Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 22
1. september 2011 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Fram- kvæmdastjóri 3X Techno- logy á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. „Það er sárara en tárum taki að íslenskur sjávarútvegur er að tapa forskoti sínu því tæknifram- farir í sjávarútvegi eru að færast úr landi,“ segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Techno- logy á Ísafirði. Þetta er í samræmi við athug- un Íslenska sjávarklasans á veltu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vi n n a v ið verkefnið hefur leitt í ljós að um sjötíu tæknifyrirtæki fluttu út tækja- b ú n a ð e ð a vörur tengdar sjávar-útvegi f y r i r r ú m a sextán milljarða króna í fyrra. Áætlað er að hann aukist um fjóra milljarða á þessu ári, eða um 25 prósent. Á sama tíma nam veltan á inn- anlandsmarkaði ellefu milljörð- um króna í fyrra. Búist er við lít- ils háttar samdrætti í ár. Ekki er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist á innanlandsmarkaði á næstunni þrátt fyrir uppsafnaða endurnýj- unarþörf hjá sjávarútvegsfyrir- tækjum. Tæknifyrirtækið 3X Techno- logy hefur þróað tækjalausn- ir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim frá 1994 og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum fyrir að hafa náð árangri í sölu og mark- aðssetningu á sérhönnuðum tækj- um og tækjalausnum fyrir mat- vælaiðnað. Jóhann bendir á að frá því um mitt ár 2007 þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þrjátíu pró- sent hafi ríkt stöðnun í sjávarút- vegi. Óvissa um fiskveiðistjór- nunarkerfið bæti ekki ástandið. „Það er ekki búist við að nokk- uð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki,“ segir Jóhann sem staddur var í skosku hálöndunum í vikubyrjun þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við erum að ná okkur í verkefni þar,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Það er ekki búist við að nokkuð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki.“ JÓHANN JÓNASSON FRAMKVÆMDASTJÓRI 3X TECHNOLOGY. AFLI DREGINN UPP Framkvæmdastjóri 3X Technology segir sjávarútvegsfyrirtæki ekki hafa fjárfest í nýrri tækni og tækjabúnaði síðan um mitt ár 2007 þegar þorskkvóti var skorinn niður um 30 prósent. Óvissa bætir ekki ástandið, segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR JÓHANN JÓNASSON Sjávarútvegurinn er að staðna MILLJARÐAR KRÓNA eru þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur á þjónustu nam 86 milljörðum króna á fjórðungnum en innflutningur 70,1 milljarði. Halli á ferðaþjónustu nam 800 milljónum króna. Sjávarklasinn er sjálfstætt fyrirbæri, sprottið upp úr doktorsverkefni Þórs Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra tryggingafélagsins Sjóvár, í alþjóðavið- skiptum við Háskóla Íslands. Verkefnið felst í því að kortleggja umfang sjávarútvegsins og skoða hvaða fyrirtæki tengjast honum. Nú þegar liggur fyrir að sjö hundruð fyrirtæki starfa í sjávarútvegsklasanum og eru starfs- menn þeirra ríflega tólf þúsund talsins. Þá hefur komið í ljós að velta tækni- fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi nam 26 milljörðum króna í fyrra. Þetta eru tæp tíu prósent af heildarumfangi sjávarútvegsfyrirtækja á sama tíma. Hvað er Íslenski sjávarklasinn? 15,9 Klæddu þig velwww.66north.is Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg Kefl avík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land LAKI Einstaklega mjúk og lipur dúnúlpa úr vatns- fráhrindandi næloni. Skjólgóð hetta með þvottabjarnarskinni sem hægt er að smella af. Einangruð með 90/10 dúnfyllingu. Tveir renndir utanávasar og einn renndur innanávasi. Smelltur stormlisti að utan og laus stormlisti að innan. Mjúkt stroff og þrengingar á ermum. Hlý og góð dúnúlpa fyrir veturinn. Stærðir: S - 2XL Verð: 47.500 kr. „Þegar ég tók við var eitt af því sem ég lagði áherslu á að styrkja MP Banka á sviði fyrirtækjaráðgjaf- ar. Það er kjarninn í fjárfestingar- bankastarfsemi bankans sem hafði kvarnast úr,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka. Bankinn tilkynnti í gær að hann hefði samið um kaup á fyrirtækja- ráðgjöf Saga Fjárfestingarbanka. Með í kaupunum fylgja sex starfs- menn, viðskiptavinir, réttindi og skyldur. Kaupverð er trúnaðarmál, að sögn Sigurðar Atla, sem tók við forstjóra- stólnum hjá MP Banka í byrjun júlí. - jab MP Banki kaupir ráðgjafarsvið: Forstjórinn vill stækka bankann Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, og fjármögnunarfyrirtækin SP Fjármögnun og Lýsing hafa ákveð- ið að setja eignarhaldsfélagið BLIH í formlegt söluferli. Félagið á bíla- umboðin Ingvar Helgason og Bif- reiðar og landbúnaðarvélar (B&L). Eigendur bílaumboðanna urðu illa úti í banka- og gengishruninu haustið 2008. Þegar þeir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar misstu þeir fyrirtækin úr höndun- um í fyrra. Ofangreindir kröfuhaf- ar eignuðust svo félögin í kjölfar lánaafskrifta snemma á þessu ári. - jab Tvö bílaumboð sett í söluferli: Banki opnar bílskúrinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.