Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 26
1. september 2011 FIMMTUDAGUR Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna við- fangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir til- stilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélag- ið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfs- fólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangs- efna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Hús- næðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátækni- sjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geisla- lækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endur- nýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafn- vel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í! Þar sem tugum sjúkra- rúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til lang- frama vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunn- þjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátækni- sjúkrahús? Umgjörð úr stein- steypu – utan um hvað? Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vanda- mál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakk- ann í Reykjavík að hið opin- bera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 millj- ónir króna á ári til byggingar- innar – og er þá sjálfur rekstur- inn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verð- ugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjól- hýsi. Stór hluti byggingarkostn- aðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántak- ans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlend- ur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við bygg- ingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnis- varða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýs- inu! Sama stillimyndin í báðum! Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönn- um atvinnu. Hátæknisjúkra- hús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda bygginga- manna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykja- vík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrek- að sé eftir því leitað. Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðis- þjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar stein- steypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar. Meiri steypa? Heilbrigðismál Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra Þau sluppu ekki framhjá mér póli- tísku bréfaskrifin á vef Víkur- frétta um framtíðarhorfur atvinnu- mála á Suðurnesjum. Að mínu mati merkileg ritröð sem sýnir svo ekki verður um villst hvernig pólitískur boltaleikur fer fram. Það getur vel verið að það sé ósanngjarnt af bæjarstjóranum í Reykjanesbæ að senda stjórnarflokkunum línu þar sem hann setur stöðu atvinnumála á Suðurnesjum að hluta á þeirra ábyrgð. Svo getur líka vel verið að svarbréfin sem fylgdu í kjölfarið séu gott dæmi um pólitískt málþóf sem einkennir tafirnar sem bæjarstjóri telur upp. En ég ætla ekki að einblína á póli- tíska boltaleiki. Þeir leikir munu ganga bæði beint og endursýnt eins lengi og þurfa þykir. Mig langar þess í stað að hvetja til þess að við sem íbúar á Suðurnesjum, fólkið sem myndar samfélagið, förum að vinna saman á vettvangi sem ekki þarfnast þrýstings, undirskrifta eða íhlutunar ríkis og bæja. Vinnu minnar vegna fæ ég innsýn í daglegar aðstæður fólks í Reykja- nesbæ. Ég fæ að hitta fólk sem er að upplifa óþægilega og erfiða tíma. Atvinnuleysi, fjármagnsskortur, skuldir og jafnvel heilsuleysi er smátt og smátt að draga úr fólki kraft og von. Til eru dæmi þess að fólk haldi ekki út til mánaðamóta. Á móti hitti ég líka fólk sem hefur það gott, hefur efni á sumarleyfum, getur keypt sér gott í matinn, föt og skó, og jafnvel endurnýjað bílinn. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að búa í sama bæjarfélaginu, jafn- vel sömu götunni eða í sama stiga- gangi, en lifir samt eins og í tveim ólíkum heimum. Það er þarna sem ég vil að við förum að breyta. Við búum nefnilega ekki lengur í samfélagi þar sem nóg er að hafa fyrir alla. Við búum á tímum þar sem við þurfum að opna augun og sjá umhverfi okkar, ekki eins og það var eða eins og það ætti að vera, heldur eins og það raunverulega er. Aðstæður á Suðurnesjum eru orðn- ar slíkar að við þurfum ekki lengur að vera feimin við stöðu okkar eða skuldir. Erfiðleikarnir eru orðn- ir það almennir að við lítum ekki á frændfólk og vini sem grey sem illa standa heldur þykir eðlilegra að bjóða þeim í mat, gefa notuð föt, og styðja sem vini. Það fer að verða tilgangslaust að flokka okkur eftir efnum og við eigum þess í stað að horfa á gæði fólksins í kringum okkur. Það sem ég geri til að bæta sam- félagið mitt er að ég bíð ekki eftir að einhver rétti upp hönd og biðji um hjálp. Ég læt mig skipta máli. Ég er til dæmis með afsláttarlykil fyrir eldsneyti og þegar ég kaupi elds- neyti býð ég einhverjum á næstu dælu líka afslátt. Í skólanum læt ég stundum klippa tvisvar af kaffi- kortinu og þá fær næsti á eftir mér óvænt frían kaffibolla. Innan fjöl- skyldunnar ganga notuð föt á milli manna auk þess sem við gefum föt og skó af okkur til Fjölskylduhjálp- ar. Ég hef hjálpað ókunnugu fólki að snúa fjárhag sínum, þótt lítill sé, úr óreiðu í skipulag. Ég hef verið sjálf- boðaliði í Virkjun og líka staðið vakt- ir í Dagsetri Hjálpræðishersins. Ef við skoðum umhverfi okkar og daglegt líf getum við fundið fjöldann allan af litlum gjöfum og stuðningi til að gefa öðrum. Bæði innan fjöl- skyldunnar og úti meðal ókunnugra í samfélaginu. Ég legg til að við hættum felu- leiknum og sýndarmennskunni og hættum að skammast okkar fyrir aðstæðurnar. Hættum að hugsa að annarra líf komi okkur ekki við. Stærstu vandamál íbúa Suðurnesja eru ekki persónuleg heldur verkefni handa samfélaginu í heild. Fjölskyld- ur, vinir og jafnvel ókunnugir vilja styðja hvert annað. Ég held það sé bara enginn að segja það upphátt. Hvatning til Suðurnesjabúa Samfélagmál Haukur Hilmarsson ráðgjafi                  ! "#$   %  & !          "     $   !  ! '(()  *+  ,#-.   -/ .  "  ",  "  0  /   1,2#3 -/ .  "",2# %  &     "   *  /!            4      %  5(''6 $   "  6  !    "4!    !      44 %  % 6        /&  !  '(785((9 /  /4 0 %  &  6" % " $   ! :((        6  6       !        6  / 6  %            6/*        * /" /  44   ;  !           /%  & !     **    6/*  ! /4        ;       6   % 0 0  %  $ 6/*     %  44 $ "!     "    %  44 %  !         44 $  *  "  !    44 $    "    Fláningahnífur. Heyrnahlífar, svartar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.