Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 66
1. september 2011 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is Hollráð Hinna Vítalausar lausnir 87 Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, er hér með hugleiðingar varðandi vítalausar lausnir. Þegar tekin er lausn samkvæmt reglum 24-2 (óhreyfanleg hindrun), 25-1 og 25-3 (óeðlilegt ástand vallar og röng flöt) er það vítalaust. Kylfingar verða hins vegar að hafa í huga að þarna er ekkert val, það verður að finna „Næsta stað fyrir lausn“ og það er bara einn slíkur staður til. Skilgreiningin hljóðar svo: „Næsti staður fyrir lausn“ (Nearest point of relief) er viðmiðunarpunktur þegar tekin er lausn vegna truflunar frá óhreyfanlegri hindrun (regla 24-2), óeðlilegu ástandi vallar (regla 25-1) eða rangri flöt (regla 25-3). Það er sá punktur á vellinum sem er næstur boltanum þar sem hann liggur, a) sem er ekki nær holu og b) hvaðan, lægi boltinn þar, væri ekki um truflun að ræða fyrir höggið sem leikmaðurinn hefði greitt úr hinni upphaflegu legu, væri truflunin ekki til staðar. Aths.: Við að ákvarða næsta stað fyrir lausn nákvæmlega ætti leikmaðurinn að nota þá kylfu sem hann hefði notað ef truflunin væri ekki fyrir hendi, þegar hann líkir eftir miðunarstöðu, leikátt og sveiflu fyrir slíkt högg. Boltann verður að láta falla innan einnar kylfulengdar frá næsta stað fyrir lausn. Næsti staður fyrir lausn getur ekki verið í torfæru eða á flöt. Boltinn má renna tvær kylfulengdir frá þeim stað sem hann snertir fyrst jörðina innan kylfulengdar og er ekki nær holu, ekki gætir truflunar lengur og og er ekki í torfæru eða flöt. Boltann má hreinsa þegar honum er lyft samkvæmt þessum reglum. Nokkrar þarfar ábendingar: kylfingar ættu ávallt að athuga hvar næsti staður fyrir lausn er áður en þeir merkja og lyfta boltanum vegna þess að næsti staður fyrir lausn getur verið svæði þar sem boltinn getur orðið nánast ósláan- legur – muna að það er ekkert val. Það er bara einn staður á vellinum sem er næsti staður fyrir lausn. Því miður virðist gæta ákveðins misskilnings hjá íslensku kylfingum (og sjálfsagt víðar) að þetta sé ekki næsti staður fyrir lausn heldur besti staður fyrir lausn og er því oft farið frjálslega með þessa lausn. Vonandi greiðist úr þessum misskilningi hér og nú. Síðasta mótið á Eimskipa- mótaröðinni í golfi fer fram um helgina. Efstu keppend- ur á mótaröðinni eru fjarri góðu gamni, bæði í karla- og kvennaflokki. Spennan í karlaflokki er gríðarleg, en ellefu kylfingar geta orðið stigameistarar. Chevrolet-mótið, síðasta mótið í Eimskipsmótaröðinni í golfi, fer fram á Urriðavelli um helgina. Leiknar verða 54 holur, 36 holur fyrri dag mótsins og 18 þann síð- ari. Mikil spenna er í karlaflokki því ellefu kylfingar geta fræðilega séð unnið Eimskiptamótaröðina. Úrslitin í kvennaflokki eru heldur ekki ráðin. Ólafía Þór- unn Kristins dóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur rúmlega 900 stiga forystu á toppnum fyrir síð- asta mótið. Hún verður fjarri góðu gamni þar sem hún er við nám í Bandaríkjunum. Signý Arnórs- dóttir úr Golfklúbbnum Keili á möguleika á að ná Ólafíu Þórunni að stigum. Signý er í öðru sæti á stigalistanum og henni dugir í raun 5. sætið til að tryggja sér sigur á Eimskiptamótaröðinni. Sunna Víðisdóttir, GR, er í fimmta sæti en hún er 2.403 stig- um á eftir Ólafíu Þórunni. Sunna getur mest náð 2. sætinu. Fari svo að Signý hafi sigur í mótinu um helgina nægir Sunnu þriðja sætið til að ná þriðja sætinu á mótaröð- inni. Staðan í karlaflokki á Eimskipa- mótaröðinni er hins vegar mun flóknari. Rúmlega 1.340 stigum munar á efsta sætinu og því ellefta. Fræðilega séð geta ellefu kylfing- ar því farið með sigur af hólmi á mótaröðinni. Íslandsmeistarinn í höggleik, Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili, leiðir mótaröðina með 4.077,5 stig. Hann verður hins vegar ekki með um helgina þar sem hann er farinn til náms í Bandaríkjunum. Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Kristján Þór Einarsson úr GKj og Þórður Rafn Gissurarson úr GR verða einnig fjarverandi. Sjö kepp- endur munu því kljást um stiga- meistaratitilinn í karlaflokki. Aðeins fimmtíu stig skilja að Harald Franklín Magnús úr GR, Stefán Má Stefánsson úr GR og Helga Birki Þórisson úr GSE, sem eru í öðru til fjórða sæti á mótaröð- inni. Því má búast við harðri bar- áttu þeirra á milli. kristjan@frettabladid.is Sæti Hlutfall Stig 1. sætið 10% 1.500 2. sætið 8% 1.200 3. sætið 7,1% 1.065 4. sætið 6,35% 952,5 5. sætið 5,75% 862,5 6. sætið 5,25% 787,5 7. sætið 4,75% 712,5 8. sætið 4,25% 637,5 9. sætið 3,75% 562,5 10. sætið 3,55% 532,5 Stigagjöfin Sæti Kylfingur Klúbbur Stig 1. Axel Bóasson GK 4077.50* 2. Haraldur Franklín Magnús GR 3979.17 3. Stefán Már Stefánsson GR 3960.00 4. Helgi Birkir Þórisson GSE 3932.50 5. Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 3507.50* 6. Arnar Snær Hákonarson GR 3339.75 7. Guðjón Henning Hilmarsson GKG 3337.25 8. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 3310.00 9. Andri Már Óskarsson GHR 3159.70 10. Kristján Þór Einarsson GKJ 2987.50* 11. Þórður Rafn Gissurarson GR 2734.20* * Er ekki skráður til leiks á lokamótinu Staðan á Eimskipsmótaröðinni – karlar BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Það verður í nógu að snúast hjá Birgi Leifi Hafþórs- syni næstu mánuðina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður á meðal keppenda í Kazakh stan Open á evrópsku áskorendamótaröðinni sem hefst 8. september. Mótið er eitt það stærsta á mótaröðinni og er verð- launafé í mótinu öllu hærra en gengur og gerist á mótaröðinni, að því er fram kemur á Kylfingur.is. Birgir staðfesti einnig í sam- tali við Kylfingur.is að hann sé að íhuga að fara í úrtökumót fyrir bandarísku PGA-mótaröðina. Hann þarf að hefja leik í úrtöku- móti á fyrsta stigi í október og segir að hann muni taka loka- ákvörðun um það á næstu vikum. Birgir Leifur gerir víðreist: Stefnir á PGA Síðustu vikuna hafa minnst fimm íslenskir kylfingar farið holu í höggi, að því er fram kemur á kylfingi.is. Hinrik Stefánsson fór holu í höggi á 6. holu á Grafarholts- velli, Ellen Blumenstein fór holu í höggi á 3. holu, Helga Ingibjörg Reynisdóttir fór holu í höggi á 14. holu á sama velli og þá fór Sigurður Hreinsson holu í höggi á 3. holu á Katlavelli á Húsavík. Segir sagan að fagnaðarlætin hafi heyrst af vellinum alla leið niður í bæ. Ótrúlegt afrek hjá kylfingum: Minnst fimm fóru holu í höggi KYLFINGAR eru skráðir til leiks í síðasta mótinu í Eimskipamótaröðinni í golfi – 66 karlar og 21 kona. Tiger Woods ætlar að taka þátt í Frys.com Open sem fram fer í Kaliforníu fyrstu vikuna í októ- ber. Þetta er í fyrsta skipti sem Tiger keppir á PGA-haustmóta- röðinni, en hann er að undirbúa sig fyrir Forsetabikarinn. „Mér finnst alltaf jafn gaman að spila á heimaslóðum og þetta mót hentar undirbúningi mínum fullkomlega,“ sagði Woods á heimasíðu sinni á mánudag. „Ég hlakka til að hitta gamla vini.“ Þetta er í fimmta skipti sem Frys.com Open er haldið. Mótið í fyrra þótti ákaflega spennandi, en þá fór Rocco Mediate með sigur af hólmi. Óvæntur þátttakandi á PGA: Tiger á Frys.com Á BATAVEGI? Tiger vonast til að koma ferlinum á réttan kjöl. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 6673.75* 2. Signý Arnórsdóttir GK 5761.25 3. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 5241.25* 4. Tinna Jóhannsdóttir GK 4600.00* 5. Sunna Víðisdóttir GR 4270.00 * Er ekki skráð til leiks á lokamótinu Staðan á Eimskipamótaröðin – konur Ellefu geta orðið stigameistari ÚTSA LA ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA TSAL A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA TSAL A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA lÍs en ku A PARNIR s Útivistarjakkar 20% til 60% afsláttur Útivistarbuxur 20% til 60% afsláttur og fleira og fleira... Ekki missa af þessu akmarkað magn! LÍKLEG TIL AFREKA Sunna Víðisdóttir (t.v.) og Signý Arnórsdóttir eiga möguleika á sigri á Eimskipamótaröðinni. Sömu sögu er að segja af Helga Birki (t.v.) Stefáni Má og Haraldi Franklín Magnús (t.h.) en þeir eru í öðru til fjórða sæti á mótaröðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.