Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 2
1. september 2011 FIMMTUDAGUR2 TÍSKA Áslaug Magnúsdóttir, sem rekur fyrirtækið Moda Operandi, gerir það gott í bandaríska hátísku- geiranum en í gegnum heima- síðu fyrirtækis- ins er hægt að kaupa hátísku- vörur beint af tískupallinum, sem er nýjung í hátískunni. Heimasíðan opnaði í febrúar og hefur slegið í gegn meðal hátískuhönnuða og kaupenda víða um heim. Fjöldi hönnuða sem vinna með Moda Operandi hefur tvöfaldast á árinu og eru nú um hundrað talsins. Not- endum síðunnar hefur fjölgað hratt og allt stefnir í að markmið fyrir- tækisins um að þeir verði orðnir 120 þúsund fyrir lok ársins náist. - mmf / sjá Allt ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR Álfadís tískunnar gengur vel: Nýjung innan hátískugeirans SAMGÖNGUR Strætó bs. skilaði 8,4 milljóna króna hagn- aði á fyrri helmingi þessa árs. Það er betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en verri en á síðasta ári þegar hún var jákvæð um 79 milljónir króna á fyrri hluta árs- ins. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það jákvætt í fyrsta skipti frá árinu 2004. Athygli vekur að eitt af því sem jók kostnað fyrirtæk- isins var fjölgun farþega. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu að það muni sennilega hafa neikvæð áhrif á afkomu Strætó við núverandi aðstæður. „Þrátt fyrir allt má þó vel við una.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að þetta skýrist af því hve hlutdeild fargjalda í útgjöldum fyrirtækisins hafi farið hratt lækkandi á undanförnum árum. Það hafi á engan hátt haldið í við eldsneytisverð. Unnið er að rekstrar- og stjórnsýsluúttekt á öllum byggðasamlögum sem Reykjavíkurborg á hlutdeild í og segir Dagur að stjórnsýsluúttektinni muni ljúka snemma í haust. Strætó er eitt þeirra byggðasamlaga. Dagur segir að stóra verkefnið varðandi Strætó liggi í því að finna út hvernig hlutur almenningssamgangna verði gerður sem mestur. - kóp Strætó skilar hagnaði á fyrri hluta ársins eftir mikla hagræðingu: Fleiri farþegar þýða aukinn kostnað STRÆTISVAGN Unnið er að stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á Strætó bs., líkt og öðrum byggðasamlögum sem Reykjavíkur- borg á hlutdeild í. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DANMÖRK, AP Nánari skoðun á hag- tölum Danmerkur leiðir í ljós að kreppan þar síðustu misseri var tæknilega séð aldrei nein kreppa. Þetta fullyrti Hagstofa Danmerkur í gær. Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi þessa árs mældist eitt prósent, en á fyrsta ársfjórðungi var hagvöxt- ur 0,1 prósent. Áður hafði stofn- unin metið það svo að samdráttur hefði orðið upp á hálft prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Það hefði þýtt samdrátt tvo ársfjórðunga í röð, sem er tæknileg skilgreining á efnahagskreppu. Nú þykir ljóst að samdrátturinn varð bara á síðasta fjórðungi árs- ins 2010. - gb Hagvöxtur í Danmörku: Kreppan var aldrei kreppa Friðrik, varstu að verða kex- ruglaður á þessu? „Nei, en þetta er gott báðu megin.“ Matreiðslumaðurinn Friðrik Valur Karls- son, eða Friðrik V, er hættur störfum á veitingastaðnum Kex. BANDARÍKIN, AP Flugmenn hafa að nokkru misst flughæfni vegna óhóf- legrar notkunar sjálfstýribúnaðar. Þeir eiga því stundum í vandræð- um með að bregðast við aðstæðum í miðju flugi, þótt þeir hafi flugtak og lendingu á valdi sínu. Slíkt skapar hættu og hefur valdið flugslysum, sem undanfarin fimm ár hafa kost- að hundruð manna lífið. Þetta segja bæði flugmenn og flugmálayfirvöld í Bandaríkjun- um. Flugumferðarstjórn Bandaríkj- anna hefur gert á þessu rannsókn, sem staðfestir að flugmenn reiði sig stundum of mikið á sjálfstýribúnað. „Við erum farin að sjá alveg nýja tegund af slysum með þessum full- komnu flugvélum,“ segir Rory Kay, annar tveggja formanna ráðgjafa- nefndar bandarísku flugumferð- arstjórnarinnar um þjálfun flug- manna. „Við erum að gleyma því hvernig á að fljúga.