Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8
1. september 2011 FIMMTUDAGUR8 1. Með hverjum fundar Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra um Icesave í næstu viku? 2. Hver er áætlaður kostnaður vegna framkvæmda við byggingu nýs Landspítala? 3. Hver leikur Hel í teiknimyndinni Þór? SVÖR 1. Yfirstjórn ESA. 2. Um 40 milljarðar. 3. Katla Margrét Þorgeirsdóttir. TÆKNI Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í töl- fræði- og gagnafyrirtækinu DataMarket fyrir 1,2 milljón- ir dala, eða tæpar 140 milljónir króna. Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket, segir fjárfestinguna kærkomna og fyrirtækið muni nú geta leitað út fyrir landsteinana á erlendan markað. DataMarket hjálpar fólki að finna og skilja töluleg gögn úr alls konar gagnabönkum, ekki síst með myndrænni framsetn- ingu. „Við höfum verið að þróa þessa vöru í nokkurn tíma og nú verður henni komið í verð. Féð frá Frum- taki verður mestmegnis notuð í markaðsstarf,“ segir Hjálmar. „Við erum nú að einbeita okkur að austurströnd Bandaríkjanna. Það er alveg ljóst að það er ekki um mjög auðugan garð að gresja á markaðnum hér á landi.“ Fyrirtækið undirbýr nú opnun söluskrifstofu í New York. Síðan í janúar síðastliðnum hefur verið lögð meiri áhersla á öflun og úrvinnslu erlendra gagna og segir Hjálmar að sú vinna muni halda áfram. Meðal annars er unnið úr gögnum frá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðabankanum, og Eurostat. „Þróunin verður áfram hér á landi en sölu- og markaðsstarfið þarf að vera þar sem kúnnarnir eru.“ Fjárfestingarsjóðurinn Frum- tak er í eigu íslensku bankanna, lífeyrissjóðanna og Nýsköpunar- sjóðs. - sv Frumtak kaupir 140 milljóna króna hlut í fyrirtæki sem hjálpar fólki að : DataMarket leitar út fyrir landsteinana HJÁLMAR GÍSLASON DataMarket stefnir nú á að opna söluskrifstofu í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÝRLAND, AP Að minnsta kosti 88 manns hafa látið lífið í fangelsum í Sýrlandi síðustu fimm mánuði, eða frá því að mótmæli og uppreisn gegn Bashar Assad forseta hófust. Tíu hinna látnu voru á barns- aldri. Þetta fullyrða alþjóðlegu mannréttindasamtök- in Amnesty International, sem hafa safnað saman frásögnum fólks, meðal annars af pyntingum sem fangar eru beittir. „Þessi mannslát í fangelsum eru að verða óheyri- lega mörg og virðast vera framhald á þeirri sömu grimmdarlegu lítilsvirðingu fyrir mannslífum sem við sjáum daglega á götum Sýrlands,“ segir Neil Sammonds hjá Amnesty International. Í nýrri skýrslu frá samtökunum um mannslát í fangelsum í Sýrlandi segir að ummerki á líkum hinna látnu sýni að sumir þeirra hafi mátt þola bar- smíðar, svipuhögg, stungur og bruna. Undanfarin ár hafa að meðaltali fimm manns látist árlega í fangelsum í Sýrlandi, að sögn sam- takanna. Þessi gríðarlega fjölgun kemur heim og saman við það að handtökum hefur fjölgað mjög síðan uppreisnin hófst. Samtökin segjast hafa upplýsingar um meira en 1.800 manns sem sagðir eru hafa beðið bana síðan uppreisnin hófst. Þúsundir að auki hafa verið hand- teknar. - gb Amnesty International gagnrýnir stjórnvöld í Sýrlandi fyrir illa meðferð fanga: Nærri níutíu látist í fangelsi HERMENN Í SÝRLANDI Sýrlenska stjórnin hefur gripið til harkalegra aðgerða gegn mótmælendum. NORDICPHOTOS/AFP Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM Costa del Sol Allra síðustu sætin 10. september í 10 nætur Frá aðeins kr. 109.000 með allt innifalið Heimsferðir bjóða frábæra 10 nátta ferð til Costa del Sol þann 10. september. Í boði er einstakt sértilboð á Griego Mar hótelinu. Gríptu þetta tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til Costa del Sol og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði verð getur hækkað án fyrirvara. Hotel Griego Mar *** Kr. 109.000 - með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með „öllu inniföldu” í 10 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu” kr. 129.900. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir. MENNTAMÁL Menntamálaráðuneyt- ið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mis- munandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orða- lagi reglugerð- arinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lög- fræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneyt- inu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðar- maður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismað- ur segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálf- sagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mán- uði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerð- ina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guð- rún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslend- ingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborg- ara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa Óvissa var um túlkun nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis. Orðalaginu verður breytt til að taka af allan vafa til að námsmenn standi ekki uppi réttindalausir. Íslendingar fá styrki og lán á Norðurlöndum. NÁMSMENN Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EYGLÓ HARÐARDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.