Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 12
31. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR12 Múslimar á Íslandi fagna Eid al-Fitr Fögnuðu föstulokum Hátíðin Eid al-Fitr var haldin í Menningarsetri mús- lima á Íslandi í gær, þar sem lokum föstumánaðar- ins helga, Ramadan, var fagnað. Á annað hundrað karla, kvenna og barna komu þar saman í gleði og þakklæti. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Frétta- blaðsins, tók meðfylgjandi myndir af hátíðarhöld- unum. GJAFIR Hefð er fyrir því að börn fái litlar gjafir á þess- ari merku hátíð. GEFA GJAFIR Hér fær eitt barnanna gjöf úr hendi bænaprestsins Ahmads Taha Seddeeq. BÍÐA AF SÉR BÆNIRNAR Kvenþjóðin beið ásamt börnum í hliðarherbergi á maðan karlarnir lögðust á bæn. HÁTÍÐARSTUND Gleði barnanna var fölskvalaus þegar þau tóku á móti gjöfunum. VEISLA Eftir hátíðina var boðið upp á veitingar. Konurnar, sem áður höfðu þurft að bíða eftir mönnum sínum, voru fyrstar að kræsingunum. KOMIÐ AÐ SNÆÐINGI Þegar bænastund var lokið og búið að deila gjöfum til barnanna féllust menn í faðma. Nú var föstunni formlega lokið og komið að því að matast duglega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.