“ Þessi nýja tegund slysa verður annaðhvort þegar eitthvað í sjálf- stýribúnaði bilar eða þegar rangar upplýsingar eru slegnar inn í tölvu- kerfið sem búnaðurinn notar. Dæmi eru til þess að slíkt slái flugmenn út af laginu og þeir viti ekki hvernig þeir eigi að bregðast við. - gb Æ fullkomnari sjálfstýribúnaður flugvéla veldur nýrri tegund flugslysa: Flugmenn gleyma kunnáttunni FLUGSLYS Í BANDARÍKJUNUM Ný rann- sókn sýnir að nokkur fjöldi flugslysa hefur þegar orðið vegna þess að flug- menn reiða sig um of á sjálfstýringu. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Beiðni um að kín- verski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjár- festingu útlend- inga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis- ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 pró- sentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verð- ur nú tekin til efnislegrar um- fjöllunar,“ segir Ögmundur Jón- asson innan- ríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóh a n n a Sig u rð a rdót t i r forsætisráðherra og Katrín Júlíus- dóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörð- inni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að ótt- ast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einn- ig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hags- muni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið und- anþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöð- um. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimild- um Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri til- lögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.is Undanþága Nubos á borði Ögmundar Beiðni um undanþágu á kaupum Huangs Nubo á Grímsstöðum er komin á borð innanríkisráðuneytisins. Þurfum að fara rækilega yfir málin, segir innan- ríkisráðherra. Ekki stendur til að selja 25 prósenta hlut ríkisins í Grímsstöðum. ÖGMUNDUR JÓNASSON JÓN BJARNASON LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði í gær ökumann mótorhjóls við Ikea í Garðabæ en hann mældist á 201 kílómetra hraða. Leyfilegur hámarkshraði á þessum stað er 80 kílómetrar. Maðurinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Maður getur átt von á sekt allt að 150 þúsund krónum og að verða sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði. Mótorhjól á ofsahraða: Tekinn á 201 kílómetra hraða Vísindamenn fá stolin tæki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur endurheimt tvö dýrmæt rann- sóknartæki sem stolið var úr bifreið tveggja erlendra vísindamanna í Reykjavík í síðustu viku. Mennirnir munu hafa verið ánægðir með frétt- irnar, en þeir eru farnir af landi brott og verða tækin send til þeirra. LÖGREGLUFRÉTTIR Ræktandi ákærður Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ræktað í húsnæði á Akranesi níu kannabis- plöntur. Þá fann lögregla hjá honum fimmtán kannabisstöngla, tæp tvö kíló af kannabislaufum og tóbaks- blandað kannabisefni. DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur frestað ákvörðun um refsingu yfir ungum manni sem nefbraut annan mann á 800 Bar á Selfossi í maí á síðasta ári. Ungi maðurinn var sextán ára þegar hann nefbraut hinn. Hann var ákærður fyrir líkamsárás. Fyrir dómi játaði hann sök. Sam- kvæmt sakavottorði sem lá frammi í málinu hafði pilturinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verkn- að. Í ljósi þessa þótti dómnum fært að fresta ákvörðun refsingar hans og skal refsingin falla niður að liðn- um tveimur árum frá uppkvaðn- ingu dómsins haldi hann almennt skilorð. - jss Refsingu var frestað: 16 ára piltur nefbraut mann LÖGREGLUFRÉTTIR BANDARÍKIN Óttast er að hitabeltis- lægðin Katia sæki í sig veðrið á næstu dögum og breytist í fellibyl. Katia yrði þá annar fellibylurinn sem gengur yfir Atlantshaf á skömmum tíma. Alls létust 32 þegar fellibylurinn Írena gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í síð- ustu viku. Katia hefur vaxið mikið síðustu daga og bendir flest til þess að hún nái stærð fellibyls. Gera má ráð fyrir að Katia verði yfir austurströnd Bandaríkjanna um næstu helgi. Annar fellibylur í uppsiglingu: Óttast að Katia sæki í sig veðrið HUANG NUBO Formleg beiðni um undanþágu á kaupum Huangs Nubo liggur nú á borði innanríkisráðherra. SPURNING DAGSINS  ms.is Ostur eins og krakkar vilja hafa hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.