Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 16
1. september 2011 FIMMTUDAGUR16 Alþingi kemur saman til fundar á morgun til að ljúka frestuðu vorþingi. Ekki er mikilla tíðinda að vænta þá. Naumur meirihluti stjórn- arinnar mun reynast henni óþægur ljár í þúfu í vetur. Einstaka þingmenn munu fá meira vægi í umdeildum málum og gera stjórninni erfiðara fyrir. Ríkisstjórnin lifir líklega vegna ónógra valkosta. Óhætt er að segja að staðan hafi breyst til hins verra fyrir stjórnar- liða frá vordögum 2009 og ýmislegt hafi gengið á. Ögmundur yfirgaf ríkisstjórn, Álfheiður tók við, en svo kom Ögmundur aftur. Þráinn Bertelsson gekk til liðs við stjórnina, en Ásmundur Einar, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir yfirgáfu þingflokk Vinstri grænna. Allt í einu var öruggi meirihlutinn orðinn að einu atkvæði. Við slíkar aðstæður eykst vægi einstakra þingmanna og þeir hafa betri stöðu til að berjast fyrir sínum hugðarefnum. „Ef þetta fer ekki í gegn eða verður ekki stöðv- að styð ég einfaldlega ekki stjórn- ina eða einstök málefni hennar,“ er hótun sem vert er að taka alvarlega og er þekkt úr sögunni; oft kennd við Stefán Valgeirsson. Hann fór í sérframboð árið 1987 og studdi ríkisstjórnina, gegn ýmsum mál- efnum í hans kjördæmi. Fjárlagagerðin erfið Efnahagssamstarf ríkisstjórnar- innar og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) hefur sett mark sitt á stjórnarsamstarfið. Það var höfuð- ástæða afsagnar Ögmundar Jónas- sonar á sínum tíma og hann hefur verið óspar á gagnrýni á sjóðinn, þrátt fyrir endurkomu í ríkisstjórn. Samstarfinu lauk í síðustu viku og sjóðurinn gaf endurreisn íslensks efnahagslífs ágætisein- kunn. Það hefur þó ekki dregið úr gagnrýni á AGS. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar- innar einkenndust af skattahækk- unum. Það er umhugsunarefni að þrátt fyrir að vissulega hafi þær verið gagnrýndar, margfaldaðist sú gagnrýni við næstu fjárlaga- gerð; en fjárlögin fyrir árið 2011 má fyrst og fremst kenna við niður- skurð. Ramakvein heyrðust víða þegar þjónusta var skorin niður, stofnanir sameinaðar og sumar lagðar niður. Vinna við fjárlögin fyrir 2012 er í fullum gangi og ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að aðhald frekar en niðurskurður verði leiðarhnoðað. Naumur meirihluti býður hins vegar upp á gíslingu einstakra þingmanna, líkt og rakið er hér til hliðar. Hvað munu þingmenn segja þegar skorið verður niður í mennta- eða heilbrigðisstofnunum í þeirra kjördæmi? Ef göngum eða vega- framkvæmdum verður frestað, eða ef draga verður úr stuðningi við þeirra listgrein? Hin eilífu Evrópumál Alþingi Íslendinga samþykkti að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það er staðreynd sem margir virðast eiga erfitt með að kyngja. Viðmælendur Fréttablaðsins úr öllum flokkum eru sammála því að þrátt fyrir harðar rimmur hingað til varðandi Evrópusambandið, séu þær aðeins forsmekkurinn að því sem blasa mun við í vetur. Viðræðuferlið hefur hingað til snúist um svokallaða rýnivinnu; hvort og þá hverju þurfi að breyta í núgildandi löggjöf verði af aðild. Nú þarf hins vegar að móta samn- ingsafstöðu í viðkvæmum mála- flokkum, svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, og þá munu átakalínur skerpast. Búast má við að tillaga verði lögð fram á ný um að hætta aðildarvið- ræðum og þá reynir á meirihluta stjórnarinnar. Jón Bjarnason hefur ekki farið leynt með andúð sína á aðild að ESB og reyndar á við- ræðuferlinu sjálfu. Hann væri vís með að greiða atkvæði með slíkri tillögu, en þá reynir á Guðmund Steingrímsson, Birki Jón Jónsson og Siv Friðleifsdóttur, sem öll hafa lýst yfir vilja til að klára viðræð- urnar og bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Fiskur, stjórnkerfi og umhverfi Jón Bjarnason lagði fram tvö frum- vörp um fiskveiðistjórnun á síðasta þingi. Annað fór í gegn með breyt- ingum en hinu var vísað í nefnd. Ljóst er að það verður ekki lagt fram óbreytt aftur, von er á nýju frumvarpi í október. Þá reynir enn einu sinni á stjórnarmeirihlutann. Margir Samfylkingarmenn myndu sætta sig við umfangsminni breytingar á kerfinu; að veiðileyfa- gjald verði hækkað og þjóðareign á auðlindinni tryggt. Hvort sátt næst um það skal ósagt látið. Samkvæmt frumvarpi um stjórn- arráðið færist valdið til breytingar á ráðuneytum frá þinginu til for- sætisráðherra. Það verður að skoð- ast í ljósi núverandi stöðu; en Jón Bjarnason og Lilja Rafney Magnús- dóttir hafa lýst sig andsnúin niður- lagningu sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytisins. