Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2011 www.enskafyriralla.is Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga. Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna. Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest konur á aldrinum 40 ára og eldri. Við bjóðum upp á: 10 getustig með áherslu á tal. Styrkt af starfsmenntasjóðum. Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com Þú ert velkominn í heimsókn og tekur ákvörðum eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt. Enskuskóli Erlu Ara Grensásvegur 16, sími 553 7300. Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17. VERÐSPRENGJA – ÚTSÖLULOK 5 VERÐ: 1000 – 1500 – 2000 – 2500 – 3000 1500 20001000 2000 200025001500 2500 1000 SOHO/MARKET Á FACEBOOK Hélène Magnússon, hönnuður og eigandi prjónaritsins prjonakerl- ing.is, er nýkomin úr prjónaferð yfir Fimmvörðuháls. Hún fór fyrir tólf manna fjölþjóðlegum hópi og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. „Í gamla daga þegar fólk mátti engan tíma missa var ekki óal- gengt að konur jafnt sem karlar prjónuðu á meðan gengið var á milli bæja eða hugað að skepnum úti á engjum. Oftast var fólk með eitthvað lítið og létt eins og sokka og vettlinga á prjónunum sem var eflaust betra því eftir því sem peysan stækkaði fór hún að síga svolítið í,“ segir Hélène sem gekk með hnykilinn í handarkrikanum alla leiðina en það var einnig venj- an á árum áður. Hún segir prjóna- skapinn engu að síður hafa gengið vel og hjálpað henni að halda jöfnu tempói í ferð- inni. „Sem leiðsögumaður þarf maður að fara hægar yfir en á eigin vegum og þetta hægði aðeins á mér. Þá var stoppað með reglu- legu millibili og prjón- að. Við tylltum okkur meðal ann- ars á nýja fjallið Magna en stöldr- u ð u m e k k i lengi við enda hefur það ekki ennþá náð að kólna og okkur varð fljótt heitt á rassinum.“ Fyrir- hugað er a ð u p p - skriftin að peysunni, sem hefur fengið nafnið Fimm- vörðuháls, birtist í banda- rísku peysubókinni Swea- ters From Around the World á næsta ári. Um er að ræða aðsniðna peysu sem minnir á gömlu íslensku peysufötin en Hélène er þekkt fyrir óþrjót- andi áhuga á íslenskri prjóna- hefð. Hann ásamt áralangri reynslu henn- ar sem fjalla- leiðsögumað- ur á Íslandi er hvatinn að prjónaferðunum sem hún fer í samstarfi við Íslenska fjallaleið- sögumenn. „Ferðirnar ganga út á að kynn- ast landinu og ferðast um það með prjón að leiðarljósi,“ segir Hélène. „Þær bjóða upp á blöndu af stór- fenglegri náttúru, íslenskri menn- ingu, prjónasögu og prjónanám- skeiðum.“ Þátttakendur koma frá Evrópu, Norður-Ameríku og Skandinavíu en ferðirnar eru einnig opnar Íslendingum. Fram undan er haustprjónaferð í nágrenni Sel- foss í nóvember og vetrarprjóna- ferð i Landmannalaugar í mars en þá verður prjóni og göngu- skíðaiðkun fléttað saman. Nánari upplýsingar er að finna á www. prjonakerling.is vera@frettabladid.is Gengið og prjónað Hélène Magnússon var að koma úr prjónaferð á Fimmvörðuhálsi og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. Helene er frönsk en flutti til Íslands árið 1995. Hér er hún með peysuna sem henni tókst að mestu að klára á einum degi á leið sinni yfir Fimmvörðuháls. Brúðan Henrietta er dæmi um frekari afrakstur úr ferðinni en uppskrift að henni má finna á prjonakerl- ing.is. Þátttakendur settust reglulega niður með prjónana á leiðinni. Í ferðinni voru tveir karlar og tíu konur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.