúni 26, auk öflugs þjónustuvers og net- banka. Við leggjum okkur fram um að þekkja fyrirtækin sem eru hjá okkur. Starfsemi og stærð þeirra er eins misjöfn og þau eru mörg. Allt frá einstaklingsrekstri upp í fyrirtæki með hundruð starfsmanna í mörgum löndum.“ MP banki býður upp á fjöl- breytta þjónustu, m.a. ávöxtun innlána, gjaldeyrisviðskipti, kred- it- og debetkort, innheimtuþjón- ustu og fjármögnun fyrirtækja. Fjármögnun getur m.a. tekið til endurfjármögnunar eldri skulda, endurskipulagningar eða fjár- mögnunar fyrir fyrirtæki sem eru að koma ný inn á markaðinn. „Frá því við komum inn á mark- aðinn höfum við lagt mikið upp úr því að halda því góða orðspori sem bankinn hefur áunnið sér. Fyrir- tæki í dag þurfa á því að halda að ákvarðanataka innan bankanna sé skjót og að svör fáist skjótt og vel. Við höfum starfsfólk sem er mjög reynt á þessu sviði og er meðalstarfsaldur starfsmanna á viðskiptabankasviði í kringum tuttugu ár og því býr það að mik- illi reynslu og þekkingu.“ Lárus leggur áherslu á að það sé auðvelt að skipta um banka og að það eigi ekki að vera hindrun fyrir neinn. „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskipta- stjórar okkar við viðskiptaflutn- inginn og gera hann eins auðveld- an og mögulegt er,“ segir Lárus að lokum. Stuttar boðleiðir og persónuleg ÞJÓNUSTA Í MP BANKA MP banki hefur frá stofnun lagt áherslu á persónulega þjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Stuttar boðleiðir, skjót ákvarðanataka og góð þjónusta hefur að sögn Lárusar Sigurðssonar, útibússtjóra MP banka í Borgartúni, aukið markaðshlutdeild MP banka jafnt og þétt frá stofnun. „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskiptastjórar okkar við viðskipta- flutninginn og gera hann eins auðveldan og mögulegt er,“ segir Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni. MYND/GVA Brostu til samstarfsfólks þíns, það skilar sér í betri líðan á vinnustað. NORDICPHOTOS/GETTY Ef þér finnst þú ekki geta þroskað hæfileika þína í vinnunni skaltu íhuga annað starf. NORDICPHOTOS/GETTY Vaktavinna hefur truflandi áhrif á líkamsklukkuna og margir hafa velt því fyrir sér hvernig haga megi vökt- um þannig að þær valdi sem minnstum óþægindum hjá vaktavinnufólki. Á vef Vinnu- eftirlitsins, www.vinnueftirlit. is, er hægt að fá svör við ýmsum spurningum. Þangað er hægt að senda spurningar, en ein slík undir flipanum „spurt og svar- að“ hljómar svona: „Dregur bjart ljós úr slæmum áhrifum vaktavinnu?“ Í stuttu máli er svarið já. Er vísað þar til greinar sem birt- ist í Scandinavian Journal of Work Environment & Health um áhrif bjarts ljóss á óþægindi sem tengjast vaktavinnu. Niður- stöður rannsakenda voru þær að skammvinn, regluleg birtu- meðferð bætti líðan kvenna sem ynnu vaktavinnu. Þátttakendur í rannsókninni voru sjálfboðaliðar, hjúkrun- arfræðingar á fjórum sjúkra- húsum í suðurhluta Finnlands. Þeir voru látnir taka sér tuttugu mínútna hvíld reglulega fjórum sinnum á hverri vakt og voru þá baðaðir afar sterku ljósi; lamp- arnir voru staðsettir í augnhæð og gáfu frá sér 5.000 luxa birtu. Meginniðurstöður rannsókn- arinnar voru að birtumeðferð af þessu tagi drægi úr óþægindum og yki vellíðan meðal kvenna, einkum meðal þeirra sem fyndu til árstíðabundinna skapsveiflna og vanlíðunar. Niðurstöðurnar voru í samræmi við það sem aðrir höfðu áður séð, en ýmsir höfðu þá beitt lengri birtumeð- ferð hverju sinni. Stutt birtu- meðferð hefði þann kost að unnt væri að koma henni að innan venjulegra vakta, en fæstir hefðu aðstæður til að sitja tím- unum saman í meðferð á meðan á vinnutíma stæði. Áhrif birtu á vaktavinnu Vaktavinna hefur truflandi áhrif á líkamsklukkuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.