Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 12
1. september 2011 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Tillögur um breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB Í tillögum um breytta fisk- veiðistefnu ESB er gert ráð fyrir lengri nýtingar- samningum og minni kvóta- pottum en í kvótafrum- varpi ríkisstjórnarinnar, auk þess sem auðlindagjald takmarkist við að standa undir kostnaði við stjórn- sýslu. Stuttur nýtingartími, víðtækt vald ráðherra til úthlutunar afla- heimilda, bann við framsali heim- ilda og takmarkanir á leigu eru meðal þátta sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa fett fingur út í og telja að geta aukið óhagkvæmni og skert rekstrargrundvöll fyrir- tækja í greininni. Forvitnilegt er því að bera þau atriði saman við tillögur fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) um breytingar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins sem kynnt var á dög- unum. Sjávarútvegsstefna ESB hefur í gegnum árin verið gagnrýnd harð- lega fyrir óhagkvæmni, ofveiði og gríðarlegt brottkast sem þar hefur tíðkast. Fyrirhugaðar umbætur, sem nú eru komnar til umræðu í ráðherraráði sambandsins og Evr- ópuþinginu, taka á þeim vankönt- um með ýmsum hætti til að tryggja sjálfbærni og arðsemi greinarinn- ar. Margs konar álitaefni Meðal þess sem fram kemur í til- lögum Evrópusambandsins er að framsal aflaheimilda er leyft, sem og leiga, með takmörkunum. Það er þvert á íslenska fiskveiðistjórnun- arfrumvarpið sem bannar fram- sal á aflaheimildum og setur leigu strangari skilyrði en nú er. Drög Evrópusambandsins miða við að heimilt sé að takmarkað nýt- ingartíma við 15 ár hið minnsta, en séu engin tímamörk í núverandi reglugerðum aðildarríkja verður frestur til innköllunar heimilda að minnsta kosti 15 ár. Í fiskveiði- stjórnunarfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar er einnig gert ráð fyrir 15 ára nýtingartíma, sem mögulegt er að framlengja um 8 ár til viðbótar. Íslenska frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðigjald verði tvöfaldað og verði 19% af framlegð sjávar- útvegsfyrirtækja. Hugmyndir ESB gera ráð fyrir að heimilt sé að leggja á afnotagjald, en einung- is til að standa straum af kostnaði við rekstur kerfisins. Varðandi hina svokölluðu potta, sem er ákveðin hlutdeild af heildaraflaheimildum sem fram- kvæmdavaldið getur ráðstaf- að, gera ESB-drögin ráð fyrir að þeir verði ekki stærri en fimm prósent aflaheim- ilda. Íslenska frumvarpið kveður hins vegar á um að 15 prósent fari í potta. Í skýrslu sem sérfræði- hópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði um væntanleg hag- ræn áhrif frumvarpsins var sérstaklega vikið að hlutfalli aukinna afla- heimilda í þorski sem hafna á í pottunum. Gert er ráð fyrir því að 45 prósent aukinna þorsk- aflaheimilda, frá þeim 160.000 tonnum sem nú er, muni fara í pottana, sem myndi ná helmingi ef aflaheimildir færu yfir 200.000 tonn. Sérfræðiskýrslan vitnar hins vegar í spá Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem gerir ráð fyrir að þorskafli við Ísland nái 250.000 tonnum 2018. Verði af því, munu rúm 40.000 tonn af þorskkvóta renna í pott- ana til viðbótar við þau 15 prósent sem fara í pottana til að byrja með. ESB þokast í rétta átt Þórólfur Matthíasson, hagfræði- prófessor segir í samtali við Fréttablaðið að þessi áform ESB séu í samræmi við þróun mála- flokka þar. „Kerfin í Evrópusam- bandinu eru að þróast í átt að meiri skilvirkni. Menn átta sig á því að eitthvað er ekki að ganga upp eins og það átti að gera. Menn eru að reyna að gera þetta þannig að það skili hagkvæmari framkvæmd stefnunnar fyrir samfélagið í heild.“ Þórólfur bætir við að núverandi fiskveiðikerfi Íslendinga mætti, að hans mati, reka óbreytt innan ESB. Hann segir hins vegar margt í frumvarpinu orka tvímælis, meðal annars nýtingartímann. „Í raun er nýtingartíminn í frumvarpinu skemmri, vegna þess að endurskoðun á kerfinu á að hefjast þegar helmingur þess- ara 15 ára er liðinn. Þannig að í sjálfu sér gætu stjórnvöld komið fram með tilkynningu eftir 7-8 ár þar sem kerfið í heild er afturkall- að bótalaust.“ En telur Þórólfur þá að hags- mu nu m í s len sk ra útvegsmanna gæti jafn- vel verið betur borgið innan þess kerfis sem framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til? „Samkvæmt yfirlýs- ingum útvegsmanna myndu þeir væntanlega eiga auðveldara með að starfa innan endurbætts kerfis ESB.“ Ragnar Árnason hag- fræðingur segir í sam- tali við Fréttablaðið, spurður um samanburð á tillögunum að þær leiti hvor í sína áttina. „Ann- ars vegar eru Íslend- ingar að fara úr nokkuð góðu aflamarkskerfi, í miklu slakara kerfi, á meðan ESB er að reyna að fikra sig úr mjög slæmu kerfi yfir í aflamarkskerfi með frávikum og undanþágum til að mæta byggðasjónarmiðum.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar feli í sér ákveðið afrek. „Það hlýtur að teljast hreint afrek að gera löggjöf um íslenska fiskveiðistjórnun verr úr garði en það sem Evrópusambandið er að gera.“ Frumvarp ríkisstjórnarinnar kemur væntanlega fyrir Alþingi í haust. Vonast er til þess að ný sjávar útvegsstefna ESB taki gildi í ársbyrjun 2013. Samkvæmt yfirlýsingum útvegsmanna myndu þeir væntanlega eiga auðveld- ara með að starfa innan endurbætts kerfis ESB. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON HAGFRÆÐINGUR Finndu það vítamín sem hentar þér og þú færð öll næringarefni sem þú þarfnast. Kynntu þér vítamínin nánar á Vitabiotics síðunni á Facebook. VITABIOTICS VÍTAMÍNLÍNAN fæst í öllum verslunum Lyfja & heilsu Vitabiotics vítamínum 20% afsláttur af í Lyfjum & heilsu við hlustum! afslátturinn gildir til 30. september 2011 Allt sem þú þarft N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík 10-11, Keflavík N1 verslun, Keflavík Olís, Básinn, Reykjanesbæ Samkaup Strax, Reykjanesbæ 10-11, Leifsstöð Eymundsson, Leifsstöð Tíu ellefu Hraðkaup, Reykjanesbæ *Meðan birgðir endast Nettó, Grindavík Samkaup Strax, Sandgerði Samkaup Strax, Garði Bónus, Fitjum, Njarðvík Þú færð Fréttablaðið á 12 stöðum á Suðurnesjum. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum Jákvæðar fréttir fyrir sumarið SKIPTAR SKOÐANIR UM FISKVEIÐIKERFI Breytingar standa fyrir dyrum á fiskveiðistefnu bæði í ESB og á Íslandi. Íslenska frum- varpið er umdeilt og ESB-leiðin gæti verið hagkvæmari fyrir sjávarútvegsfyrirtæki hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Áform ESB hagkvæmari en kvótafrumvarpið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.