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn eru and- snúnir frumvarpinu, þannig að stjórnin verður að treysta á eigin meirihluta eigi það að nást fram. Til stóð að afgreiða það úr allsherjar- nefnd í gær, en það gekk ekki eftir. Rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma liggur fyrir og þingsályktunartillaga um virkj- unar- og verndunarkosti er í opnu umsagnarferli. Þetta mál gæti orðið ríkisstjórninni þungt í skauti. Vinstri græn eru á móti virkjun- um í neðri hluta Þjórsár og marg- ir Samfylkingarmenn vilja virkja meira en áætlunin gerir ráð fyrir. Þar er stjórnarandstaðan að mestu sammála, þannig að enn einu sinni verður að reyna á samninga innan stjórnarflokkanna, með sinn eins atkvæðis meirihluta. Engin orka eftir Stjórnarliðar sem Fréttablað- ið ræddi við voru sammála um stjórnin væri undir í áróðursstríð- inu, sem, hvað sem mönnum um það finnst, er nauðsynlegur fylgi- fiskur stjórnmála. Öll orkan hefði síðustu ár farið í efnahagslegar björgunaraðgerðir og nú væri hætta á því að orkan færi í pólitískar björgunaraðgerð- ir. Sem dæmi var nefnt að þrátt fyrir að AGS hafi útskrifað íslenskt efnahagslíf með ágætis- einkunn fyrir rúmri viku, heldur væntingarvísitala Gallup áfram að lækka. Almenningur hafi ekki trú á aðgerðum stjórnvalda og málflutningur stjórnarand- stöðunnar eigi þar hljómgrunn. Ætli stjórnin sér líf, þurfi hún að breyta því. Enginn valkostur Þrátt fyrir erfiða tíma fram undan, þörf fyrir samningalipurð og bar- áttu við stjórnarandstöðu, jafnt sem eigið fólk, eru mestar líkur á að stjórnin lifi út kjörtímabilið, fyrst hún nú þegar er ekki fallin. Um það eru allir viðmælendur Fréttablaðs- ins sammála. Ástæðan sé í raun ósköp einföld: enginn annar val- kostur sé í stöðunni. Stjórnarflokkarnir eru áfram um að sýna fram á að vinstri stjórn geti setið út heilt kjörtímabil; það hefur aldrei gerst. Þrátt fyrir allan ágreininginn á milli stjórnarflokk- anna meta þeir það hvor um sig svo að þeir nái meiru af sínum stefnu- málum fram innan þessa samstarfs en annars. Þá er ekki mikill vilji hjá stjórnarflokkunum til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Ekkert er í kortunum með styrk- ingu á stjórnarsamstarfinu. Trauðla ná stjórnarflokkarnir þó meirihluta eftir næstu kosningar og það gæti því verið umhugsunarefni fyrir þá að semja við aðra flokka fyrir kosn- ingar frekar en eftir. Þá er ekki víst að það verði í boði. Það að engir aðrir kostir eru uppi á borðum, gæti hins vegar orðið að öndunarvél stjórnarsamstarfsins. FRÉTTASKÝRING: Hvernig mun stjórnarmeirihlutanum reiða af í vetur? Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Um andúð Jóns Bjarnasonar á Evrópusambands- aðild þarf ekki að fjölyrða. Hann mun fá tækifæri á næsta þingi til að greiða atkvæði með því að aðildarviðræður hætti. Þá er ljóst að hann er óánægður með fyrirhugaðar breytingar á stjórnarráðinu, sem snúast um að leggja ráðuneyti hans niður. Eftir að hann sneri aftur í ríkisstjórn hefur Ögmundur Jónasson ekki verið eins gagn- rýninn á stjórnar- stefnuna og áður. Hann hefur þó ótvírætt sýnt að hann er óhræddur við að láta brjóta á málefnum sem hann telur mikilvæg. Kvikmyndagerð er Þráni Bertelssyni hugleikin. Hann lýsti því yfir í sumar að hann myndi ekki styðja fjárlaga- frumvarpið í heild sinni ef málefnum Kvikmyndaskóla Íslands yrði ekki borgið. Þau eru enn í uppnámi og því óvissa með stuðning Þráins. Þingmenn Vinstri grænna í Norð- vesturkjördæmi voru allir þrír á móti niðurlagningu sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytisins. Ásmundur Einar Daðason er genginn í Framsókn, en Lilja Rafney Magnúsdóttir er eftir. Samgöngumál eru Kristjáni Möller hugleikin, enda var hann ráðherra þess málaflokks. Hann hefur verið ófeiminn við að gagnrýna meinta tregðu eftirmanns síns við að koma vegaframkvæmd- um á koppinn, einkum í kjördæmi Kristjáns, Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir Rúnarsson er einnig þingmaður Norðausturkjör- dæmis. Hann hefur sömuleiðis lagt ríka áherslu á vegaframkvæmdir í kjördæminu, auk þess sem hann hefur gagnrýnt skattahækkanir og hvatt frekar til niðurskurðar í ríkis- rekstri. 32:31 - stjórnarliðar sem gætu skekið meirihlutann Sama stappið og síðustu árin FJÖR Á ÞINGI Ekki er við öðru að búast en að starfið á Alþingi einkennist af svipuðum vinnubrögðum í vetur og undanfarið. Hart verður tekist á um fjölda mála og ríkisstjórn- in má hafa sig alla við að koma málum sínum í gegn, enda hefur hún aðeins eins atkvæðis meirihluta. Við umræður um vantraust á síðasta þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Húsið er vandað að allri gerð og mjög vel staðsett með útsýni í allar áttir. Það er teiknað af Guðmundi Kr.Guðmundssyni arkitekt. Lóðin er stór og mögulegt að byggja við húsið í suðurátt. Svefnherbergi eru 3-5, tvö böð og stórar stofur. Verð 125 milljónir. Upplýsingar gefur Ólafur Garðarsson í síma 515 7400. Til sölu glæsilegt 320fm. einbýlishús að Barðaströnd 18, Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.