Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2011 31 Stökktu til Tyrklands Einstakt tækifæri 6. september - 11 nátta ferð Frá aðeins kr. 109.900 með hálfu fæði Frá kr. 109.900 m/hálfu fæði - kr. 119.900 m/„öllu inniföldu“ Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á allra síðustu sætunum til Tyrklands 6. september í 11 nætur. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og bókaðu strax frábært frí á hreint ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt önnur sértilboð í boði. Kr. 109.900 - 11 nátta ferð Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 11 nætur. Aukalega m.v. „allt innifalið“ kr. 20.000 fyrir fullorðna og kr. 10.000 fyrir börn. Ath. - verð getur hækkað án fyrirvara. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir. FÓTBOLTI Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH og íslenska landsliðsins meiddist í tapleiknum á móti Stjörnunni og varð að segja sig úr landsliðshópnum. Hann hefur sett stefnuna á það að koma til baka eftir landsleikjahléið. „Við skulum vona að tímabilið sé ekki í hættu. Þetta eru smá meiðsli sem ég er búinn að vera að eiga við í gegnum tíðina. Þetta kemur bara upp á vondum tíma,“ sagði Gunnleifur en hann er að glíma við meiðsli í baki. „Ég hef lent í þessu áður og kann að vinna með þetta en ég var pínu óhepp- inn að þetta skuli hafa komið upp,“ sagði Gunnleifur. „Það er ömurleg tímasetn- ing á þessu að þurfa fara út af í stöðunni 0-1 í svona mikilvægum leik í deildinni. Svo missir maður landsleikina sem er hryllilegt,“ sagði Gunnleifur en FH fékk á sig þrjú mörk á stuttum tíma eftir að hann fór út af. „Ég ætla að gera allt sem ég get og verð klár í KR-leikinn. Ég skal lofa þér því að ég verð klár í KR-leikinn 11. september,“ sagði Gunnleifur að lokum. - óój Gunnleifur Gunnleifsson: Lofar því að ná KR-leiknum GUNNLEIFUR Missir af landsleikjum við Noreg og Kýpur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að upp- skera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa land- að Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í gær. „Við sköpuðum okkur fullt af færum í fyrri hálfleik en náðum ekki að klára þau. Það var smá stress á liðinu og smá taugaveiklun. Við töluðum saman í hálfleik, róuð- um taugarnar og kláruðum þetta.“ „Við spiluðum með þriggja manna vörn í fyrri hálfleik sem mér fannst mjög gaman. Við náðum að pressa á þær en náðum aldrei að klára á síðasta þriðj- ungnum. Svo kláruðum við þetta í seinni hálfleik. Þetta er svo ein- falt, þetta snýst bara um að koma boltanum í netið og við gerðum það,“ sagði Soffía og bætti við, „við erum með besta lið á landinu eins og staðan er núna, það er á hreinu.“ -gmi Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir sigurreif í leikslok: Við erum með besta liðið á landinu BLÓM EN ENGINN BIKAR Stjörnustúlkur fengu ekki Íslandsbikarinn afhentan í gær en hér taka Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir við blómvendi í leikslok. Þær fá bikarinn í síðasta heimaleik sumarsins. FRÉTTABLAAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.