Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 10
1. september 2011 FIMMTUDAGUR Við leitum að góðu fólki Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins – og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef ...ég sá það á visir.is LÍBÍA Víða í Líbíu notar fólk föstu- lokin til að fagna falli Múamm- ars Gaddafí, þótt hann sé enn ekki fundinn og stuðningsmenn hans hafi ekki allir gefist upp. Bráðabirgðastjórn þjóðarráðs uppreisnarmanna hefur beðið NATO um áframhaldandi stuðn- ing, en vill ekki þiggja friðar- gæslulið frá Sameinuðu þjóðunum. Uppreisnarmenn búa sig undir lokabaráttu við stuðningsmenn Gaddafís, sem enn eru við völd í borgunum Sirte og Sebha. Þeir hafa gefið uppreisnarmönnum í Sirte frest fram á laugardag að semja um uppgjöf, en eftir það verði látið sverfa til stáls. Þar á eftir kæmi röðin að Sebha. Abdel Hakim Belhaj, yfirmað- ur herliðs uppreisnarmanna í Trí- polí, segir að al-Saadi, einn sona Gaddafís, hafi haft samband við sig símleiðis á þriðjudag að ræða uppgjafarskilmála. Al-Saadi hafi viljað fá tryggingu fyrir því að sér yrði ekki gert mein. Belhaj segir að farið verði að lögum, þegar al- Saadi gefi sig fram. Hann þurfi ekki að óttast að honum verði gert mein. Mikil óvissa ríkir um fram- tíðina, bæði hvers konar samfé- lagi uppreisnarmenn vilja koma á í landinu og eins hvort þeir eru nægilega samhuga til þess eða hvort þeir hafa meirihlutastuðn- ing meðal almennings. Leiðtogar á Vesturlöndum gera sér margir hverjir vonir um að lýðræðislegt fyrirkomulag verði ofan á, en fyrirfram er ómögulegt að segja hvort sú verður raunin. Í Líbíu er þó fyrir hendi grunn- ur að lýðræðiskerfi, sem gæti virk- að því Gaddafí kom upp í landinu kerfi borgarafunda sem á hverjum þéttbýlisstað kusu reglulega full- trúa sína á þjóðþing landsins. Að vísu bara að forminu til, en upp- reisnarmenn hafa notfært sér svipað kerfi til að koma skipulagi á starfsemi sína. Í landinu búa að vísu margir ættbálkar, sem gætu tekið upp á því að berjast um völdin, en sér- hagsmunir þeirra rista ekki jafn djúpt nú og þegar Gaddafí komst til valda fyrir fjórum áratugum. Vesturlönd hafa að minnsta kosti ákveðið að veðja á leiðtoga upp- reisnarmanna og ætla að styrkja þá til verka með stórum fjár- hæðum, bæði með því að aflétta frystingu fjármuna og með því að útvega þeim beinharða peninga í kassann. Á morgun verður efnt til ráðstefnu í París, þar sem fulltrú- ar frá tugum ríkja ætla að ræða um framtíð Líbíu og uppbygg- inguna, sem þar er fram undan. gudsteinn@frettabladid.is Sigri uppreisnarliðs fagnað við föstulok Uppreisnarmenn í Líbíu búa sig undir lokabaráttu við stuðningsmenn Gaddafís. Þeir vilja stuðning NATO áfram en ætla ekki að þiggja friðargæslulið frá Sam- einuðu þjóðunum. Gaddafí er ófundinn en einn sona hans hefur beðist griða. EFTIRLIT Uppreisnarmenn stöðva bifreiðar á eftirlitsstöðvum umhverfis borgina Sirte, þar sem stuðningsmenn Gaddafís halda enn út. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Fjölsmiðjan í Kópa- vogi fékk á dögunum veglegan styrk frá Eimskipafélagi Íslands. Eimskip gaf Fjölsmiðjunni, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum, tölvubúnað sem hætt var að nota. Vonast er til að tölv- urnar nýtist vel. Að Fjölsmiðjunni standa meðal annars Rauði Krossinn, velferðar- ráðuneytið, vinnumálastofnun og sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu. Fjölsmiðjan hefur verið rekin frá árinu 2001 og innan hennar eru starfræktar sjö deildir fyrir fólk á aldrinum 16 til 24 ára. - þj Eimskip styrkir starfsemi fyrir ungt fólk á krossgötum: Fjölsmiðjan fær gjöf GÓÐ GJÖF Þorbjörn Jensson veitir gjöf- inni viðtöku frá Kristjáni Þóri Hallbjörns- syni, forstöðumanni hjá Eimskipum. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akra- nesi handtók fyrir skemmstu tvo menn sem grunaðir voru um inn- brot í fyrirtæki og voru staðnir að því að gramsa í bátum í höfn- inni. Annar var handtekinn um borð í skipi og var hann búinn að róta þar talsvert. Skömmu síðar var svo annar handtekinn við höfn- ina. Rannsókn leiddi í ljós að farið hafði verið inn í tvo báta og gúmmíbjörgunarbátur blásinn upp í skipi. Vistataska hafði verið tekin úr björgunarbátnum. - jss Tveir menn handteknir: Óboðnir gestir í bátum á Skaga LÖGREGLUMÁL Fjölmennt lögreglulið var kallað að Breiðagerði í Reykja- vík fyrir hádegi í gær þegar hópur fólks reyndi að koma í veg fyrir að kona yrði borin út af heimili sínu. Til ryskinga kom á milli lögreglu og mótmælenda og eftir samningavið- ræður var ákveðið að fresta útburð- inum. Fulltrúi sýslumannsins í Reykja- vík mætti að húsinu klukkan tíu í gærmorgun. Hann hugðist bera íbú- ann, hálffimmtuga konu, út vegna vanskila. Um þrjátíu manna hópur úr samtökunum Heimavarnarliðinu varnaði fulltrúanum hins vegar inn- göngu og því var lögregla kölluð til. Viðskiptum lögreglu og mótmæl- enda lauk með því að nokkrir mót- mælendanna voru færðir á brott. Íbúinn neitaði hins vegar enn að opna útidyrnar fyrir sýslumanns- fulltrúanum og var því kvaddur til lásasmiður sem dírkaði upp lásinn. Eftir nokkrar viðræður íbúans og sýslumannsfulltrúans varð það úr að útburðinum var frestað og ákveð- ið að skjóta málinu til úrskurðar- nefndar um viðskipti við fjármála- fyrirtæki, en Arion banki hefur verið þinglýstur eigandi hússins í tvö ár. - sh Fjölmennt lögreglulið tókst á við Heimavarnarliðið í Breiðagerði: Útburði frestað eftir mótmæli RÆÐAST VIÐ Íbúinn, Anna Lilja Valgeirs- dóttir, kom úr úr húsinu eftir viðræður við fulltrúa sýslumanns og tilkynnti mótmælendum að samningar hefðu náðst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.